bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 10. May 2025 19:35

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 20:09 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Jæja, þá var keyrt á mig sl. þriðjudag. Landcruiser 100 fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á vinstra framhorninu á E500 hjá mér.
Það er búið að úrskurða mig í 100% rétti en bíllinn sem ók á mig var tryggður hjá VÍS.

Ég ætlaði að láta meta tjónið og gera við hann, ef sú yrði raunin, hjá Réttingarþjónustunni en það er allt fullt hjá þeim fram í miðjan febrúar.
Þá var mér bent á Glitur sem er á Suðurlandsbraut, en viti menn, VÍS er EKKI með samning við þá og því má ég ekki fara með hann þangað. Er reyndar með lögfræðing í þessu máli til að kanna hvort þeim sé stætt á því.

En þá að kjarna málins; Veit einhver um gott réttingarverkstæði sem eru góðir í Mercedes-Benz?

PS. Réttingaþjónustan áætlaði að tjónið væri yfir tvær milljónir m.v. myndir af bílnum sem ég sýndi þeim.

_________________
Siggi


Last edited by basten on Wed 23. Jan 2008 10:55, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 20:17 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 19:08
Posts: 645
Location: Akureyri
Hmm, ég man nú eftir því að ég lennti í tjóni þar sem ég var í rétti og tryggingarfélagið var ekki með samning við verkstæðið sem ég fór á, en þeir gátu ekki neitað mér um að fara þangað.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 20:23 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
Lakkskemman?

_________________
Jóhann Karl Hermannsson

BMW 520D F10 ´13
Kawasaki KX450f ´07
8 Ball Lowrider 20"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 20:25 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Freyr Gauti wrote:
Hmm, ég man nú eftir því að ég lennti í tjóni þar sem ég var í rétti og tryggingarfélagið var ekki með samning við verkstæðið sem ég fór á, en þeir gátu ekki neitað mér um að fara þangað.


Já, það er það sem ég held nefnilega. Var að heyra að það hefði dómur fallið þannig nýlega, en á eftir að fá það staðfest hvort það sé rétt eða kjaftasaga.


Lakkskemman sprautar bara og sendir bíla í réttingu hjá Réttingarþjónustunni.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 20:56 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 18. Mar 2006 17:17
Posts: 898
Bílastoð eru klárlega bestir

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 21:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Vilja þeir ekki borga þér út bílinn??

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 22:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Réttingaverkstæði hjartar?

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 22:19 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 18. Feb 2005 22:18
Posts: 657
Eigandi bílsins ræður því sjálfur hvert hann fer með bílinn sinn í viðgerð :wink:

Vís hefur verið framalega í því að stilla mönnum í verkstæðis geiranum upp við vegg með því að krefjast þess að menn samþykki verðskrá vís en þetta er á mjög svo gráu svæði hjá þeim og getur nú tæplega flokkast undir góða vðskipta hætti.

Hitt er annað mál að sumir sem reka þessi verkstæði hafa verið erfiðir í samningum ekki bara þegar að það kemur að þessum málum heldur í samskiptum almennt.

Það hefur aldrei verið full sátt á milli tryggingafélagana og verkstæða varðandi verðlagsmál.
Það má segja að það sé búið að vera stríð á milli þessara aðila nánast alla tíð.

_________________
gaui1969@gmail.com
e36 coupe 318is. Seldur
e36 convertible 325i
e21 1982 323i
e30 top chop
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 22:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Veit að vís eru með samning hjá réttingaverkstæði hjartar allavega

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jan 2008 23:31 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Djofullinn wrote:
Vilja þeir ekki borga þér út bílinn??


Þeir eru að skoða það, fer eftir því hversu hátt viðgerðin mun koma til með að kosta. Þarf að láta verkstæði, sem þeir samþykkja, meta tjónið.

Skyldist allavega á þeim að ef tjónið væri í kringum tvær millur þá væri ekki ólíklegt að hann yrði greiddur út.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Jan 2008 10:56 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Jan 2008 12:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
basten wrote:
Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.
Æj æj varstu skammaður greyið mitt :lol:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Jan 2008 13:34 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 07. Sep 2006 22:08
Posts: 981
Location: Ásbrú
///MR HUNG wrote:
basten wrote:
Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.
Æj æj varstu skammaður greyið mitt :lol:


:slap:

VÍS hafa alltaf komið vel fram við mig :tease:

_________________
Bjarki Steingrímsson.
8253105

Jeremy Clarkson wrote:
"Handbuilt" is just another way to say "the doors will come off"


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 38 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group