bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Í sambandi við sjúkrabíla og yndislega kanta
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=20448
Page 1 of 1

Author:  IceDev [ Wed 21. Feb 2007 21:55 ]
Post subject:  Í sambandi við sjúkrabíla og yndislega kanta

Flestir okkar hafa lent í því að víkja fyrir sjúkrabíl.

Sumir vita að það oft eru kantar við slíkar aðstæður afar óhagstæðir fyrir fallegar felgur.

Allavega, ég hika ekki við að dúndra upp á kant til að hleypa sjúkrabíl á undan hinsvegar hef ég oft spáð í því hvað myndi gerast fái maður hið yndislega exem er oft er kallað "Curb rash"

Hvað gerir maður við slíkar aðstæður?

Þ.e.a.s ef maður dúndrar upp á kant til að veita forgang en skemmir svo máski eitthvað bílinn?

Ég var einmitt að horfa á í dag þegar að nýlegur range rover hörfaði á kant sem var töluvert hár fyrir venjulega bíla til að ráða við.

Enn og aftur vil ég segja, ég hika ekki við að víkja fyrir sjúkrabílum þrátt fyrir að það valdi tjóni á bílnum enda mannslíf töluvert meira virði heldur en felgur eða smátjón á bíl. En ef svo óheppilega vill til að það gerist hefur maður þá einhverja tryggingu varðandi slíkt?

Author:  arnibjorn [ Wed 21. Feb 2007 21:58 ]
Post subject: 

Ég hef OFT spáð í þessu!

Sérstaklega þegar ég átti svarta Mtech bílinn.. þú myndir ekki bara skemma felgu heldur gætiru skemmt eitthvað miklu meira á svona lágum bíl. Ég hreinlega kæmist ekki uppá kannt :?

Svo núna er ég að fara fá jafn lágan bíl.. þá byrja ég að spá í þessu aftur!

Author:  ömmudriver [ Wed 21. Feb 2007 22:04 ]
Post subject: 

Bara gefa í, lenti einu sinni í þessu á sjöunni þegar hún var á sumarblinginu og þá gaf ég í og beygði inn á næstu gatnamótum, var bara alls ekki fyrir :wink:

Author:  IceDev [ Wed 21. Feb 2007 22:05 ]
Post subject: 

Stundum er það bara ekki möguleiki :?

Author:  arnibjorn [ Wed 21. Feb 2007 22:09 ]
Post subject: 

IceDev wrote:
Stundum er það bara ekki möguleiki :?


Já nkl, getur verið að maður sé stopp á ljósum og eina leiðin til að víkja er að klessa á næsta bíl eða keyra uppá kannt og skemma eitthvað. :?

Author:  Steini B [ Wed 21. Feb 2007 22:16 ]
Post subject: 

Ég fann uppá helvíti sniðugri aðferð...


Ekki búa í bænum!!!!... :lol:

Author:  Kristjan PGT [ Wed 21. Feb 2007 22:21 ]
Post subject: 

Steini B wrote:
Ég fann uppá helvíti sniðugri aðferð...


Búa ekki í bænum!!!!... :lol:


Frekar rústa ég felgu en að þurfa að keyra í tvo tíma í hvert skipti sem mig langar að kíkja á smá djamm eða í bíó..

(ekki að þetta sé vandamál á súkkunni 8) )

Author:  Steini B [ Wed 21. Feb 2007 22:32 ]
Post subject: 

Kristjan PGT wrote:
Steini B wrote:
Ég fann uppá helvíti sniðugri aðferð...


Búa ekki í bænum!!!!... :lol:


Frekar rústa ég felgu en að þurfa að keyra í tvo tíma í hvert skipti sem mig langar að kíkja á smá djamm eða í bíó..

(ekki að þetta sé vandamál á súkkunni 8) )

Ekki mundi ég heldur nenna að keira alltaf í 2 tíma til að fara á djamm eða í bíó... Þarf þess heldur ekkert... :lol:
Það er bíó hérna, og það er alveg hægt að djamma hérna, svo er maður ekki nema 30 mín á milli... :lol:

Author:  íbbi_ [ Wed 21. Feb 2007 23:48 ]
Post subject: 

hann er tvo tíma á súkkuni sko :P

Author:  Taxi [ Fri 23. Feb 2007 00:10 ]
Post subject: 

nýlegur range rover hörfaði á kant sem var töluvert hár fyrir venjulega bíla ( Frá Icedev )

Held nú að megnið af þessu fólki sem ekur um á nýlegum Hlandroverum séu ekki að spá í tjóni á einni felgu, segja frekar hetjusöguna þegar það reddaði sjúkrabílnum framhjá af því þau voru á jeppa :)

Author:  Lindemann [ Fri 23. Feb 2007 13:58 ]
Post subject: 

já alltaf gott þegar fólk getur huggað sig við það að 15 milljóna króna jeppinn þeirra bjargaði lífi einhvers :lol:

Author:  ValliFudd [ Fri 23. Feb 2007 14:00 ]
Post subject: 

Ég er búinn að búa í höfuðborginni í þónokkur ár og alla mína bílprófstíð (einhver 8 ár eða svo).. og held að ég hafi einu sinni þurft að skella mér uppá gangstétt... Og þá var mér nú nokkuð sama hvað kæmi fyrir handónýta Lancerinn minn og ryðguðu stálfelgurnar sem undir honum voru :lol:

Oftast gengur þetta mjög smooth fyrir sig og í flestum tilfellum er algjör óþarfi að skutla sér uppá gangstéttar. En sumir panika bara og gera "bara eitthvað"....:)

Author:  drolezi [ Fri 23. Feb 2007 18:37 ]
Post subject: 

Vallarhverfið í Hafnarfirði er hroðbjóður hvað þetta varðar. Held það sé barasta hvergi verra en þar. Þar gæti það borgað sig að gefa í að næsta hringtorgi sem er oftast sem betur fer frekar stutt í þannig að bílalestir verða ekkert afskaplega langar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/