Bara svona að spá því ég er algjör tölvuleikjafrík og fíla sérstaklega bílaleiki.
Hef verið að spá í því undanfarið hvað mér finnst ekkert vera koma út af nýlegum flottum rally-leikjum núna.
Nú dó Colin McRea í september í fyrra, heiðruð sé minning hans.
En Dirt var síðasti Colin McRea rally leikurinn og efast um að það komi fleyri svoleiðis, en hef ekkert heyrt um að það komi einhver annar í staðin.
Ég var reyndar hrikalega mikill fan af Rally Championship leikjunum en það hefur enginn komið út eftir Rally Championship Xtreme (2001), eða allavega ekki svo ég viti til.
Vitið þið um einhverja góða rally leiki sem eru annaðhvort nýlegir eða væntanlegir.
Ég hef ekki fílað V-rally eða Xpand Rally.
_________________ Sverrir Már
Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93
|