bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
aðstoð við innflutning á bílum https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=20943 |
Page 1 of 1 |
Author: | freysi [ Sun 18. Mar 2007 03:44 ] |
Post subject: | aðstoð við innflutning á bílum |
Sælir, Ég entist nú ekki lengi á Hondunni sem ég keypti og hef ákveðið að flytja inn eitt fallegst stykki. En þó eru nokkrar spurningar: Smári í Hamburg vs. Georg í Úranus með hverjum mæliði Er kominn með auga á einn gullmola sem ég ætla reyna að ná ![]() Kannski líka koma með einhverjar reynslusögur þið sem hafið flutt inn bíla því þetta er í fyrsta skiptið sem ég er að gera þetta |
Author: | íbbi_ [ Sun 18. Mar 2007 04:33 ] |
Post subject: | |
að smára ólöstuðum þá mæli ég með georgi, alveg traustur aðili |
Author: | basten [ Sun 18. Mar 2007 09:19 ] |
Post subject: | |
Georg flytur yfirleitt ekki inn bíla sem aðrir finna. Hann finnur yfirleitt bílinn fyrir þig úti og flytur hann svo inn. |
Author: | ice5339 [ Sun 18. Mar 2007 09:22 ] |
Post subject: | |
Búinn að taka inn þrjá bíla gegnum Smára og bróðir minn er búinn að taka álíka, það hefur allt staðist 100%. Mæli með Smára |
Author: | Djofullinn [ Sun 18. Mar 2007 10:35 ] |
Post subject: | |
basten wrote: Georg flytur yfirleitt ekki inn bíla sem aðrir finna. Hann er búinn að flytja inn nokkra fyrir mig. Ef þú biður hann um að athuga bíl sem þú fannst þá gerir hann það. Hann gerir bara hitt líka Hann finnur yfirleitt bílinn fyrir þig úti og flytur hann svo inn. ![]() Ég mæli með Georgi, mjög þægilegt að þurfa ekki að gera neitt nema taka við bílnum þegar hann er kominn á númer. En það er einn stór munur á því hvernig þeir vinna. Smári skoðar að ég held alla bílana áður en hann kaupir þá. Georg lætur oftast duga að hringja og spjalla við seljandann. Hann hefur þó farið að skoða einn bíl fyrir mig. Aftur á móti þarft þú ekki að kaupa bílinn þegar hann er kominn ef hann reynist vera eitthvað fjós. Einnig getur Georg fjármagnað fyrir þig bílinn. Sem er mjög þægilegt því þá tekur maður bara bílalán þegar meður er búinn að fá bílinn og borgar honum. Þeir kosta nánast það sama. |
Author: | Schulii [ Sun 18. Mar 2007 11:07 ] |
Post subject: | |
basten wrote: Georg flytur yfirleitt ekki inn bíla sem aðrir finna.
Hann finnur yfirleitt bílinn fyrir þig úti og flytur hann svo inn. Þetta er ekki miðað við hvernig hann er að vinna fyrir mig núna. Ég finn bíl og hann tékkar og skoðar þá. Fyrsti gekk ekki og núna er ég að finna annan. Og já, hann fjármagnar fyrir mig sem er mjög þægilegt. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |