bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Garmin vs TomTom
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=29990
Page 1 of 3

Author:  fart [ Fri 06. Jun 2008 09:26 ]
Post subject:  Garmin vs TomTom

Ég ætla að negla mér portable NAVI græju í USA.

Nýjasti TomTominn er 930 og kostar c.a. 550 usd sem dæmi, en ég veit ekki hvort ég h ef eitthvað við MP3/HDD/blabla... nema kanski bluetooth.

Garmin framleiðir heilan hafsjó af tækjum, pricerange 200usd og uppúr.

Er einhver hérna sem hefur sterkar skoðanir á þessum tækjum?

Author:  Einarsss [ Fri 06. Jun 2008 09:33 ]
Post subject: 

Frekar hlutdrægur þar sem ég vann við að þjónusta garmin og sá um viðgerðir.

En það sem ég hef komist í kynni við af garmin, líkar mér mjög vel. Þá sérstaklega vegleiðsögutækin, einföld í notkun, einfaldir auka fídusar, skýr snertiskjár... hef keyrt með nuvi 660 og nuvi 760 í evrópu og bandaríkjunum og allt gekk í sögu... fer aldrei út til útlanda án GPS í ferðalag

Author:  gunnar [ Fri 06. Jun 2008 09:49 ]
Post subject: 

Ég hef bæði reynslu af Garmin og Tom Tom tækjum.

Garmin er minni og svona meira portable fannst mér. Ásamt því að mér fannst snertiskjárinn betri.

En Tomtom var klárlega betra tæki. Þægilegri vegvísar og bara overall sterkara tæki fannst mér.

En ég held þú sért alveg vel settur með hvort sem þú velur.

Author:  Thrullerinn [ Fri 06. Jun 2008 10:33 ]
Post subject: 

Svolítið gott að geta notað þetta "handheld".. Annars er supportið líka
mikils virði(uppfærsla á kortum o.fl.)

Author:  Sezar [ Fri 06. Jun 2008 11:31 ]
Post subject: 

Ég fór með Garmin til Orlando um daginn, Euro version og ætlaði að kaupa Ameríku kort þar.....ekki séns að fá það neinsstaðar. :shock:
Þannig að það endaði með að ég keypti TOMTOM á 200$, það virkaði rosalega vel.

Þannig að það er Garmin í húsinu hjá tengdó á Spáni.
Og TOM TOM í húsinu í Orlando :)

Author:  fart [ Fri 06. Jun 2008 11:54 ]
Post subject: 

Ok,

Þá er það hin spurningin. Græði ég eitthvað af viti á því að fara í "top" týpuna ef 95% af notkuninni verður að lóðsa mig um?

Author:  Einarsss [ Fri 06. Jun 2008 12:36 ]
Post subject: 

ef þú ert eingöngu að hugsa um GPS hlutann þá myndi ég persónulega garmin nuvi 250 ... 270(euro&usa) ef þú ert á leiðinni til usa.

Author:  Giz [ Fri 06. Jun 2008 12:52 ]
Post subject: 

Ég hef takmarkaða reynslu af TomTom, en þeir fá hinsvegar fína dóma.

Hinsvegar er ég búinn að eiga Garmin Nuvi 350 í um 2 ár og er einkar ánægður með hann. Ekki bluetooth, og litlu bulli og hefur verið í stanslausri notkun hjá mér. Lítill, passar fínt í vasa, mjög léttur, batteríið dugar þetta 5-6 tíma og bara virkilega gott apparat.

Það sem gerði það að verkum að ég valdi Garmin hinsvegar, er einfaldleg að það eru til fleiri kort í hann, (allavega á þeim tímapunkti) en í TomTom. Þar sem ég ferðast mikið í austur Evrópu er það mér allavega ansi mikilvægt. Garmin er líka gamalt í hettunni og traust kompaní. Ég mun allavega kaupa mér annann Garmin, ekki spurning. Bíð kannski eftir Garmin Nuvi símanum bara:)

En ég er með aukalega alla austur evrópu, Grikkland, Tyrkland og eitthvað meira og hann hefur aldrei klikkað, og er mjög mikið notaður. Fínt líka að hafa þetta handheld ef maður er að rölta í borgum sem maður þekkir ekki, þó það sé vissulega gaman að týnast líka inná milli.

Svo er annað, að ég hef dottið inná nokkra stórkostlega veitingastaði algerlega óvart bæði í sveitum Ítalíu og Frakklands með því að spurja hvar næstu veitingastaðir eru og keyra á næsta stað. Hraðamyndavélagrunnurin allavega í Garmin er líka súper, hefur oft bjargað mér, sérstaklega í Frakklandi.

En TomTom eiga líka að vera súper hef ég heyrt, þekki það bara ekki af eigin raun.

G

Author:  fart [ Fri 06. Jun 2008 12:57 ]
Post subject: 

Pre 930módel TomToms hafa verið dálítið bulky á meðan Garmin hafa verið þunnir og meðfærilegir, þess vegna hallast ég að Garmin, en 930 er hinsvegar slim ( semi-slim ) en samt sem áður 550dollara tæki vs kanski 250dollara sem kemur mér á leiðarenda með nákvæmlega sama hætti.

svona í framhjáhlaupi þá er ég með BlackBerry 8330 (curve) og hann er með innbyggðu GPS og navigation, en það finnur ekki alltaf satelite.

Author:  einarornth [ Fri 06. Jun 2008 12:58 ]
Post subject: 

Eru til TomTom kort af Íslandi, þekkið þið það?

Author:  Einarsss [ Fri 06. Jun 2008 13:12 ]
Post subject: 

einarornth wrote:
Eru til TomTom kort af Íslandi, þekkið þið það?

ekki til eins og er amk

Author:  _Halli_ [ Fri 06. Jun 2008 14:11 ]
Post subject: 

fart wrote:
Ok,

Þá er það hin spurningin. Græði ég eitthvað af viti á því að fara í "top" týpuna ef 95% af notkuninni verður að lóðsa mig um?


Eiga ekki flestir iPod, orðabók og handfrjálsan búnað? Mér finnst verðmunurinn allavega of mikill fyrir þessa aukafítusa sem "top" týpurnar hafa. (Er að tala um Garmin, þekki ekki prísinn á TomTom)


Annars finnst mér notendaviðmótið hjá Garmin ofur þægilegt og virkar 100% til síns brúks!

Author:  Bjarki [ Fri 06. Jun 2008 17:37 ]
Post subject: 

Ég hef notað TomTom frá 2003 með góðum árangri.
Keyri þetta bara á gamalli PDA með Windows Mobile.
Allt viðmót er mjög þægilegt og einstaklega þægilegt að keyra eftir þessu. Það á samt við um leiðsögukerfi að maður þarf að kynnast þeim en þegar maður er búinn að kynnast þeim þá tekur maður sárasjaldan vitlausa beygju, svona svipað eins og með góðan hest, maður þarf að kynnast honum.
Það er samt mikilvægt að vera alltaf með nýjustu útgáfuna því það er oft verið að gera litlar breytingar.
Það er hægt að avoid'a hluta af vegi eða ákv. vegi sem er mjög þægilegt þegar maður keyrir í Stau, þá bara næsta exit og avoida...svona eftir því hvað þetta er langt Stau, maður veit það nú alltaf ca eftir útvarpinu.
Næst þegar ég fæ mér græju þá ætla ég að taka kerfi sem fær boð um Stau og lokaða vegi.
Það eina sem pirrar mig við kerfið er að stundum þá velur það súrar leiðir, tekur sveitaveg þegar maður myndi vilja fara hraðbraut. Þ.e. hef alltaf valið fastest way en samt vill það fara seinna en ég á hraðbrautir og fara fyrr útaf. Ég skoða bara alltaf kort áður en ég fer og ber saman við kerfið og merki hjá mér Exit, númer á hraðbrautum, stefnur og færslur á milli hraðbrauta.

Author:  Alpina [ Fri 06. Jun 2008 19:07 ]
Post subject: 

Ég er gamaldags.. og nota EURO-ATLAS

við risaeðlurnar kunnum ekkert á svona gizmo,, en erum með STÁLMINNI
og munum fyrrum viðkomu-staði 8)

Author:  Viggóhelgi [ Sat 07. Jun 2008 21:11 ]
Post subject: 

Var að koma frá Florida,

notaði Neverlost (ALDREI aftur)
Tommtom (fínasta tæki)
og
Garmin (hefur vinninginn)

Garminið virtist vita,,,, ALLT, allir veitingastaðir, búðir og svo framvegis, Tommtom fylgdi vel á eftir, enn ekki jafn þægilegt fannst mér,
á meðann þessu stóð, sat Neverlost ALGJÖRLEGa eftir, og var maður orðinn hálf pirraður á ónákvæmni og gagnaleysi

Dýrari týpur Garmin koma með kortum af allri evrópu bandaríkjunum og svo framvegis, þar finnirðu svolítin sparnað! :)
veit ekki með tommtom'ið

Garmin alltaf mitt val.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/