bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hætt við Klámráðstefnu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=20473 |
Page 1 of 3 |
Author: | bjornvil [ Thu 22. Feb 2007 16:23 ] |
Post subject: | Hætt við Klámráðstefnu |
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255022 Þetta er nú meira bullið. Ég hélt nú að Íslendingar væru nú þokkalega frjálslyndir upp til hópa. Það mætti halda að við værum orðið eitthverskonar steingelt fasistaþjóð. Og það að saka þetta fólk um að framleiða barnaklám og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta fólk ætlaði bara að koma til Íslands og skemmta sér eins og hver annar ráðstefnuhópur. Þar sem þau vinna sína vinnu og framleiða þetta efni er þetta löglegt og þau borga skatta af sínum launum eins og annað fólk tel ég nú víst. Mér finnst að við sem Íslendingar ættum að skammast okkar fyrir svona framkomu. Og Reykvíkingar fyrir svona þröngsýnan borgarstjóra. Ég er ekki að tala um að neinn af æðstu mönnum þjóðarinnar eða Reykjavíkurborgar ætti að leggja blessun sína yfir þetta, mér finnst bara að þetta sé eitthvað sem yfirvöld ættu ekkert að vera að skipta sér af í eins þróuðu og nútímalegu samfélagi eins og okkar. Ég veit að þetta eru starfsmenn í KLÁM iðnaði. So What! Ég er alveg viss um að hingað hefur komið verra fólk í virðulegri erindagjörðum en þetta. |
Author: | IceDev [ Thu 22. Feb 2007 16:29 ] |
Post subject: | |
Þarna er ég nákvæmlega sammála þér Ég var einmitt að bera þessu saman um að hvernig þætti fólki ef að hvalveiðimenn væru barasta bannaðir úr meirihluta heimsins fyrir vinnu þeirra? Þá væri þetta mál litið öðrum augum Mér þykir þetta hálfgerð skömm en aftur á móti býst ég við að Radisson SAS hafi þann möguleika að neita þjónustu við hvern sem er Samt sem áður skandall Ég hafði líka orð á því um daginn að það var heilsíða í blaðinu á konudaginn? eða eitthvað þvíumlíkt sem stóð stórum stöfum "AÐEINS KONUR FÁ 5kr AFSLÁTT AF BENSÍNI Í DAG" Það var lítið fjaðrafok út af því... Mér þætti gaman að sjá aðra útgáfu af þessu á bóndadegi og sjá beiðnir um afsakanir, spjallþætti fyllast af úrillum konum og þesskonar fjölmiðlasirkus SVEI! |
Author: | basten [ Thu 22. Feb 2007 16:30 ] |
Post subject: | |
Nákvæmlega!!! Hvað ef eigendur spilavíta í Las Vegas ætluðu að hittast hérna og ræða málin? Spilavíti eru bönnuð hér á landi en ég er ekki alveg að sjá það fyrir mér að stjórnvöld og femínistar myndu keppast um að mótmæla komu þeirra. Gott að við erum jafn opið land og Íran og N-Kórea. |
Author: | Djofullinn [ Thu 22. Feb 2007 16:33 ] |
Post subject: | |
Gæti ekki verið meira sammála ykkur. Þvílíka helvítis bullið. Stundum skammast maður sín fyrir að vera íslendingur.... |
Author: | bjornvil [ Thu 22. Feb 2007 16:34 ] |
Post subject: | |
Af snowgathering.com Now tell me what's Worse? Allow whale slaughter ![]() Endangered whales slaughtered against their own will! or Porn stars having a good time ![]() Porn stars voluntary having a good time! Svo satt |
Author: | jens [ Thu 22. Feb 2007 16:34 ] |
Post subject: | |
Og ég sem var búinn að plana ferð í bláalónið um helgina, bara svona í ganni ![]() |
Author: | zazou [ Thu 22. Feb 2007 16:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er svartur dagur fyrir frelsið... 1:0 fyrir teprum/fasistum/femínistum. |
Author: | basten [ Thu 22. Feb 2007 16:41 ] |
Post subject: | |
Nákvæmlega!! Þessar hvalveiðar eru svo sér kapítuli útaf fyrir sig. Held að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að stunda þær. Get ekki ímyndað mér að þetta sé gott fyrir ímynd landsins til lengri tíma litið og veiðarnar hljóta að hafa þónokkur áhrif á ferðamannaiðnaðinn hér á landi sem hefur farið vaxandi ár eftir ár. |
Author: | Chrome [ Thu 22. Feb 2007 16:46 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Aron Andrew [ Thu 22. Feb 2007 16:49 ] |
Post subject: | |
Feministar fá sínu fram en einu sinni ![]() |
Author: | zazou [ Thu 22. Feb 2007 17:29 ] |
Post subject: | |
OT: basten wrote: Nákvæmlega!! Þessar hvalveiðar eru svo sér kapítuli útaf fyrir sig.
Held að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að stunda þær. Get ekki ímyndað mér að þetta sé gott fyrir ímynd landsins til lengri tíma litið og veiðarnar hljóta að hafa þónokkur áhrif á ferðamannaiðnaðinn hér á landi sem hefur farið vaxandi ár eftir ár. Orð, reyndar er því miður búið að tengja hvalveiðimáliðið við þjóðernisvitund/stolt. |
Author: | ValliFudd [ Thu 22. Feb 2007 17:40 ] |
Post subject: | |
Ég bara skil ekki hvað gerðist hér! ![]() ![]() |
Author: | Wolf [ Thu 22. Feb 2007 17:51 ] |
Post subject: | . |
Það sem maður er orðinn viðbjóðslega pirraður á svona fjandans tepruskap. Það eru fáir meira óþolandi en feministar!!! Það benti ekkert til þess að þessi hópur ætlaði að fremja einhvern glæp,,, algjör skandall að úthýsa þeim, og slæm landkynning fyrir aðra hópa sem kynnu að vilja koma hingað. |
Author: | Arnarf [ Thu 22. Feb 2007 18:09 ] |
Post subject: | |
Týpískt... Eigum við kallarnir ekki núna að reyna úthýsa öllum erlendum feministum sem vilja koma hingað til lands? |
Author: | ice5339 [ Thu 22. Feb 2007 18:39 ] |
Post subject: | |
Þetta er svo týbískt fyrir smáborgahættina hérna á landi. Hvað eru íslendingar allt í einu að þykjast vera siðapostular og talsmenn hreinna lifnaðarhátta og á móti kynlífi osf. Íslendingar eru nú jafnan ekki alveg þekktir fyrir að stunda aldrei kynlíf fyrir giftingu sko. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |