bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

MB M class
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=21471
Page 1 of 1

Author:  inner [ Sat 14. Apr 2007 20:08 ]
Post subject:  MB M class

Fór og skoðaði einn slíkan 2007 350 í dag.. lýst rosalega vel á hann, fékk þó ekki að taka í hann.
Er einhver hér sem á eða hefur aðgang að slíkum bíl og getum kommentað á þá? Er ef til vill einhver annar SAV sem maður ætti líka að skoða?

Author:  Saxi [ Sun 15. Apr 2007 02:42 ]
Post subject: 

X5 auðvitað

Settist inn í svona ML500 bíl í vikunni og var ekkert hrifinn af þessu. Fannst hann einhvernveginn klaufalega hannaður miðað við X, fyrir utan það að svo brakaði í "öllu" sem maður snerti.

Er Mercedes farinn að kalla þetta SAV(X5) frekar en SUV?

Saxi

Author:  íbbi_ [ Sun 15. Apr 2007 05:26 ]
Post subject: 

það er mjög stór munur á gamla x5 og gamla ml, meðan X5 er ekkert annað en stór bmw fólksbíll með meiri veghæð og fjórhjóladrif á gormafjöðrun, er M jeppin bygður á grind með old school millikassa, miklu sterkari bíll en flestir þessir þýsku fashion brand "jeppar"

nýji ML bíllin er hinsvegar eins og x5 og q7 og flr, hvorki jeppi né fólksbíll, ég persónulega fýla nýja ml-inn mjög vel, ég er búin að keyra bæði 500,350, og 320cdi, erum með 3 sona til sýnis niðrí vinnu, einn nokkuð basic, einn með hálfgerðu hanskaleðri a sætunum og dassi af búnað, og svo einn með alcantara/leður sportsætum loftpúðafjöðrun, harmon kardon græjum og flr,

ég er mikill X5 fan, en að honum ólöstuðum finnst mér nýji ml-inn skemmtilegri,

ég á hinsvegar eftir að prufa nýja x5

Author:  Angelic0- [ Sun 15. Apr 2007 05:29 ]
Post subject: 

Tengdó voru að pæla í að versla ML350, núið segir þeim samt að flytja hann inn bara... svo að ég held að það sé í brennideplinum núna...

Ég er mjög hrifinn af Mercedes á þessum markaði, en X5 er meiri lúkker ;)

Author:  Alpina [ Sun 15. Apr 2007 08:10 ]
Post subject: 

Nýi ML er virkilega flottur ,,,,,,, eldri er ..crap gæðalega séð

X5 er góður en allt of dýr

Author:  Aron M5 [ Sun 15. Apr 2007 11:33 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Tengdó voru að pæla í að versla ML350, núið segir þeim samt að flytja hann inn bara... svo að ég held að það sé í brennideplinum núna...

Ég er mjög hrifinn af Mercedes á þessum markaði, en X5 er meiri lúkker ;)


Tengdó :? biddu ert þu ekki með sömu stelpu og fyrir sirka 6 manuðum :?

Author:  íbbi_ [ Sun 15. Apr 2007 16:33 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Nýi ML er virkilega flottur ,,,,,,, eldri er ..crap gæðalega séð

X5 er góður en allt of dýr


tja það er sona upp og ofan með gömlu, þessir fyrstu eru alger hræ, 98 og 99, þá aðalega innrétingarnar í þeim, en þeir skána stöðugt á meðan þeir voru framleiddir, 01 og uppúr eru orðnir mjög fínmir, og final edition bílarnir finnst mér mjög eigulegir

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/