bebecar:
Ég nenni ekki að quote-a hitt og þetta hérna og svara línu fyrir línu eins og ég myndi sennilega gera ef að klukkan væri ekki rétt rúmlega 1.
Þú skírskotar hérna fram og til baka í það sem ég gerði og hefði betur átt að gera og svo framvegis og mig langar til þess að svara því.
Það sem ég gerði var að færa þennan þráð, þar sem hann var augljóslega á röngum stað.
Einhver bendir á að það sé ekki til neinn staður fyrir aðra bíla, en það er rangt, sá staður er "Off-Topic".
Eftir að ég færði þráðinn ákvað ég að það væri sennilega ekki mjög sniðugt að færa hann án þess að það kæmi fram hver gerði það,
því að ég vill ekki fela mig bakvið þá staðreynd að ekki sést hvaða moderator gerir hvað.
Sem útskýrir setninguna mína "Svona drasl á ekki heima ...".
Núna vill ég þó segja þér eitt sem þú greinilega hefur misskilið (og kannski fleiri).
Þegar ég sagði "drasl" var ég alls ekki, og síður en svo, að vísa í
fjölskyldubílinn eða hvað sem var þarna á myndinni.
"Drasl" orðið mitt táknaði í þessu samhengi allt póstið hans, þ.e.a.s. mynd-af-apa-uppá-þaki-á-einhverjum-bíl.
Og svoleiðis á ekki heima á þessum stað.
Ég sé núna að orðaval mitt hefur verið slappt í þessu tilviki, en þó finnst mér þessi barátta þín fyrir "réttlæti og málfrelsi" vera komin töluvert langt út fyrir skynsemis-mörk þar sem að þetta spjallborð okkar er töluvert frjálslegra en önnur spjallborð sem ég skoða.
Þú virðist telja sjálfan þig vera hérna í einhverju baráttu/uppreisnar-hlutverki, og ég satt að segja skil alls ekki hvers vegna.
Mér finnst þessi klúbbur vera "running smooth", og þeir sem eru að stjórna honum eyða miklum tíma í það og eru að leggja sig fram í því.
