Jæja,
Á mánudag 19. nóvember þá er liðið 1 ár síðan ég eignaðist minn fyrsta E28 bíl.
Það var ekkert farið rólega í þetta....
Eignaðist eftirtalda bíla það sem af var fyrsta árinu....
19. nóv 2006 - IX-176, 518i '87 Steingrár
Fékk á hann 08 skoðun og notaði í tæpt hálft ár, seldi í maí 2007.
Rafmagn í rúðum að framan, topplúga og sport stýri.
15. jan 2007 - HM-463, 525i '85 Svartur
Fékk þennan frá Björgvin hér á spjallinu sem partabíl og reif.
Fyrir og eftir myndir:
28. janúar 2007 - IT-629, 518i '87 Hvítur
Keypti þennan aðallega út af leðrinu í honum

....
Átti hann í tæpa tvo mánuði, seldi þegar ég ákvað að byrja á að breyta IX í 533i.
Blátt leður, Hella afturspoiler.
20. mars 2007 - JC-337, 520i '87 Ljósgrár
Keypti þennan því hann var skemmtilegri kostur til að breyta í 533/533 en IX 518 bíllinn.
Með honum kom líka meiri búnaður (tala nú ekki um krókinn!

)
Topplúga, mtech afturspoiler, rafmagn í rúðum að framan, armpúðar framan, mtech stýri, krókur og ég bætti við Zender aftursvuntu.
Þessi er eins og stendur inni í skúr að bíða eftir M30B35 ofan í sig!!
18. ágúst 2007 - LA-212, 518 '82 Hvítur
Einn eigandi frá upphafi, alltaf á Akureyri.
Keypti hann til að nota á meðan JC-337 er í vélarskiptum.
En ég mun sennilega aldrei týma að láta hann frá mér, hann er SVO HEILL
6. október 2007 - JC-330, 518i '87 Ljósgrár
Keypti þennan á Hvolsvelli sem partabíl.
Sportstýri, Pfeba aftursvunta, topplúga....
Hann er með krabbamein svo ég mun rífa hann bráðlega
Með E28 kveðju,
Skúli Rúnar
Keflavík