bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Eldsupptök (Var að ryksuga bensíntank) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=2958 |
Page 1 of 1 |
Author: | uri [ Wed 08. Oct 2003 18:51 ] |
Post subject: | Eldsupptök (Var að ryksuga bensíntank) |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Visir.is wrote: Fréttablaðið, Mið. 8. okt. 07:18
Var að ryksuga bensíntank Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík kom eldurinn í bílaverkstæðinu á Viðarhöfða á mánudagskvöld upp þegar starfsmaður verkstæðisins notaði ryksugu til að tæma óhreinindi úr bensíntanki bíls. Lögregla segir að svo heppilega hafi viljað til að starfsmaðurinn hafi einmitt brugðið sér frá bílnum til að ná í verkfæri þegar ryksugan, sem var í gangi, hafi sprungið og eldur læst sig á svipstundu um verkstæðið. Augljóslega væri um óhapp að ræða. Starfsmaðurinn, sem lenti í þessum hremmingum, er sonur annars eiganda verkstæðisins. Honum tókst að komast út ómeiddur. Faðir hans, Hafliði Guðjónsson, segir verkstæðið og allt sem í því var einfaldlega vera ónýtt, meðal annars þrír bílar sem voru innan dyra. Tryggingarfélagið hafi þó þegar sagst munu endurbyggja verkstæðið á sama stað. Tíminn leiði í ljós hvort starfseminni getiðhaldið áfram annars staðar á meðan á uppbyggingunni stendur. "Það komst neisti í þetta og svo kom bara stór blossi. Það var honum til happs að hann hafði rétt brugðið sér frá," segir Hafliði. |
Author: | Haffi [ Wed 08. Oct 2003 19:09 ] |
Post subject: | |
BWHAHAHAHAHHAHA gæti fólk verði illaskeindara??? samt fínt að enginn slasaðist. |
Author: | Tommi Camaro [ Wed 08. Oct 2003 23:02 ] |
Post subject: | |
Ég sé bara ekkert fyndið við þetta En gott að þú getir hlegið af þessu ,ég stoð nú þarna frá upphafi . og þetta var einginn smá sprenginn. Það kviknaði nú samt í buxunum hja stráknum(guðjóni) bara heppinn að sleppa lifandi úr þessu. P.s. SlökkviXXXXXX hélt að þeir ætluðu aldrei AÐ byrja að úða vatnni |
Author: | Gunni [ Thu 09. Oct 2003 08:27 ] |
Post subject: | |
Þetta er náttlega alls ekki fyndið, en Tómas, þú ryksugar ekki bensíntank! |
Author: | bebecar [ Thu 09. Oct 2003 08:48 ] |
Post subject: | |
þetta er náttúrulega ekkert grín, en það verður nú að segjast eins og er að það er dálítið riskí að fylla ryksuguna af bensíngufum. Annars eru þeir örugglega ekki fyrstir til að lenda í álíka vandræðum, það er komin sjálfkveikihætta í gamla bensíntanka og það kviknar ansi oft í þeim við viðgerðir. |
Author: | Haffi [ Thu 09. Oct 2003 09:07 ] |
Post subject: | |
Tommi Camaro wrote: Ég sé bara ekkert fyndið við þetta En gott að þú getir hlegið af þessu ,ég stoð nú þarna frá upphafi . og þetta var einginn smá sprenginn. Það kviknaði nú samt í buxunum hja stráknum(guðjóni) bara heppinn að sleppa lifandi úr þessu.
P.s. SlökkviXXXXXX hélt að þeir ætluðu aldrei AÐ byrja að úða vatnni Well life's a bitch ![]() |
Author: | Logi [ Thu 09. Oct 2003 12:41 ] |
Post subject: | |
Mér finnst þetta bara broslegt, maður ryksugar ekki bensíntank nema maður vilji kveikja í..... |
Author: | bebecar [ Thu 09. Oct 2003 12:50 ] |
Post subject: | |
Það er einsog ég segji, frekar riskí! Það er einmitt ávísun á bruna að blandasaman bensíngufum og rafmagni en gufurnar eru einmitt það sem kviknar í, ekki bensínið sjálft. |
Author: | iar [ Thu 09. Oct 2003 13:01 ] |
Post subject: | |
Metnaðarfullt lið að reyna að komast í Darvin Arwards hall of fame ![]() Tek þó undir að það var gott að enginn slasaðist. |
Author: | uri [ Thu 09. Oct 2003 13:04 ] |
Post subject: | |
Mér finnst það að sjálfsögðu ekki fyndi að það hafi kviknað í þarna, en að lát sér detta það til hugar að ryksuga bensíntankinn... |
Author: | Hlynzi [ Sat 11. Oct 2003 10:58 ] |
Post subject: | |
Þetta er skrítið mál. Ég sem hélt að flestir rafmagnsmótarar eru allt að gefa frá sér neista, enda er megin hugmynd þeirra að umpóla sig oft, til að ýta/toga og mynda þannig snúning. En því fylgja yfirleitt neistar. Og afhverju í ósköpunum var ekki farið út með þennan bensíntank, það er nú öruggara að gera þetta útá plani, og hafa allavegana eitt slökkvutæki með sér, svo var það ekki þannig að maður eigi ekki að slökkva í rafmagni, eða einhverskonar olíu með vatni ? Heldur bara taka koltvíseringstækin. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |