Var að tæma símann minn og set þetta að gamni hér inn til fróðleiks og uppörvunar,, smá skilgreining fylgir hverri,, og eru þær ekki í tímasettri röð,, heldur héðan og þaðan.. Bæði er um ferskeytlur (4 línu) og limrur (5 línu)að ræða
1) þarna voru sæmi og onno á leið niður á hringinn, ný búnir að sækja
S/C ONNO
Þruman bláa þræðir braut
þrýstir menn í sæti
sem þota framhjá öllu þaut
þeir ýlfruðu af kæti.
-----------------------------------
2) sama tilefni. sæmi sendi eitthvað sem stemdi ekki alveg,, en ég sendi þetta til baka,
Fjandi vel vinnur
virkilega finnur
stífur er og stinnur
sterkur hann spinnur
-----------------------------------
3) sendi þessa þegar sæmi var búinn að ná í IMOLA og var í farþegasætinu hjá Þórði
Sæmi í bílnum þar situr
segist þó ei vera bitur
í huga hans þýtur
sú hugsun er lýtur
um rennwagen sem rauður er litur
---------------------------------------
4) til Refsibræðra ((í gríni))
Á hringinn hrottar fara brátt
hræðslu þar þeir vekja
segast koma í friði og sátt
sögusagnir hrekja
----------------------------------
5) til Refsibræðra er þeir fóru í skoðunar túr hjá ALPINA
Í Buchloe þorpi í Bayernland
Bovensiepen stjórnar
gríðarlega gerir grand
grænu og bláu fórnar.
--------------------------
6) þegar refsibræður lentu í jailinu ((

))
Í dyflissu þeir dúsa nú
daprir á mömmu gráta
stutt er síðan stundin sú
stelpur í líki stráka
---------------------------
7) Refsibræður á A7
Á hraðbrautum þeir hroka sýna
hrækja löggu fésið í
svæsnir fyrir alla svína
sveittir buffa herja á ný.
--------------------------------

Refsibræður stopp við supermarket (ALDI)
Á roadster ryðja fólk úr vegi
rupla gamalmenni svo
dissa jafn á nóttu sem degi
dólgar sem sig eigi þvo
----------------------------------------
9) Enn og aftur Refsibræður
Ruddalegir refsibræður
ráðast inn á meginland
fantar líkt og fuglahræður
fúlir berja fólk í bland
---------------------------------------
10) Þórður hafði á orði að þegar hann náði í S/C ONNO og mátti bara fara í 4000 rpm og var að raða inn km, til að hann gæti FLOORAÐ búrið,, væri líkt og þegar porno fan væri með Jennu James fyrir framan sig nakta og ready og mætti ,,,,BARA ,,,,, horfa
Jenna James í sínu veldi
játast vill nú onno brátt
stappar stál að loknu kveldi
stjarfur jafnast á við drátt.
--------------------------------
11) þessa sendi Svezel á mig er þeir voru á hótelinu um kvöldið
og vísurnar gengu á milli Nürburgring og Íslands ((helvíti góð hjá honum))
Staðnir saman stöðugir
stinga saman nefjum
fákar bara fjörugir
fengin enginn sefjun
-----------------------------
12) sæmi sendi þessa
að ári hérna verðum við
allir hressir saman
erfið er samt þessi bið
en guð hvað verður gaman
---------------------------------
13) sæmi sendi líka þessa ((MJÖG góð))
Sitja saman fjórir hér
samt þá vantar suma
gaman hérna þætti þér
þú þig mundir pluma
--------------------------------
14) Þessi sendi Smári Ludvigsson er hann var að ná í M5 ((silverstone))
Fantagóð er fimman sú
fyrst þú þarft að spyrja
allt með stæl er staðið nú
strokkar átta kyrja
----------------------------------
15)Þessa sendi ég á marga er ég keypti E500
Hálfan Porsche hef ég nú
hurðar fjórar lokast
hestöfl yfir hundruð þrjú
helling áfram mokast.
-------------------------------
16) fékk þessa um hæl frá Smára
Hálfan Porsche hef ég keypt
hurðar lokast fjórar
hesti hef ég áður hleypt
helling klárinn þjórar.
----------------------------
17) Smári sendi þessa þegar ég fór frá honum og hringdi svo í hann og sagðist hafa tekið 996 cabrio á ferðinni ((mega sáttur))
Feykigóð vísa sem sannarlega átti vel við
Með breiði brosi burtu fer,
brunar benzinn hlaðinn
Sveinka draumur svartur er
sver skal hann nú staðinn
--------------------------------
18) Að lokum ný útgáfa af Snatavísum eftir Smára Ludvigsson
sem setti þær hreint meistaralega í þessa útgáfu eftir að ég var búinn að ganga með votan draum um að fá OZ undir E500, sem varð að veruleika
eftir að mikil vísuskot báru tilætlaðann árangur
heyrðu mig nú miðlari
mæti vinur kæri
blóðlangar í blingari
blakkur vel þær bæri
jæja þá í þetta sinn
þér er heimilt álið
mikils met ég vinskapinn
mestu skiptir málið
LOKAORÐ,, Refsibræður fengu það óþvegið en sumt ..ekki... allt er skáldskapur og er vonast að lesendur sjái í gegn um þá þætti
ps.. hellingur og meira er til en látum þetta duga