bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gott réttingarverkstæði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=26922
Page 1 of 1

Author:  basten [ Sun 20. Jan 2008 20:09 ]
Post subject:  Gott réttingarverkstæði

Jæja, þá var keyrt á mig sl. þriðjudag. Landcruiser 100 fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á vinstra framhorninu á E500 hjá mér.
Það er búið að úrskurða mig í 100% rétti en bíllinn sem ók á mig var tryggður hjá VÍS.

Ég ætlaði að láta meta tjónið og gera við hann, ef sú yrði raunin, hjá Réttingarþjónustunni en það er allt fullt hjá þeim fram í miðjan febrúar.
Þá var mér bent á Glitur sem er á Suðurlandsbraut, en viti menn, VÍS er EKKI með samning við þá og því má ég ekki fara með hann þangað. Er reyndar með lögfræðing í þessu máli til að kanna hvort þeim sé stætt á því.

En þá að kjarna málins; Veit einhver um gott réttingarverkstæði sem eru góðir í Mercedes-Benz?

PS. Réttingaþjónustan áætlaði að tjónið væri yfir tvær milljónir m.v. myndir af bílnum sem ég sýndi þeim.

Author:  Freyr Gauti [ Sun 20. Jan 2008 20:17 ]
Post subject: 

Hmm, ég man nú eftir því að ég lennti í tjóni þar sem ég var í rétti og tryggingarfélagið var ekki með samning við verkstæðið sem ég fór á, en þeir gátu ekki neitað mér um að fara þangað.

Author:  Leikmaður [ Sun 20. Jan 2008 20:23 ]
Post subject: 

Lakkskemman?

Author:  basten [ Sun 20. Jan 2008 20:25 ]
Post subject: 

Freyr Gauti wrote:
Hmm, ég man nú eftir því að ég lennti í tjóni þar sem ég var í rétti og tryggingarfélagið var ekki með samning við verkstæðið sem ég fór á, en þeir gátu ekki neitað mér um að fara þangað.


Já, það er það sem ég held nefnilega. Var að heyra að það hefði dómur fallið þannig nýlega, en á eftir að fá það staðfest hvort það sé rétt eða kjaftasaga.


Lakkskemman sprautar bara og sendir bíla í réttingu hjá Réttingarþjónustunni.

Author:  Turbo- [ Sun 20. Jan 2008 20:56 ]
Post subject: 

Bílastoð eru klárlega bestir

Author:  Djofullinn [ Sun 20. Jan 2008 21:43 ]
Post subject: 

Vilja þeir ekki borga þér út bílinn??

Author:  Jón Ragnar [ Sun 20. Jan 2008 22:09 ]
Post subject: 

Réttingaverkstæði hjartar?

Author:  adler [ Sun 20. Jan 2008 22:19 ]
Post subject: 

Eigandi bílsins ræður því sjálfur hvert hann fer með bílinn sinn í viðgerð :wink:

Vís hefur verið framalega í því að stilla mönnum í verkstæðis geiranum upp við vegg með því að krefjast þess að menn samþykki verðskrá vís en þetta er á mjög svo gráu svæði hjá þeim og getur nú tæplega flokkast undir góða vðskipta hætti.

Hitt er annað mál að sumir sem reka þessi verkstæði hafa verið erfiðir í samningum ekki bara þegar að það kemur að þessum málum heldur í samskiptum almennt.

Það hefur aldrei verið full sátt á milli tryggingafélagana og verkstæða varðandi verðlagsmál.
Það má segja að það sé búið að vera stríð á milli þessara aðila nánast alla tíð.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 20. Jan 2008 22:24 ]
Post subject: 

Veit að vís eru með samning hjá réttingaverkstæði hjartar allavega

Author:  basten [ Sun 20. Jan 2008 23:31 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Vilja þeir ekki borga þér út bílinn??


Þeir eru að skoða það, fer eftir því hversu hátt viðgerðin mun koma til með að kosta. Þarf að láta verkstæði, sem þeir samþykkja, meta tjónið.

Skyldist allavega á þeim að ef tjónið væri í kringum tvær millur þá væri ekki ólíklegt að hann yrði greiddur út.

Author:  basten [ Wed 23. Jan 2008 10:56 ]
Post subject: 

Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.

Author:  ///MR HUNG [ Wed 23. Jan 2008 12:39 ]
Post subject: 

basten wrote:
Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.
Æj æj varstu skammaður greyið mitt :lol:

Author:  BjarkiHS [ Wed 23. Jan 2008 13:34 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
basten wrote:
Jæja, bíllinn kemst inn hjá Réttingarþjónustunni og þakka ég þeim kærlega fyrir að liðka til fyrir honum þrátt fyrir að allt væri stútfullt hjá þeim.

Einnig vil ég biðjast afsökunar á ummælum mínum um VÍS sem ég hafði í frammi hérna efst í þessum pósti (ég tók þau út þar sem þau voru gjörsamlega óviðeigandi). Ég hljóp á mig og vil taka það fram að ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá VÍS í þessu máli og var þetta ómaklegt af mér.
Æj æj varstu skammaður greyið mitt :lol:


:slap:

VÍS hafa alltaf komið vel fram við mig :tease:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/