bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tollar enn og aftur....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=19149
Page 1 of 1

Author:  bimmer [ Thu 21. Dec 2006 23:17 ]
Post subject:  Tollar enn og aftur....

Hvaða gjöld eru á hlutum eins og spoilerum, diffuserum, etc.?

Author:  gstuning [ Thu 21. Dec 2006 23:32 ]
Post subject: 

ef það er tollur er það 7.5%
það er 15% vörugjald á vara/aukahlutum fyrir bíla.
svo vsk.

Tollur er ekki frá EU

Author:  bimmer [ Fri 22. Dec 2006 00:06 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
ef það er tollur er það 7.5%
það er 15% vörugjald á vara/aukahlutum fyrir bíla.
svo vsk.

Tollur er ekki frá EU


Ok, þannig að ef ég er að taka t.d. spoiler fá USA þá þarf ég að
borga í toll 7.5%, svo 15% vörugjald og svo vsk, alls 54% ?

Author:  HAMAR [ Fri 22. Dec 2006 07:54 ]
Post subject: 

www.shopusa.is er með reiknivél sem sýnir mismunandi tolla og gjöld á alla vöruflokka sem skattmann hefur búið til :(
Reyndar held ég að þeirra þóknun komi inní verðið líka.

Author:  gstuning [ Fri 22. Dec 2006 09:18 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
gstuning wrote:
ef það er tollur er það 7.5%
það er 15% vörugjald á vara/aukahlutum fyrir bíla.
svo vsk.

Tollur er ekki frá EU


Ok, þannig að ef ég er að taka t.d. spoiler fá USA þá þarf ég að
borga í toll 7.5%, svo 15% vörugjald og svo vsk, alls 54% ?


Já . ((spoiler + flutningur)*1,075*1,15*1,245)+tollskýrlusgerð og önnur local gjöld

Author:  Svessi [ Fri 22. Dec 2006 19:25 ]
Post subject: 

HAMAR wrote:
www.shopusa.is er með reiknivél sem sýnir mismunandi tolla og gjöld á alla vöruflokka sem skattmann hefur búið til :(
Reyndar held ég að þeirra þóknun komi inní verðið líka.


Já, þeirra þóknun kemur inn í þetta verð og er ansi há hlutfallslega. Ég var búinn að reyna fá það uppúr þeim hve há hún væri en það var greinilega eitthvað svaka leyndó.

Mundu svo bara að ef þú lætur tollinn reikna út, þá getur þú fengið allskonar upphæðir, t.d. pantaði ég mér einu sinni CD spilara af netinu og svo þegar ég sótti hann átti ég að borga næstum jafn mikið í toll og spilarinn + sendingarkostaðurinn var. Fannst það frekar mikið og vildi fá að vita hver vörugjaldið og tollur væri í % og fékk þau svör að þetta væru flóknar tollaútreikningar sem ekki væri hægt að útskýra!!!

Svo bara sem dæmi þá pantaði systir mín tvær bækur í sitthvort skiptið, þetta var frá sömu netsíðu, gengið var það sama, kostu það sama, jafn stórar, bara bók númer 1 og númer 2 í fyrra skiptið borgaði hún um 850 kr og hitt um 600 kr

Author:  ta [ Fri 22. Dec 2006 21:24 ]
Post subject: 

mest óþolandi þegar maður er að kaupa ódýra
smáhluti sem lenda í tollskýrslugerð,sem kostar meira
en flutningur og varan samanlagt, bjánalegt kerfi
sem ég skammast mín ekkert fyrir að svindla á.

og ef þú ert þrjóskur og ætlar að gera þessa skýrslu
sjálfur , flokkarnir sem er búið að finna upp,,, vá maður
þvílikt beurocrazy, það á ekki að vera auðvelt.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/