bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða dekk ætti ég að kaupa?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=3293
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Thu 06. Nov 2003 14:02 ]
Post subject:  Hvaða dekk ætti ég að kaupa?

Vantar góð vetrardekk sem auðvitað mega ekki kosta of mikið.

Author:  joipalli [ Thu 06. Nov 2003 15:12 ]
Post subject: 

Maður er að skjóta svolítið útí bláinn..

En Michelin dekk eru alltaf góð!

Author:  Gunni [ Thu 06. Nov 2003 15:25 ]
Post subject: 

Getur líka fengið BfGoodridge hjá Dekkjalagernum á einhvern 7000 kell.

Author:  Logi [ Thu 06. Nov 2003 15:29 ]
Post subject: 

Michelin dekkin eru vafalítið endingarbest, og þau klikka sjaldan hvað varðar grip og eiginleika. En ég kaus nú samt Bridgestone, þau eru örugglega ekki mikið verri...

Author:  Jss [ Thu 06. Nov 2003 15:40 ]
Post subject: 

Ég kaus Michelin þar sem ég er sjálfur að fara á Michelin dekk, hugsanlega í dag. :D Og vona því að þau séu best, reyndar eru það Michelin Pilot Alpin en engu að síður Michelin :D

Author:  gstuning [ Thu 06. Nov 2003 17:41 ]
Post subject: 

Nokia Hakkepallita

Author:  Gunni [ Thu 06. Nov 2003 18:31 ]
Post subject: 

Hverjir selja Nokia dekk hérna heima ?

Author:  moog [ Thu 06. Nov 2003 20:22 ]
Post subject: 

Held að Max1 Bílavaktin við Bíldshöfða sé með Nokia dekk, er samt ekki 100% viss.

Author:  Benzari [ Thu 06. Nov 2003 20:22 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Hverjir selja Nokia dekk hérna heima ?


Nokian fást hjá MAX1 Bílavakt beint á móti Brimborg

Author:  bebecar [ Thu 06. Nov 2003 20:28 ]
Post subject: 

Ég keypti Bridgestone dekkin, leist vel á mynstrið og fékk aðeins breiðari að aftan. :D

Author:  fart [ Thu 06. Nov 2003 22:36 ]
Post subject: 

ég valdi bridgeston vegna reynslu af Blizzak

Author:  Gunni [ Thu 06. Nov 2003 22:40 ]
Post subject: 

Hvar færðu þessi Bridgestone dekk á þessu verði ?

Author:  Logi [ Fri 07. Nov 2003 01:38 ]
Post subject: 

Þetta er náttúrulega 13" dekk :!:

Author:  bebecar [ Fri 07. Nov 2003 08:15 ]
Post subject: 

hehe - Dekkjalagerinn, fínir strákar þar en þið verðið auðvitað að muna eftir kostum þess að vera með bíl með 13" felgum - smá munur á þessu og 17" undir M5 bílinn :wink:

Ég er semsagt með 185/70 13 að aftan og 175/70 13 að framan, komin með aðrar felgur á (var búin að pósta mynd af felgunum sjálfum hér einhversstaðar) og þær koma bara virkilega vel út.

Ég ætla að taka mynd á morgun í birtunni og pósta hér á spjallinu - fyrir og eftir og sjá hvrnig þið fílið þær. Þetta eru felgur undan E21 320 sem ég keypti af Sæma.

Þetta eru felgurnar og þær líta núna svona út eftir yfirhalninguna hjá mér, nema mínar eru 4 gata.
Image

Author:  Jss [ Fri 07. Nov 2003 11:22 ]
Post subject: 

Þetta eru eitthvað "aðeins" ódýrari dekk en þau sem ég keypti, en fallegar felgur og vonandi að dekkin reynist vel

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/