bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Tjónanefnd... ljóta draslið ! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=31571 |
Page 1 of 1 |
Author: | Angelic0- [ Sat 30. Aug 2008 20:51 ] |
Post subject: | Tjónanefnd... ljóta draslið ! |
Algjörlega búinn að missa álitið á þessum fábjánum: Quote: Álit Tjónanefndar.
Ágæti viðskiptavinur Tjónsnúmer **-**-**** Hér með tilkynnist að Vátryggingafélagi Íslands hf. hefur borist álit Tjónanefndar vátryggingafélaganna á sakarmati vegna tjóns **-**-**** Amm 10.07.2008, sem ökutæki þitt OT-549, átti aðild að og var vísað til nefndarinnar. Álit nefndarinnar er svohljóðandi. Mál nr. ***/** Tjónsdagur: 10.07.2008 Niðurstaða: Gerð er krafa um bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar UY-734 vegna tjóns á vélarhlíf bifreiðarinnar OT-549. Að sögn farþega bifreiðarinnar OT-549, er bifreiðinni ekið á eftir vörubílnum UY-734 og fýkur möl af vagni vörubifreiðarinnar og fer yfir framenda OT-549. Vitni lýsa sömu atvikum en greina ekki frá skráninganúmeri vörubifreiðar. Af gögnum málsins þykir ekki nagilega sannað að tjón á OT-549 verði rakið til notkunar UY-734. Tjónið bætist ekki. P-1 Með kveðju Vátryggingafélag Íslands hf. Þórarinn Sigurbergsson Hvað er það sem að er óskýrt þarna ![]() |
Author: | sindrib [ Sat 30. Aug 2008 21:26 ] |
Post subject: | |
meir bjánanir.... gátu vitnin ekki borið kennsl á vörubílinn aftur, lýst útliti? eða voru þau kannski ekki spurð |
Author: | Schulii [ Sat 30. Aug 2008 21:26 ] |
Post subject: | |
Vitnin eru ekki með skráningarnúmerið á vörubílnum! Jú, sáu möl falla af vörubíl á bílinn þinn en af hvaða vörubíl? |
Author: | Angelic0- [ Sat 30. Aug 2008 22:04 ] |
Post subject: | |
Það var ekki tekin skýrsla af vitnunum fyrr en núna fyrir síðustu helgi... auðvitað mundu þau ekkert númerið á bílnum en gátu samt sagt til um að þetta hefði verið Actros.. hvítur og að þeir hefðu verið fyrir aftan mig og hefði þeirra bíla einnig sakað ![]() Einstaklega pirrandi dæmi.... |
Author: | adler [ Sat 30. Aug 2008 22:12 ] |
Post subject: | |
Svona er vís ![]() |
Author: | Angelic0- [ Sat 30. Aug 2008 22:13 ] |
Post subject: | |
Það er samt Sjóvá sem að er tryggjandinn á hinum bílnum ![]() |
Author: | adler [ Sat 30. Aug 2008 22:17 ] |
Post subject: | |
Hvað er þá vís að gera með málið ? |
Author: | Angelic0- [ Sat 30. Aug 2008 23:18 ] |
Post subject: | |
adler wrote: Hvað er þá vís að gera með málið ?
Það er mitt tryggingafélag... Ég þarf síðan að láta mitt tryggingafélag reka þetta fyrir tjónanefnd... |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |