bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Stuðla hraðamyndavélar að fjölgun dauðaslysa? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=2894 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Fri 03. Oct 2003 11:38 ] |
Post subject: | Stuðla hraðamyndavélar að fjölgun dauðaslysa? |
Hraðamyndavélar í Bretlandi eru í dag taldar bera ábyrgð á fjölgun banaslysa í Bretlandi. Talið er að allt að 5500 mannslíf hefðu bjargast frá 1993 ef hefðbundnu umferðareftirliti hefði verið beitt. Ástæðan er að stórum hluta sú að hraðamyndavélar festa smávægileg lögbrot annars löghlýðinna borgara á filmu en alvarleg lögbrot eins og ofsaakstur og ölvunarakstur er stundaður að sama skapi og áður af skeytingarlausum ökumönnum - löggan er bara ekki lengur á svæðinu til að ná þeim brotamönnum. Handtökur á þessum hóp hafa dregist saman um 37%! Munum við sjá sömu þróun hér heima? http://www.pistonheads.com/news/default.asp?storyId=7407 |
Author: | Jss [ Fri 03. Oct 2003 20:57 ] |
Post subject: | |
Ég er alfarið á móti hraðamyndavélum. Finnst þær þó vera réttlætanlegar eins og t.d. í göngum þar sem "hefðbundið" eftirlit er nánast útilokað. Myndavélarnar gera engan mun á aðstæðum, t.d. er ekki það sama að keyra á 100 km/klst í kjöraðstæðum og að keyra á sama hraða í blindbyl. Það er nú talað um það í Bretlandi að peningurinn sem kemur inn vegna sekta frá hraðamyndavélum sé ekki settur í að laga vegi eða nokkuð slíkt heldur aðallega til kaupa á fleiri myndavélum, enda ef maður er á ferð um landið þá sér maður oft allt að 10 svona myndavélum með tæplega meters millibili. Peningurinn sem kemur inn "vegna" myndavélanna er þvílíkur að þeir sjá ekkert annað, erfitt að segja til um áhrif vélanna við að draga úr slysum og hraðakstri. Um leið og fólk sér vélina og er e-ð yfir hámarkshraða þá neglir það væntanlega á bremsurnar og það eykur slysahættu og síðan er að sjálfsögðu svo miklu fleira sem þessu viðkemur sem ég nenni ekki að fara út í að svo stöddu. (Þetta er líka orðið nógu langt nú þegar. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |