bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bentley Arnage á Íslandi. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=2170 |
Page 1 of 3 |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 10:13 ] |
Post subject: | Bentley Arnage á Íslandi. |
Ég veit ekki hvort menn vissu almennt af þessu, en Björgúlfur - hinn nýji eigandi Landsbankan - fékk víst splunkunýjan Bentley líklega af Arnage gerð í afmælisgjöf á síðasta stórafmæli. Svona bíll kostar 30 milljónir úti í evrópu og líklegt að kostnaður hingað heim sé á bilinu 45-60 milljónir. Bílnum fylgir ókeypis þjónusta í þrjú ár tel ég - það væri gaman að sjá svona grip með eigin augum. Hefur einhver séð þennan bíl hér heima? Ef þetta er þessi bíll þá er hann með 6.75 lítra vélinni og tveimur túrbínum í ofanálag. Líklegast í kringum 450 hestöfl. |
Author: | HelgiPalli [ Tue 29. Jul 2003 10:40 ] |
Post subject: | |
nú verður kalli alveg spólandi vitlaus ![]() |
Author: | benzboy [ Tue 29. Jul 2003 10:49 ] |
Post subject: | |
Ef hann er svona ljós (himin) blár sá ég hann í gær - flottur |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 10:52 ] |
Post subject: | |
Hvar sástu bílinn, ég veit ekki litinn á honum ennþá - gerði einhvern veginn bara ráð fyrir því að hann væri BRG (British Racing Green). |
Author: | Leikmaður [ Tue 29. Jul 2003 10:53 ] |
Post subject: | |
...vúhú, afmælisgjöf segiði!!!! Ég á afmæli 1. sept.....eins gott að mútta sé búinn að vera að spara..hehe ![]() |
Author: | benzboy [ Tue 29. Jul 2003 11:17 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Hvar sástu bílinn, ég veit ekki litinn á honum ennþá - gerði einhvern veginn bara ráð fyrir því að hann væri BRG (British Racing Green).
Á Suðurlandsbrautinni en er alls ekki viss um að það hafi verið þessi bíll |
Author: | SE [ Tue 29. Jul 2003 11:19 ] |
Post subject: | |
Ég held að bíllinn sé grænn, hef ekki séð hann, en hef það eftir heimildarmanni. Hva eru þá tveir á landinu (hann á þá kannski báða hehe) |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 11:35 ] |
Post subject: | |
Það gæti náttúrulega vel verið að þeir séu tveir - það væri nú almennilegt. Það gæti nú líka skýrt það að hann hafi verið seldur hingað, það er mun minna mál að þjónusta tvo en einn svona langt í burtu. Mig minnir á sínum tíma voru einvherjir menn að pæla í Rolls Royce hér heima - sirka 10-15 ár síðan og þá hafi veirð gerð krafa um 10 bíla hér heima til að fá fulla þjónustu (sóttur á þyrlu ef bíllinn bilar og komið á áfangastað t.d.) |
Author: | SE [ Tue 29. Jul 2003 11:37 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Mig minnir á sínum tíma voru einvherjir menn að pæla í Rolls Royce hér heima - sirka 10-15 ár síðan og þá hafi veirð gerð krafa um 10 bíla hér heima til að fá fulla þjónustu (sóttur á þyrlu ef bíllinn bilar og komið á áfangastað t.d.)
Þetta er nú almennileg þjónusta ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 11:43 ] |
Post subject: | |
Já, þetta gerist ekki betra... Þú færð bíl líka náttúrulega þegtar þú ert kominn á áfangastað! |
Author: | benzboy [ Tue 29. Jul 2003 11:51 ] |
Post subject: | |
Var að skoða myndir af bílnum á netinu, bíllinn sem ég sá er EKKI sá sem er til umræðu hérna bara svona til að koma í veg fyrir misskilning |
Author: | íbbi_ [ Tue 29. Jul 2003 12:14 ] |
Post subject: | |
þegar bílar eru farnir að kosta meira en hús í rvk á því fáránlega verði sem hús eru verðlögð þar þá má nú líka vera andskoti góð þjónusta með honum.. |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 12:26 ] |
Post subject: | |
Hvaða bíl sástu þá? |
Author: | benzboy [ Tue 29. Jul 2003 12:53 ] |
Post subject: | |
Er að reyna að finna mynd af honum (til að átta mig á hvað það var) best að segja sem minnst á meðan ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 13:03 ] |
Post subject: | |
Endilega finndu út úr þessu! |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |