bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BARA í lagi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18529
Page 1 of 2

Author:  gunnar [ Sun 19. Nov 2006 05:09 ]
Post subject:  BARA í lagi

Fleiri en ég hérna sem hafa notið sín í snjónum úti? Er búinn að blasta um alla borg og ég komst að því að bensínið er fljótt að fara í svona leikaraskap!

Vonandi verður þetta í einhvern tíma hjá okkur þessi blessaði snjór 8)

Author:  Aron Fridrik [ Sun 19. Nov 2006 05:49 ]
Post subject: 

bensínið mitt er nú bara lengur að fara.. ekkert átak á bílnum og ég gaf honum ekkert inn.. hann gerði þetta allt sjálfur :D

Author:  IceDev [ Sun 19. Nov 2006 07:14 ]
Post subject: 

Image

Image
Þetta er svona uþb 30-35 cm af snjó

Image


M fjöðrun ( örlítið lægri )

Beinskiptur

Afturhjóladrifinn


Hver segir svo að afturhjóladrifnir bílar drífa ekkert, keyrði fram hjá 4 bíla röð sem var pikkföst og allir framhjóladrifnir

Nokian Halapelltiaontallolaniiiikalleinaaonnloteeeknaootlakionaann dekkin að skila sínu! :) :) :)

Author:  HAMAR [ Sun 19. Nov 2006 09:57 ]
Post subject: 

Var að koma heim úr vinnunni á mínum 750i bíl og tók einmitt líka myndir af sköflunum sem ég keyrði í gegnum, þetta er alveg hrikalega gaman :D
Verst að allir halda að maður sé að ljúga þegar maður segir að BMW 750i sé einn albesti bíll í snjó sem ég hef ekið. :^o
Image

Author:  JonHrafn [ Sun 19. Nov 2006 10:26 ]
Post subject: 

snýst held ég meira um að kunna að keyra í snjó frekar að skella sökinni á hvoru megin drifið á bílnum er :þ

fullt af fólki er algert grænmeti þegar kemur að snjóakstri :/

Author:  JOGA [ Sun 19. Nov 2006 12:04 ]
Post subject: 

JonHrafn wrote:
snýst held ég meira um að kunna að keyra í snjó frekar að skella sökinni á hvoru megin drifið á bílnum er :þ

fullt af fólki er algert grænmeti þegar kemur að snjóakstri :/


Hef einmitt hlegið mig máttlausan af aksturslagi hjá fólki í snjó. Bensínið í botn og búa sér til einkaskautasvell á bílastæðinu heima. :lol:

En það þurfti endilega að springa á föstudaginn undir mínum, dekkið ónýtt og ég fann ekkert eins dekk í gær. Þannig að ég er á einu sumardekki að aftan.
Treysti mér svona eiginlega ekki út að keyra á þessu...

Author:  burgerking [ Sun 19. Nov 2006 12:05 ]
Post subject: 

var of upptekinn að vinna í winterbeaternum... ég og stóribró(vallidjöfull) vorum að rífa olíupönnuna undan e30bílnum hans... (úti btw) og þá skall á þessi stórhríð ... það var ((BARA)) kalt sko :(

Author:  moog [ Sun 19. Nov 2006 12:23 ]
Post subject: 

Djöfulsins snilld er að vera á iX bíl!!!

Þetta mokast í gegn gjörsamlega!

Author:  arnibjorn [ Sun 19. Nov 2006 12:25 ]
Post subject: 

Hættiði að monta ykkur!!

Ég er á tveimur bílum á sumardekkjum... annar framhjóladrifinn og hinn afturhjóla og ég dríf ekki RASSGAT! Festi citroen í gær þegar ég var á leiðinni heim og þurfi að labba síðustu 200 metrana :lol:

Author:  Djofullinn [ Sun 19. Nov 2006 15:23 ]
Post subject: 

Ég er ekki að fara NEITT í dag á mínum bílum :lol:


Bimmarnir á sumardekkjum og Renaultinn á lélegum heilsársdekkjum

Image
Image


Þetta er fjórði jeppinn sem ég sá fastan hérna fyrir utan á milli kl 12 og 14 :lol:

Image

Author:  Alpina [ Sun 19. Nov 2006 15:25 ]
Post subject: 

haha...jeppar

Author:  siggir [ Sun 19. Nov 2006 16:13 ]
Post subject: 

Er virkilega svona MIKILL snjór í bænum??? :shock: Það er ekki snjókorn á jörðinn hérna fyrir austan... :arrow:

:evil:

Author:  Benzer [ Sun 19. Nov 2006 16:38 ]
Post subject: 

Hér i eyjum i gærkvöldi var soldið af snjó og síðan þegar ég vakanði i morgun þá var hann bara farinn :D

Author:  Turbo- [ Sun 19. Nov 2006 17:57 ]
Post subject: 

minn er alveg fastur, enda á sumdekkjum ennþá
Image

Author:  Chrome [ Sun 19. Nov 2006 18:09 ]
Post subject: 

ég er líka lokaður fyrir neðan brekku í kópavogi :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/