bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Land Rover Freelander - Reynsla....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=3039
Page 1 of 1

Author:  SE [ Wed 15. Oct 2003 10:02 ]
Post subject:  Land Rover Freelander - Reynsla....

Ég er að velta fyrir mér að fjárfesta í svona tæki, helst diesel bíl en það er ekki skilyrði. Ég hef verið að skoða 1999 og 2000 bíla.

Viti þið hvernig þessi bílar hafa verið að koma út, bilanir, viðhald o.s.frv.?
Komið endilega með comment, jákvæð og neikvæð.....

Author:  SE [ Wed 15. Oct 2003 15:16 ]
Post subject: 

Ég hef fundið ýmisa neikvæða dóma sérstaklega um bensínbílinn, árgerðir 98 og 99.
Þekkir einhver til dieselbílsins??

Author:  bebecar [ Wed 15. Oct 2003 15:19 ]
Post subject: 

Er ekki BMW vél í díselbílnum? Eða hvað?

Author:  SE [ Wed 15. Oct 2003 15:20 ]
Post subject: 

Þá hlýtur einhver hér að þekkja málið :)

Author:  Jss [ Wed 15. Oct 2003 15:26 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Er ekki BMW vél í díselbílnum? Eða hvað?


Hann er til með BMW díselvél en líka annarri díselvél ekki frá BMW.

V6 vélin og Díselvélarnar eru að koma mjög vel út, mæli frekar með þeim heldur en fjögurra cyl. vélinni.

Author:  bebecar [ Wed 15. Oct 2003 15:38 ]
Post subject: 

En er ekki díselvélin í þeim 4 strokka? Veistu með hvað vél 2000 módelið af Dísel er með?

Author:  Jss [ Wed 15. Oct 2003 15:44 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
En er ekki díselvélin í þeim 4 strokka? Veistu með hvað vél 2000 módelið af Dísel er með?


Er að með Dísel vélinni og V6 bensínvélinni frekar en 4 cyl. bensínvélinni. Veit ekki hvort díselvélin er í 2000 árgerðinni, gæti þess vegna verið að önnur hafi verið fyrri hluta árs en hin seinni hlutann

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/