bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Slæmt samband á þráðlausu neti?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18961
Page 1 of 1

Author:  ValliFudd [ Mon 11. Dec 2006 15:41 ]
Post subject:  Slæmt samband á þráðlausu neti?

Quote:
Tækni & vísindi | mbl.is | 11.12.2006 | 15:18
Jólaskrautið truflar netsambandið

Þessa dagana er ekki þverfótað fyrir jólaskrauti hvort sem um venjulega heimili er að ræða eða skrifstofur. Þótt jólaskrautið sé sett upp til að koma fólki í rétta jólaskapið þá getur það gert mörgum netnotendum, þ.e. þeim sem eru eru með þráðlaust net, lífið leitt. Ástæðan er sú að jólaskrautið getur dregið umtalsvert úr styrk þráðlausa netsins.

Þetta er kemur fram í rannsókn sem bandaríska tölvufyrirtækið Airmagnet gerði. Það mældi hvort einhverjar breytingar, sem gerðar voru á skrifstofum, myndu hafa áhrif á netstyrk þráðlausra nettenginga.

Niðurstaðan var sú að þegar jólaskrautið var sett upp dró úr styrk þráðlausa netsins um allt að 25%. Þá gat vegalengd netsambandsins styst um þriðjung auk þess sem ójöfn dreifing gat í einhverjum tilfellum dregið úr styrknum um 10%.

Það skal þó tekið fram að þetta er ekki einvörðungu bundið við jólaskrautið heldur hverskonar málmur sem hefur áhrif á styrk netsins. T.d. ef nýrri bókahillu úr einhverskonar málmi væri komið upp á skrifstofunni.

Málinu er þó ekki þar með lokið því lífrænir hlutir hafa einnig áhrif á sambandið. Þráðlaust net er notar tíðnina 2,4 gígaherts sem er sama tíðni og örbylgjuofnar nota. Lífrænir hlutir geta því gleypt þráðlausu útvarpsbylgjurnar ekki ósvipað þegar matur er hitaður í örbylgjuofni. Hann gleypir þá í sig örbylgjurnar.


Hringir í Símann, Hive eða Vodafone...
Þú: "Þráðlausa netið mitt er ekki að virka"
Starfsmaður: "Já, varstu að hita þér kanilsnúð? Það er hugsanlegt að kanilsnúðurinn sem er við hliðina á tölvunni þinni sé að trufla þráðlausa netið þitt!" eða "Já, það myndi líklega vera skrautið á jólatré nágrannans."

:lol: :lol: :lol:

Author:  Hemmi [ Mon 11. Dec 2006 17:06 ]
Post subject:  Re: Slæmt samband á þráðlausu neti?

jahérna, öllu er hægt að kenna um :P

Author:  Danni [ Mon 11. Dec 2006 19:58 ]
Post subject: 

ég er í medion tölvu. hún kom orginal með slow þráðlausu neti.

Author:  bragi1 [ Mon 11. Dec 2006 21:24 ]
Post subject: 

Netið hjá mér dettur stundum út. Ætli það gerist þá bara þegar liðið er að fá sér að éta í eldhúsinu? :lol:

Author:  Gunni [ Tue 12. Dec 2006 09:45 ]
Post subject: 

Þetta er samt svo mikið kjaftæði með þetta þráðlausa net. Þráðlausa netið
hjá mér er búið að vera eitthvað hálf leiðinlegt uppá síðkastið, og mig grunar
að routerinn sé orðinn þreyttur. Ég hringdi í þetta gríðarlega ferska þjónustuver
hjá Símanum og var að röfla yfir þessu. Þá sagði stúlkan sem ég talaði við
að þráðlaust samband væri bara mismunandi eftir húsum. Okei, en ég útskýrði
fyrir henni að þetta væri alveg jafn slæmt sama hvort ég væri við hliðina á
routernum eða inní herbergi (sem er btw. svona 7 metrum frá routernum.
Hún hélt nú að það skipti ekki máli því að þetta væri bara mismunandi eftir húsum.
Ég er ekki alveg að kaupa þessi rök.
Er eitthvað annað sem kemur til greina hjá mér annað en ónýtur router ?

Author:  ValliFudd [ Tue 12. Dec 2006 10:14 ]
Post subject: 

Breyta tíðni.. getur verið ÓTRÚLEGA margt sem getur verið að trufla..

Speedtouch 585 býst ég við að þú sért með.

http://192.168.1.254
user: admin
pass: admin

Niður í Wireless
Ofarlega hægra megin í Configure
Channel: breyta úr 1 í eitthvað annað... prófa sig smá áfram... valmöguleiki frá 1-13... mismunandi tíðnir.. Getur gert óóótrúlegustu hluti :)

Svo apply neðst og prófa.. þarft ekki að slökkva og kveikja á router :)


Svo má athuga eitt. t.d. er mjög slæmt að hafa hann nálægt þráðlausum síma t.d... Getur virkað fínt en getur líka verið hell stundum.

Svo er bara rosalega margt sem getur truflað. T.d. þráðlaust heimabíó, þráðlaus sjónvarpssendir o.s.frv..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/