bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Umferðarlögin hert https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18223 |
Page 1 of 2 |
Author: | siggir [ Wed 01. Nov 2006 17:38 ] |
Post subject: | Umferðarlögin hert |
Quote: Mögulegt verði að leggja hald á ökutæki
Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum nr. 540/1987 eru nú tilbúin til umsagnar en breytingunni er ætlað að herða viðurlög vegna hraðakstursbrota, koma á þrepaskiptum ökuleyfisréttingum og leggja mögulega hald á ökutæki við ítrekuð brot. Veittur verður umsagnarfrestur til 10. nóvember næstkomandi, segir á vef samgönguráðuneytisins. Í umræðum í þjóðfélaginu undanfarin misseri hefur ítrekað komið fram krafa um að hert verði viðurlög við umferðarlagabrotum ekki síst ofsaakstri og afleiðingar slíks háttalags. Frumvarpinu er ætlað að breyta viðurlagakafla umferðarlaganna einkum vegna hraðakstursbrota. Í frumvarpinu er lagt til að tekið verði sérstaklega hart á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða jafnframt því sem settar verði reglur um auknar sektir þegar í hlut eiga ökumenn sem stjórna stórum ökutækjum, segir á vefnum. Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er að bráðabirgðaökuskírteini verði gefin út til þriggja ára og að ráðherra geti sett reglur um ákveðnar takmarkanir á heimild byrjanda til að stjórna ökutæki. Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins. Getur ráðherra ákveðið hvort slíkar takmarkanir taki til byrjanda á gildistíma bráðabirgðaökuskírteinisins allt þar til hann verður 20 ára. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir heimild lögreglu til að leggja hald á ökutæki vegna grófra og ítrekaðra brota. Voru þar höfð hliðsjónar ákvæði dönsku umferðarlaganna um slíka heimild lögreglu. Ekki eru líkur á að oft muni reyna á slíkt ákvæði, en engu að síður er æskilegt að möguleiki sé fyrir hendi lögum samkvæmt til að grípa til slíkra aðgerða gagnvart síbrotamönnum í umferðinni. Tölur sýna að 28% af banaslysum í umferðinni á árunum 1998-2005 voru af völdum ökumanna upp að 24 ára aldri, og er þessu frumvarpi ætlað að gera auknar kröfur til þessa hóps í því skyni að auka öryggi í umferðinni. Helstu nýmæli eru að lagt er til að bráðabirgðaskírteini gildi nú í þrjú ár í stað tveggja áður en þó verður enn möguleiki fyrir þann sem ekki hefur gerst brotlegur við umferðarlög að fá fullnaðarskírteini við 18 ára aldur. Ennfremur kemur það nýmæli inn í frumvarpið, að lagt er til að beita skuli akstursbanni ef ungur ökumaður hefur fengið 4 eða fleiri refsipunkta vegna umferðarlagabrota. Þá myndi ungum ökumanni vera bannað að stjórna ökutæki þar til hann/hún hefur farið í ökunámskeið og tekið ökupróf að nýju. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1231911 Skref í rétta átt? Mér finnst þetta allt frekar jákvætt nema takmarkanir á akstri á ákveðnum tímum sólarhrings. Ég hef aðeins verið að fylgjast með umræðunni á l2c og þar ná menn ekki upp í nefið á sér af reiði. |
Author: | Arnarf [ Wed 01. Nov 2006 17:45 ] |
Post subject: | Re: Umferðarlögin hert |
Quote: Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins.
Haa? Fatta ekki alveg fjöldi farþega yngri en 20 ára takmarkaður? Og hvernig takmarkaður? Bara einn yngri en 20 ára fyrir utan bílstjóra? vá, það meikar sens |
Author: | siggir [ Wed 01. Nov 2006 17:47 ] |
Post subject: | Re: Umferðarlögin hert |
Arnarf wrote: Quote: Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins. Haa? Fatta ekki alveg fjöldi farþega yngri en 20 ára takmarkaður? Og hvernig takmarkaður? Bara einn yngri en 20 ára fyrir utan bílstjóra? vá, það meikar sens Held að það sé átt við að bílstjórar yngri en 20 megi bara taka ákveðið marga farþega ![]() |
Author: | Arnarf [ Wed 01. Nov 2006 17:55 ] |
Post subject: | Re: Umferðarlögin hert |
siggir wrote: Arnarf wrote: Quote: Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins. Haa? Fatta ekki alveg fjöldi farþega yngri en 20 ára takmarkaður? Og hvernig takmarkaður? Bara einn yngri en 20 ára fyrir utan bílstjóra? vá, það meikar sens Held að það sé átt við að bílstjórar yngri en 20 megi bara taka ákveðið marga farþega ![]() Þetta er allavega ekki góð setning, ég er allavega ekki viss hverju er verið að halda fram þarna. En það meikar ekkert sens að takmarka fjölda farþega... Eins og 19 ára strákur mætti ekki keyra ömmu+afa+pabba í leikhúsið eftir að þau fengu sér rauðvínsglas? Nema fara 2 ferðir.. og keyra þá hraðar í þessum 2 ferðum.. Það þarf ekki nema einn vitlausan farþega til að eggja upp bílstjóra.. ef það er verið að pæla í þannig dóti |
Author: | Thrullerinn [ Wed 01. Nov 2006 18:15 ] |
Post subject: | Re: Umferðarlögin hert |
Arnarf wrote: siggir wrote: Arnarf wrote: Quote: Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins. Haa? Fatta ekki alveg fjöldi farþega yngri en 20 ára takmarkaður? Og hvernig takmarkaður? Bara einn yngri en 20 ára fyrir utan bílstjóra? vá, það meikar sens Held að það sé átt við að bílstjórar yngri en 20 megi bara taka ákveðið marga farþega ![]() Þetta er allavega ekki góð setning, ég er allavega ekki viss hverju er verið að halda fram þarna. En það meikar ekkert sens að takmarka fjölda farþega... Eins og 19 ára strákur mætti ekki keyra ömmu+afa+pabba í leikhúsið eftir að þau fengu sér rauðvínsglas? Nema fara 2 ferðir.. og keyra þá hraðar í þessum 2 ferðum.. Það þarf ekki nema einn vitlausan farþega til að eggja upp bílstjóra.. ef það er verið að pæla í þannig dóti "takmörkun á afli hreyfils bílsins." þetta er ágætis hugmynd! |
Author: | iar [ Wed 01. Nov 2006 18:15 ] |
Post subject: | Re: Umferðarlögin hert |
Arnarf wrote: siggir wrote: Arnarf wrote: Quote: Yrðu þær takmarkanir bundnar við ákveðinn tíma sólarhrings, takmarkaður yrði fjöldi farþega yngri en 20 ára og takmörkun á afli hreyfils bílsins. Haa? Fatta ekki alveg fjöldi farþega yngri en 20 ára takmarkaður? Og hvernig takmarkaður? Bara einn yngri en 20 ára fyrir utan bílstjóra? vá, það meikar sens Held að það sé átt við að bílstjórar yngri en 20 megi bara taka ákveðið marga farþega ![]() Þetta er allavega ekki góð setning, ég er allavega ekki viss hverju er verið að halda fram þarna. En það meikar ekkert sens að takmarka fjölda farþega... Eins og 19 ára strákur mætti ekki keyra ömmu+afa+pabba í leikhúsið eftir að þau fengu sér rauðvínsglas? Nema fara 2 ferðir.. og keyra þá hraðar í þessum 2 ferðum.. Það þarf ekki nema einn vitlausan farþega til að eggja upp bílstjóra.. ef það er verið að pæla í þannig dóti Þetta er líklega svipað og í Kanada: http://www.mto.gov.on.ca/english/dandv/ ... index.html |
Author: | IceDev [ Wed 01. Nov 2006 18:22 ] |
Post subject: | |
Af því sem ég skil þetta er að ökumenn undir 20 ára aldri mega bara vera með ákveðið marga jafnaldra eða 20 ára með sér, sé maður eldri en 20 ára þá mega þeir vera með Þannig að: Nonni(17 ára) með vinum sínum 3x 17-18 ára klukkan 3 um nóttina = bannað Nonni ( 17 ára ) með foreldrum sínum 2x 40 ára klukkan 3 um nóttu = Í lagi Svosem sniðugt consept en ég veit samt ekki með þetta Þoli ekki þegar að nokkur sniðug concept eru hnýtt saman í slæman pakka, það er nógu dýrt að vera tekinn í dag fyrir hraðakstur. Oft eru heldur ekkert samrými á milli löglegs hraða og veghraða. T.d vegurinn við BSÍ...ÞAR ER FRIGGIN 60-70 á 3 akreina vegi! Það mætti halda að vegagerðin viti ekki af þjóðveginum sem er 1 akrein í hvora átt...og að þar sé 90km löghraði Hinsvegar er ég alveg hlynntur því að ungir ökumenn mega bara vera með ákveðið öfluga bíla. |
