| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=23951 |
Page 1 of 1 |
| Author: | ValliFudd [ Mon 27. Aug 2007 22:28 ] |
| Post subject: | Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September |
SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT Á FÖSTUDAGSKVÖLD! Keppnin verður haldin sunnudaginn 2. September Þetta er síðasta keppni sumarsins, nú vil ég sjá METÞÁTTÖKU!!!!! Svæðið opnar kl. 9:00 Mæting í síðasta lagi kl. 10:30 Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00 Æfingaferðir hefjast kl. 11:00 Tímatökur hefjast kl. 11:30 Uppröðun kl. 12:30 Keppni hefst kl. 13:00 Verðlaunaafhending verður auglýst síðar í vikunni Hægt er að skrá sig til keppni á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 899-7110. Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, ökutæki, símanúmer og flokkur sem á að keppa í. Skráningu líkur á FÖSTUDAGSKVÖLD kl. 00:00 ! Bílar sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest. Þeir sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni. Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum. Smá útskýring á flokkum fyrir þá sem ekki vita Quote: OF: Flokkur fyrir sérsmíðaða spyrnubíla sem að gefur þeim forskot sem hafa litlar vélar eða þunga bíla. meira
GT: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 og með samskonar vél og upprunalega en nánast allar tjúningar leyfðar, þó aðeins einn aflauki (túrbó, blásari, nítró) meira GF: Flokkur fyrir götubíla, ótakmarkaðar tjúningar og vélarstærðir leyfðar meira MC: Flokkur fyrir ameríska götubíla smíðaða fyrir 1985. Enginn aflauki leyfður og eingöngu venjuleg götudekk (engir götuslikkar) meira RS: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 með 6 cylendra eða færri og má nota aflauka á vélum minni en 2350cc. meira SE: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á götuslikkum. Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 515 kúbiktommur. meira MS: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á litlum slikkum (28x9" hámark). Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 560 kúbiktommur. meira Sekúnduflokkar: Flokkar fyrir götubíla sem keyra á svipuðum tíma, menn mega ekki fara undir þann tíma sem að flokkurinn er gerður fyrir. 14,90 - 13,90 - 12,90 - 11,90 - 10,90
|
|
| Author: | ValliFudd [ Fri 31. Aug 2007 22:03 ] |
| Post subject: | |
JÆJA DRENGIR... HJÁLP! Nú skrifa ég ekki sem kvartmíludúdd heldur sem kærasti! Árný er EIN í 14,90 flokki... EINHVER hlítur að vilja keppa í 14,90... Jónki t.d.. þú átt góðan sjens.. kominn mjög neðarlega.. Robbi.. Anyone Ef einn skráir sig, fær hann bikar.. Þar sem það er bæði bikar fyrir 1. sæti og 2. sæti Koma svo... einhver.. Fyrsta keppni er frí, og fæstir hér hafa keppt.. svo það kostar ekkert fyrir flesta
Jú það þarf náttúrulega að vera meðlimur í KK en það eru það margir hérna.. t.d. allir sem mættu á BMW-daginn á brautinni... |
|
| Author: | Einarsss [ Fri 31. Aug 2007 23:18 ] |
| Post subject: | |
sorrý en ég hef mun meiri áhuga á að eyða mínum tíma uppá aksturbraut |
|
| Author: | Aron Andrew [ Sat 01. Sep 2007 02:38 ] |
| Post subject: | |
Ég myndi mæta ef bíllinn min væri í standi |
|
| Author: | Svenni Tiger [ Sat 01. Sep 2007 10:24 ] |
| Post subject: | |
ég myndi mæta ef ég væri ekki að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum ákkurat núna um helgina |
|
| Author: | Robbi318is [ Sat 01. Sep 2007 11:56 ] |
| Post subject: | |
er maður ekki of seinn að skrá sig núna. Langar að taka þátt.. |
|
| Author: | Ingsie [ Sat 01. Sep 2007 12:00 ] |
| Post subject: | |
Robbi318is wrote: er maður ekki of seinn að skrá sig núna. Langar að taka þátt..
Prófaðu að hringja í Valla 899-7110. |
|
| Author: | Robbi318is [ Sat 01. Sep 2007 12:22 ] |
| Post subject: | |
Jæja, þá er búið að skrá kallinn.. |
|
| Author: | Misdo [ Sat 01. Sep 2007 14:48 ] |
| Post subject: | |
ætli það verði ekki grenjandi rigning ámorgun eins og í dag |
|
| Author: | Benzari [ Sat 01. Sep 2007 14:52 ] |
| Post subject: | |
nei, fínt veður á morgun |
|
| Author: | ValliFudd [ Sat 01. Sep 2007 15:16 ] |
| Post subject: | |
LISTI YFIR KEPPENDUR |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|