Sælir & Sælar. Fékk nýjan bíl um daginn í mínar hendur og sá bíll átti að vera gjöf þannig að ég spurði á facebook hvort eithver vissi um góða bíla þrífs staði sem eru sangjarnir á verði. (Veðrið hræðilegt og hef enga aðstöðu inni) Og þá hafði einn einstaklingur samband við mig og bauðst til þess á gera þetta á flottu verði sem sagt 5.000 krónur fyrir þríf og 1.000 fyrir að sækja og skila.
Þannig ég tók því, hann var nefnilega með flotta ræðu og auglýsti sig nokkuð vel en nei nei fæ bílinn til baka í næstum því sama ástandi og hann var.
Ég bað hann um að þrífa hann mest innan frá því hann var skítugastur þar, þannig ekkert bón eða neitt utan frá bara skol og sápa eithvað létt og basic.
Fæ hann til baka og ætla að láta myndirnar tala. Að auki var frosin sápa alstaðar á honum, speglar, framstuðari og aðrir staðir.
Þessi notandi er ágætlega virkur á BMWkraftur og á öðrum bílasíðum, ætla ekki að pósta neina tengla eða nöfn. Ef fólk er á facebook og í groupum eins og Brask Og Brall eað Bílamarkaður Facebook munu kannast við þetta.
