bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW á toppnum yfir "hraðagleði"
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=31512
Page 1 of 1

Author:  Geirinn [ Tue 26. Aug 2008 14:17 ]
Post subject:  BMW á toppnum yfir "hraðagleði"

Veit ekki hvað ég á að segja um þetta, en þetta er athyglisvert.

http://www.bilarogsport.is/?c=frettir&id=86

Væri gaman að gera svipaða könnun hér á landi.

Author:  JOGA [ Tue 26. Aug 2008 14:24 ]
Post subject: 

Væri gaman að bera þetta saman við slysatidni.

Author:  Geirinn [ Tue 26. Aug 2008 14:49 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Væri gaman að bera þetta saman við slysatidni.


Einmitt.

Nú þekki ég aðeins til í Noregi og ég get ekki sagt annað en að það er SVÍNDÝRT að eiga og tryggja BMW, hvað þá að eignast BMW.

Það er eiginlega ekki á færi ungra að kaupa bíla sem eru hátt á listum yfir slysatíðni og umferðarlagabrot.

Í þokkabót eru tollar á bílum mjög háir þarna og það endurspeglast í háu verði.

Þetta er eitthvað sem á eftir að breytast hérna, allavega eru iðgjöldin hjá mér að hækka þvílíkt og ég er enn (7-9-13) tjónlaus.

Author:  Turbo- [ Tue 26. Aug 2008 19:45 ]
Post subject: 

í noregi er flott að eiga land cruizer með aftursætum, tollarnir eru svo háir að fólk skráir bílana eins og vsk bílana hérna heima s.s bara 2 sæti og grind

Author:  Bjarkih [ Tue 26. Aug 2008 21:18 ]
Post subject: 

Subaru var ofan við Mercedes sem segir nú eitthvað um leigubílstjóra myth-ið :lol:

Author:  Geirinn [ Wed 27. Aug 2008 11:32 ]
Post subject: 

Turbo- wrote:
í noregi er flott að eiga land cruizer með aftursætum, tollarnir eru svo háir að fólk skráir bílana eins og vsk bílana hérna heima s.s bara 2 sæti og grind


Ég hef heyrt að þetta sé líka svona í Danmörku. Mig minnir að bílarnir séu settir á sérstök númer.

Svo er víst líka vinsælt í Danmörku að keyra á "lampaolíu", s.s. litaðri díselolíu, talsverður munur þar á ferð.

Mig minnir allavega að þeir hafi kallað þetta "lampaolíu" :)

Svo hafa allir heyrt um gjöldin sem fylgja turbobreytingum/aflbreytingum á Norðurlöndunum, svívirðilegt!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/