pallorri wrote:
Mamma hringdi í mig rétt eftir að þetta gerðist og sagði að hún hefði verið vitni af þessum árekstri, sagði að bíllinn værí í henglum og hún hafi farið í skýrslutöku. Það var einhver kellingarskratti sem virti ekki stöðvunarskyldu og svo fór sem fór. Hún var sko engan vegin með hugan við aksturinn og mútta hélt að hún hefði verið undir áhrifum áfengis .... en þetta er kannski ekki rétti staðurinn fyrir ásakanir
En sem betur fer voru ekki slys á fólki og maður þakkar fyrst og fremst fyrir það. Hitt er aukaatriði.
Kv - Palli
Þakkaðu Mömmu þinni fyrir þetta....
Ég fékk M5 Bíllinn hjá Evu um Páskana til að gerann sætan og fara með hann á sölu eftir helgi...
Var nýbúinn að bóna hann og var ekki kominn kílómeter frá skúrnum þegar þessi blessaða kona virti ekki biðskyldu og keyrði beint í veg fyrir mig og náði ég ekki að bremsa nema í brot úr sek..... Hilux druslan sem ég lenti á fór í U...
Alltaf leiðinlegt að lenda í svona og sérstaklega þegar mahr gat ekkert gert í þessu! Fær mann alveg til að hugsa þessa klassísku setningu.. fólk í umferðinni er fífl....
Bíllinn er þónokkuð illa farinn og ég er að drepast í bakinu og hálsinum og rifbeinunum núna... Og er labbandi með staf því ég er svo bólginn á hægri löppinni! Bara feginn að vera ekki í verra standi miðað við hvernig bíllinn fór!!!!
