Jæja það er alltaf eitthvað gerast í bretlandinu.
Ég ætla byrja á því að afsaka gæðin í myndunum,
enn með sömu myndavélina, er að fá nýjann 5megapixel síma vonandi fyrir helgi.
Skólinn var með kynningu á Rallý Sýningu og við fórum til að kíkja á.
Félagi minn í skólanum á þennan Mini og við fórum á honum á sýninguna, hann er með standalone á kveikjunni,
hann var eitthvað búinn að fikta í því , enn ég lagaði það fyrir hann, hann reportar mikið betri nýtingu á bensíninu og minni hávaði í pústinu.
Hérna eru nokkrir flottir og við vorum ekki einu sinni komnir af bílastæðinu,
Þegar inná svæðið var komið blasti við ótrúlega mikið af fólki, mikið meira enn ég átti von á, það var einu sinni Rally Stage þarna sem sýningin var haldin, og þegar við vorum að labba að þá sáum við að það var búið að útbúa lítið rally leið utan um áhorfendurna, og það var MMC EVO að djöflast að spóla og gera donuts, helvíti magnað að sjá svoleiðis
og allt að gerast.
Þegar við gengum lengra var eins og að detta aftur tilbaka um 20-40ár
og vera staddur í pitinum fyrir rallíið, það voru gamlir rallý bílar útum allt, bílar sem SKRIFUÐU sögu rallí útum allann heim, margir fyrrverandi meistara bílar. Ég slefaði útum allt horfandi á græjurnar.
Hérna er eitthvað af því sem var á staðnum.
Einnig var þarna tjún fyrirtæki sem var að auglýsa þekkingu sína á
4AGE vélinni frá Toyota.
Hérna er ein svoleiðis í eldri toyotu, hún er 1.6 og 220hö!!
ekkert nos, ekkert racebensín, ekkert turbo eða supercharger bara pjúra snúningar.
Hérna koma betri myndir og myndir af geðveikt HOT græjum.
Hérna eru nokkrir spes.
Svo voru gömlu rallý bílarnir að keppa líka þarna , bara geðveikt gamann að sjá suma á fleygiferð,
Næst á UK REPORT dagskránni var Jap fest um helgina, enn það er búið að breyta planinu, það verður farið á Night Fight, sem er drift keppni á milli Írlands og Bretlands + top drifterarnir í European Drift Championship verða með demo eða sýningu.
Ætla vona að ég verði með betri myndavél fyrir þann tíma.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
