bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bóntuskur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=20565
Page 1 of 1

Author:  Stanky [ Tue 27. Feb 2007 11:23 ]
Post subject:  Bóntuskur

Langaði að benda ykkur á tuskur sem hægt er að fá í Rekstrarvörum.

Þetta eru 6stk tuskur í pakka sem kosta 350kr og eru mjög góðar. Mæli með þessum tuskum.

Þetta eru svona trefja tuskur, sem skilja ekkert eftir. ;)

Svo er maður líka að styrkja vinnustofu vangefinna, sem er bara gott mál.

Ég keypti þetta í raun bara til að styrkja, en svo prufaði ég þær og þær virka alveg ótrúlega vel.

Er reyndar ekki búinn að prufa að þrífa þær og nota aftur, en það er alveg hægt að nota sömu tusku tvisvar sinnum og svo henda henni bara, enda hræ-billegt.

:)

kv,
Haukur

Author:  Kristjan [ Tue 27. Feb 2007 12:46 ]
Post subject: 

Já þetta er ágætis málefni. Best að tékka á þessu.

Author:  Hlynzi [ Tue 27. Feb 2007 18:29 ]
Post subject: 

Þetta er nákvæmlega sama dót og í bílanaust nema á mun betra verði.

Ég hef tekið þessar bílanaust tuskur og sett þær í þvottavél, eru bara eins og nýjar eftir það, held að þær myndu allavegana þola yfir 3 þvotta.

Micro-fiber for the win. Svínvirka.

Author:  srr [ Tue 27. Feb 2007 20:58 ]
Post subject: 

Er Míkrófiber dótið ekkert að rispa lakkið?
Mér finnst það vera eitthvað svo gróft viðkomu....

Author:  Lindemann [ Tue 27. Feb 2007 21:01 ]
Post subject: 

alls ekki....professional gaurar nota micro fiber

Author:  bjahja [ Tue 27. Feb 2007 21:05 ]
Post subject: 

Micro fiber er náttúrlega ekki bara micro fiber. Sumt er grófara en annað. En gott microfiber er oftast talið það besta sem þú getru notað :D

Author:  Hlynzi [ Tue 27. Feb 2007 23:38 ]
Post subject: 

srr wrote:
Er Míkrófiber dótið ekkert að rispa lakkið?
Mér finnst það vera eitthvað svo gróft viðkomu....


Nei það gerir það alls ekki.

En hinsvegar hef ég heyrt að tvist rispi lakk, sel það ekki dýrar en ég keypti það .

Author:  Arnarf [ Wed 28. Feb 2007 00:25 ]
Post subject: 

Takk fyrir ábendinguna


Ætla bóna bílinn á fimmtudaginn, ætli maður kíki ekki við þarna í Rekstrarvörum í leiðinni

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/