bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Áhugamannafélög og lén.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=2466
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Fri 29. Aug 2003 15:48 ]
Post subject:  Áhugamannafélög og lén.

Code:
Mazda-verksmiðjurnar höfða mál á hendur Áhugamannafélagi um Mazda
 
  Senda frétt 
  Leita í fréttum mbl.is 
  Fréttir vikunnar 
  Prenta frétt 
 
 
 
Fyrirtækið Mazda Motor Corporation hefur höfðað mál á hendur Áhugamannafélaginu um Mazda, sem hefur skráð lénið mazda.is. Þá hefur Ræsir, sem er umboðsaðili, fyrir Mercedes Benz bifreiðar, höfðað mál á hendur eiganda lénsins mercedes.is.
Búið er að þingfesta málið og verður það tekið fyrir í október. Ræsir, sem er umboðsaðili Mazda hér á landi, vill ennfremur að eigandi lénsins mercedes.is, þar sem notaðar Benz-bifreiðar eru boðnar til sölu, verði dæmdur til þess að afskrá lénið. Þingfesting fór fram í sumar, en það verður tekið fyrir í september.



Hvað í ósköpunum fær fyrirtæki til að fara í mál við mikilvægust viðskiptavini sína? Þá sem halda úti áhugamanna síðu um vörurnar þeirra...

Ég geri mér grein fyrir því að fyrirtækin eiga höfundarrétt á þessum heitum - en ættu þau ekki að leysa þessi mál í góðu með klúbbunum, ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé vel mögulegt.

Author:  arnib [ Fri 29. Aug 2003 15:59 ]
Post subject: 

Gæti ekki bara verið að þeir hafi fyrst sent bréf
sem hefur verið hunsað?

Author:  oskard [ Fri 29. Aug 2003 16:08 ]
Post subject: 

Það gengur ekki að einhver sem kemur mazda ekkert við eygi
mazda.is lénið útaf því að þegar fólk fer á mazda.is reiknar það
með því að það sé á vegum mazda.

Author:  Gunni [ Fri 29. Aug 2003 16:20 ]
Post subject: 

já ég held það nebblega, því ef við hefðum keypt bmw.is hefði það pottþétt verið tekið af okkur. Mæli með því að Mazda menn fái sér mazdakraftur eða eitthvað :) eins með mercedes , fá sér bara mercedes-notadir.is

Author:  bebecar [ Fri 29. Aug 2003 16:24 ]
Post subject: 

Já, það er nú heila málið sem ég var að segja, ég skil ekki hvernig ekki er hægt að ganga frá svona málum í góðu þegar áhugamannaklúbbur er annarsvegar.

Þá er ég reyndar að gefa mér að eitthvað af viti hafi verið á þessari síðu, ekki bara að einhver hafi keypt lénið til að græða á því.

Author:  Kull [ Fri 29. Aug 2003 17:27 ]
Post subject: 

Já, þetta virðist vera voða vinsælt hjá stórum fyrirtækjum að eiga öll lén sem nafn þeirra kemur fyrir í. Til dæmis www.bmwm5.com þar sem BMW AG hefur heimtað að fá það nafn og hefur Gustav þurft að gera ýmsar breytingar á síðunni til að losna við þá. Vonandi láta þeir okkur í friði bara...

Author:  oskard [ Fri 29. Aug 2003 17:29 ]
Post subject: 

þeir vilja fá www.bmwm5.com vegna þess að þeir eiga jú
product sem heitir BMW M5 þeir eru ekki með neitt product
sem heitri BMW Kraftur þannig að það er engin ástæða fyrir
þá að taka lénið okkar.

Author:  Haffi [ Fri 29. Aug 2003 19:24 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
já ég held það nebblega, því ef við hefðum keypt bmw.is hefði það pottþétt verið tekið af okkur. Mæli með því að Mazda menn fái sér mazdakraftur eða eitthvað :) eins með mercedes , fá sér bara mercedes-notadir.is


MazdaKraftur??!?! Hef ekki heyrt um það á mannavörum áður :)

Author:  benzboy [ Fri 29. Aug 2003 19:42 ]
Post subject: 

Djöfuls bögg, þetta eru ódýrustu auglýsingar sem þessir gæjar fá

Author:  ta [ Fri 29. Aug 2003 20:55 ]
Post subject: 

sammála benzboy, og líka mér finnst þetta yfirgangur.
er þetta ekki bara spurning um að vera fyrstur, sorrý upptekið?
(frátekið)
ég meina ég hefði geta fengið torfi.is síðan er það
einhver stór ´klósettpappírs framleiðandi í honolúlú.
á ég þá bara að víkja, ég segji svona....

Author:  jth [ Fri 29. Aug 2003 21:49 ]
Post subject: 

oskard wrote:
þeir vilja fá www.bmwm5.com vegna þess að þeir eiga jú
product sem heitir BMW M5 þeir eru ekki með neitt product
sem heitri BMW Kraftur þannig að það er engin ástæða fyrir
þá að taka lénið okkar.


Ég er ekki viss um að það myndi standa fyrir rétti. Bæði er BMW logóið sem við erum með á spjallborðinu (með BMW KRAFTUR skrifað í) verndað vörumerki/mynd heldur geta þeir einnig gert kröfur til lénsins þar sem BMW kemur fyrir í því.

Málið er því miður ekki hvað getur talist réttlátt og ásættanlegt, ef stóru fyrirtækin vilja fá lén á borð við bmwm5.com eða bmwkraftur.is þá munu þeir fá sínu framgengt. Hvernig ætti áhugamannaklúbbur eins og BMWKraftur að geta staðið í kostnaðinum sem öllu lögmannastappinu fylgir?

Það er ekki komin niðurstaða í mál bmwm5.com, en meðal þess sem Gustav er búinn að gera er að fjarlægja öll lógó BMW. Þar sem Ísland er lítið og klúbburinn hefur góð tengsl við B&L ættum við ekki að vera í nokkrum vanda. Á hinn bóginn þá hefur B&L ekkert með vörumerki BMW að gera þ.a. fyrr eða síðar gætu þeir farið að látið heyra í sér.

En nóg af svartsýnisröflinu, komið að helginni :wink:

Author:  Kull [ Fri 29. Aug 2003 21:56 ]
Post subject: 

Gustav er nú búinn að gera mun meira en það. Hann er búinn að taka allt auglýsingarefni af www.bmwm5.com og hann er búinn færa korkinn á sér url www.m5board.com og hann má ekki einu sinni linka í korkinn af www.bmwm5.com.

Maður skilur ekki svona bögg í BMW AG, þetta var fín síða með góðum upplýsingum um M5. Alger óþarfi, maður myndi svosem skilja ef þetta væri einhver M5 haturs síða eða eitthvað svoleiðis.

Author:  iar [ Fri 29. Aug 2003 22:27 ]
Post subject: 

oskard wrote:
þeir vilja fá www.bmwm5.com vegna þess að þeir eiga jú
product sem heitir BMW M5 þeir eru ekki með neitt product
sem heitri BMW Kraftur þannig að það er engin ástæða fyrir
þá að taka lénið okkar.


Það er auðvitað vel skiljanlegt þannig séð en að mínu mati er það sem fyrirtæki eins og BMW eiga að gera er að nýta sér svona dæmi og ala upp "trúarbrögð" með því að styðja við svona áhugafélög. Hversu oft fer maður t.d inn á bmw.com eða bmw.is vs. bmwkraftur.is eða bmwm5.com? Það er þarna sem BMW er að fá alveg ótrúlegt "áhorf".

Author:  Gunni [ Sat 30. Aug 2003 16:02 ]
Post subject: 

ég er alls ekki að agitera fyrir því að fyrirtæki fari svona illa með viðskiptavini sína, EN:

þið verðið auðvita að átta ykkur á því að nöfn á bifreiðategundum eru skráð vörumerki sem framleiðandinn hefur einkaleyfi á. Þ.a.l. er mjög eðlilegt að fyrirtækin geti gert kröfu á það að eignast lénin eins og t.d. mazda.is . Þessi mözduklúbbur er ekki mazda.is heldur er það mözduklúbbur.is .

Við erum blessunarlega í góðu samstarfi við okkar umboðsaðila hér á landi, B&L. ég get ekki hugsað mér að þeir eigi nokkurntímann eftir að heimta það að við breytum okkar nafni úr BMWkraftur yfir í eitthvað annað. En ef það gerist þá eru þeir auðvitað að fá nokkuð stórann og ört stækkandi hóp upp á móti sér.

bara mínar 2 krónur

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/