| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Skemmtilegt á Suðvesturlandi? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=27941 |
Page 1 of 2 |
| Author: | bjornvil [ Thu 06. Mar 2008 23:08 ] |
| Post subject: | Skemmtilegt á Suðvesturlandi? |
Jæja, nú ætlum ég og kærastan að gera okkur dagamun og gista á Hótel Rangá á laugardagsnótt. Mig langar að skipuleggja skemmtilegan dag á laugardaginn, en vantar uppástungur um eitthvað sem gaman væri að gera á Suðvesturlandi. Endilega ef þið vitið um eitthvað sem mundi gleðja konuna að koma með uppástungu. Ég er búinn að ákveða að fara í hádeginu og fá humarsúpu á Stokkseyri. Er eitthvað Spa jafnvel eða eitthvað þannig þarna fyrir sunnan? Ég er opinn fyrir öllu, takk |
|
| Author: | Steini B [ Thu 06. Mar 2008 23:15 ] |
| Post subject: | |
Eina sem ég veit að er hægt að gera hérna er að drekka bjór heima hjá sér og láta sér leiðast.... |
|
| Author: | bjornvil [ Thu 06. Mar 2008 23:19 ] |
| Post subject: | |
Steini B wrote: Eina sem ég veit að er hægt að gera hérna er að drekka bjór heima hjá sér og láta sér leiðast....
Já, hljómar vel, en ég hugsa að konan yrði ekkert geðveikt hrifin af því |
|
| Author: | Steini B [ Thu 06. Mar 2008 23:21 ] |
| Post subject: | |
En hvað með að skella ykkur þá bara á ball? Minnir endilega að það eigi að vera ball í Hvítahúsinu á laugardag... Enginn annar en Geirmundur Valtýsson sem mun halda uppi fjörinu... |
|
| Author: | Lindemann [ Thu 06. Mar 2008 23:25 ] |
| Post subject: | |
Getur líka sent konuna í "spa" heima hjá Steina........hann er örugglega til í að stjana eitthvað við hana |
|
| Author: | IngóJP [ Thu 06. Mar 2008 23:25 ] |
| Post subject: | |
Svo má ekki gleyma því að það er boðið uppá ferðir til Steina B að aðstoða hann við topplúgu og gorma skipti |
|
| Author: | Steini B [ Thu 06. Mar 2008 23:27 ] |
| Post subject: | |
Lindemann wrote: Getur líka sent konuna í "spa" heima hjá Steina........hann er örugglega til í að stjana eitthvað við hana
Það er auðvitað ekkert mál að redda því..... |
|
| Author: | Steini B [ Thu 06. Mar 2008 23:28 ] |
| Post subject: | |
IngóJP wrote: Svo má ekki gleyma því að það er boðið uppá ferðir til Steina B að aðstoða hann við topplúgu og gorma skipti
Verst að þegar maður nefnir e30 þá hlaupa allir í burtu... |
|
| Author: | Lindemann [ Thu 06. Mar 2008 23:28 ] |
| Post subject: | |
IngóJP wrote: Svo má ekki gleyma því að það er boðið uppá ferðir til Steina B að aðstoða hann við topplúgu og gorma skipti
svo hann hafi eitthvað að gera á meðan Steini sér um konuna |
|
| Author: | IngóJP [ Thu 06. Mar 2008 23:29 ] |
| Post subject: | |
Lindemann wrote: IngóJP wrote: Svo má ekki gleyma því að það er boðið uppá ferðir til Steina B að aðstoða hann við topplúgu og gorma skipti svo hann hafi eitthvað að gera á meðan Steini sér um konuna BINGÓ |
|
| Author: | bjornvil [ Thu 06. Mar 2008 23:30 ] |
| Post subject: | |
Vá... |
|
| Author: | Kristjan [ Thu 06. Mar 2008 23:52 ] |
| Post subject: | |
Jæja! Hestbak? Off season náttúrulega þannig að það er öruggleg hægt að fá góðan díl. Seljalandsfoss er örugglega fallegur á þessum tíma árs. Vélsleði upp á mýrdalsjökul? Mér dettur örugglega eitthvað fleira í hug seinna. En þetta eru nokkrir hlutir sem er hægt að gera. |
|
| Author: | arnibjorn [ Thu 06. Mar 2008 23:53 ] |
| Post subject: | |
bjornvil wrote: Vá...
Já ég er sammála... BARA heimskuleg komment hérna fyrir ofan Ég myndi stinga uppá einhverju nema ég veit bara ekkert hvað er hægt að gera þarna uppí sveit |
|
| Author: | Kristjan [ Thu 06. Mar 2008 23:56 ] |
| Post subject: | |
Ég væri með miklu fleiri ráð ef það væri sumar Þá myndi ég mæla með rómó ferð upp að seljarvallalaug og skella sér í notalegt sund. |
|
| Author: | Saxi [ Fri 07. Mar 2008 00:18 ] |
| Post subject: | |
Fjórhjólaferð með Óbyggðaferðum um Þjórsárdalinn. Getið bjallað í Unnar og athugað með skipulag: Unnar Garðarsson 822 4557 Kveðja |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|