bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Höfundur blaster ormsins fundin(fyrir löngu-ekki alveg löngu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=2567 |
Page 1 of 1 |
Author: | Sigurjong [ Sun 07. Sep 2003 08:49 ] |
Post subject: | Höfundur blaster ormsins fundin(fyrir löngu-ekki alveg löngu |
![]() Átján ára unglingur í Minisota í Bandaríkjunum, Jeffrey Lee Parson var í gær ákærður fyrir að forrita og dreifa skæðum tölvuormi sem valdið hefur usla víða um að undanförnu. Þetta er fyrsta ákæran sem birt er vegna ítrekaðra árása tölvuorma í sumar. Talið er að vírusar liðinna vikna hafi sýkt hálfa milljón tölva, hið minnsta. Parson var handtekinn á föstudag, en Bandaríska Alríkislögreglan, FBI, neitar að gefa upp hvort fleiri handtökur séu væntanlegar. Parson sætir svokallaðri rafrænni gæslu á heimili sínu, það er þannig að á hann hefur verið settur búnaður hvar hann er hverju sinni. Parson er óheimilt að yfirgefa heimilið sitt nema til að sækja skóla eða leita læknis. Þá er Parson óheimilt að nota netið meðan mál hans er í ransókn. Parson játaði við yfirheyrslur að hafa hannað upphaflegan "Blaster-Vírus". Siðan bjó hann til "Blaster B-Vírus". Ótal afbrygði fylgdu svo í kjölfarið og ollu tjóni sem áætlað hefur verið tæpar 900 milljónir króna. Parson á að koma fyrir dómara á ný 17. september. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og gæti þurft að greiða tuttugu milljónir króna í sekt. p.s. Tekið af www.dci.is |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |