bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þráður vikunar: Hverju safnið þið?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18413
Page 1 of 6

Author:  IceDev [ Mon 13. Nov 2006 03:51 ]
Post subject:  Þráður vikunar: Hverju safnið þið?

Ég er nú ekki mikill safnari...

Safna Vans

Image

Safna líka BMW Magazine og bæklingum

Image

Og auðvitað miðum með númerum sem minna mig á eitthvað ( án efa eitt það skrítnasta sem hægt er að safna )

Image

Hverju safnið þið svo?

Endilega koma með myndir :P

Author:  fart [ Mon 13. Nov 2006 05:44 ]
Post subject: 

Ég á ekki mynd af því en ég á nánast alla mynt sem hefur verið gefin út á Íslandi. Byrjar frá því um 1900.

Author:  ömmudriver [ Mon 13. Nov 2006 06:47 ]
Post subject: 

Þar til fyrir nokkrum árum þá safnaði ég bílamódelum :lol: Á eitt af 850i 8)

Author:  Aron Andrew [ Mon 13. Nov 2006 07:59 ]
Post subject: 

Ég safna kveikjurum, á einhver 30-40 stykki en enga mynd af því.

Svo safna ég líka Bubba plötum, á þær allar 8)

Author:  HPH [ Mon 13. Nov 2006 08:38 ]
Post subject: 

Tónlistar Geisladiskum á um 250+stk og allt keipt löglega og engin skrifaður. á flest alla góðu Íslensku tónlistina sem gefin hefur verið út frá árinu 2000 þá meina ég að ég eigi ekki Sálina, greifana, SSól, skímó, DR.Mister... og þess háttar Gay-sveitaballabönd, er t.d. lítill bubba aðdávandi á bara 1 bubba disk, ég bara fíla ekki bubba því að hann er LAME solo. En Megas er :loveit: (mitt álit)
Svo safan ég smáklínki á s.s. 1kr og 5kr á 2stk af 2l flöskum fullar af klínki. maður þarf að fara safna meira af Peningum ég held að það sé bara gott.
Svo er ég með græju fíkn og elska allt sem þarf rafmagn.

Author:  íbbi_ [ Mon 13. Nov 2006 09:09 ]
Post subject: 

ég safna nú eiginlega engu.. eða bara alveg engu :?

Author:  siggir [ Mon 13. Nov 2006 09:16 ]
Post subject: 

Ég safna bara peningum :roll:

Author:  moog [ Mon 13. Nov 2006 09:21 ]
Post subject: 

Hef verið að safna gítörum og kominn með ágætis safn. Er nú samt byrjaður að sía það eitthvað niður þar sem þetta var orðið dáldið plássfrekt :oops: :wink:

Á bara mynd af rafmagnsgítörunum.
Image

Author:  Einarsss [ Mon 13. Nov 2006 09:23 ]
Post subject: 

Ég er að safna bringuhárum ... byrjaði á því sirka 15-16 ára ... kominn með góða mottu núna 8)

Author:  BjarkiHS [ Mon 13. Nov 2006 09:23 ]
Post subject: 

pennum
ég safna merktum pennum (s.s stimpluðum fyrirtækjum(já ég ræni öllum pennum sem ég sé :oops: ))

Author:  Ingsie [ Mon 13. Nov 2006 09:24 ]
Post subject: 

Hmm engu :? Safnaði einu sinni alltaf klinki :oops: á þetta eitthversstaðar heima hjá mömmu og pabba :lol:

Author:  Benzer [ Mon 13. Nov 2006 09:25 ]
Post subject: 

Ég er svona nýlega byrjaður að safna BMW módelum og á orðið 7 stk :D

Author:  gstuning [ Mon 13. Nov 2006 09:32 ]
Post subject: 

BMW pörtum ef þið sæjuð skúrinn minn,
enn ég er að reyna hætta ,, ég sver það

Author:  fart [ Mon 13. Nov 2006 09:32 ]
Post subject: 

þetta er nú meiri ,,,,,,,,,,,,HÁLFVITA,,,,,,,, þráðurinn






:lol:

Author:  jens [ Mon 13. Nov 2006 09:35 ]
Post subject: 

Tilkomu mikið gítarsafn, flottir Gibson Les Paul ekki satt.

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/