Author: | RamLing [ Wed 01. Nov 2006 18:31 ] |
Post subject: | |
Gefa út veiðileyfi á lögguna og stjórnvöld ![]() |
Author: | Los Atlos [ Wed 01. Nov 2006 18:38 ] |
Post subject: | |
Þessir hottintottar þarna á alþinginu vita ekkert í sinn haus. Hvað ef Nonni er á næturvakt og ætlar að skreppa í 10 11 og kaupa sér eitthvað að éta kl 3 um nótt. Þetta er nú ekki allveg nógu úthugsað hjá þeim. Þessi ofsakstur er mikið til vegna þess að það eru ekki neinar akstursbrautir þar sem menn geta tjekkað á því hvað bílarnir komast hratt o.s.f.r. Þetta myndi stórminnka ef það kæmu nokkrar svona brautir hérna á klakann, sumir sem ég hef talað við segja þetta sé bara kjaftæði og fólk myndi þá bara kunna á bílana sína betur og færi að þjösna þeim meira innanbæjar en það er bara ekki þannig í flestum tilfellum. ef fólk er að læra á bílana sína í öruggu umhverfi laust við aðra umferð, staura, kantsteina og fleiri þannig slisavalda þá má alveg gera mistök. í hinu raunverulega umhverfi má varla gera nein minnstu mistök án þess að illa fari og þegar illa fer kostar það yfirleitt altaf mikla peninga. Ég er viss um að margir þekkja það af eigin reinslu. |
Author: | siggir [ Wed 01. Nov 2006 19:40 ] |
Post subject: | |
Los Atlos wrote: Þessir hottintottar þarna á alþinginu vita ekkert í sinn haus. Hvað ef Nonni er á næturvakt og ætlar að skreppa í 10 11 og kaupa sér eitthvað að éta kl 3 um nótt. Þá á Nonni að biðja mömmu sína um að smyrja handa honum nesti og skutla honum svo í vinnuna. Los Atlos wrote: Þessi ofsakstur er mikið til vegna þess að það eru ekki neinar akstursbrautir þar sem menn geta tjekkað á því hvað bílarnir komast hratt o.s.f.r.
Þetta myndi stórminnka ef það kæmu nokkrar svona brautir hérna á klakann, sumir sem ég hef talað við segja þetta sé bara kjaftæði og fólk myndi þá bara kunna á bílana sína betur og færi að þjösna þeim meira innanbæjar en það er bara ekki þannig í flestum tilfellum. ef fólk er að læra á bílana sína í öruggu umhverfi laust við aðra umferð, staura, kantsteina og fleiri þannig slisavalda þá má alveg gera mistök. í hinu raunverulega umhverfi má varla gera nein minnstu mistök án þess að illa fari og þegar illa fer kostar það yfirleitt altaf mikla peninga. Ég er viss um að margir þekkja það af eigin reinslu. Mikið til í þessu. Til þess eru kvartmílubrautin og leikdagarnir. Svo er (vonavonavona) alvöru braut á leiðinni. |
Author: | Þórir [ Wed 01. Nov 2006 19:59 ] |
Post subject: | Snillingur |
RamLing wrote: Gefa út veiðileyfi á lögguna og stjórnvöld
![]() Þú ert nú meiri snillingurinn. Er það löggan sem semur þessar reglur? Er semsagt við þann að sakast sem er látinn framfylgja þessu bulli? Þvílíkt og annað eins rugl hef ég sjaldan séð fullorðið fólk láta út úr sér! |
Author: | Qwer [ Wed 01. Nov 2006 20:05 ] |
Post subject: | |
Mér finnst þetta ágætis... kemur í ljós hvernig lögin verða í raun þegar þau komast á koppinn, ekkert útséð með það hvernig þau verða ennþá er það? Mér finnst þetta með aflhreyfils mjög gott atriði, en fatta samt ekki alveg afhverju það ætti að takmarka farþegar undir 20 ára aldri í bílnum, en það er svona í BNA og virðist virka vel það. þannig að það má vel prufa þetta... |
Author: | siggir [ Wed 01. Nov 2006 21:53 ] |
Post subject: | |
Qwer wrote: Mér finnst þetta ágætis... kemur í ljós hvernig lögin verða í raun þegar þau komast á koppinn, ekkert útséð með það hvernig þau verða ennþá er það?
Mér finnst þetta með aflhreyfils mjög gott atriði, en fatta samt ekki alveg afhverju það ætti að takmarka farþegar undir 20 ára aldri í bílnum, en það er svona í BNA og virðist virka vel það. þannig að það má vel prufa þetta... Það var gerð rannsókn á þessu í Bretlandi og þar komust þeir að því að 17-24 ára eru 50% líklegri til að lenda í slysi ef það er einhver með þeim í bílnum. |
Author: | Qwer [ Wed 01. Nov 2006 21:58 ] |
Post subject: | |
Quote: Það var gerð rannsókn á þessu í Bretlandi og þar komust þeir að því að 17-24 ára eru 50% líklegri til að lenda í slysi ef það er einhver með þeim í bílnum.
Þá er bara um að gera að minka það hvað´fólk undir 20 getur haft af vinum sínum með sér í bílnum. |
Author: | mattiorn [ Wed 01. Nov 2006 22:00 ] |
Post subject: | |
Qwer wrote: Quote: Það var gerð rannsókn á þessu í Bretlandi og þar komust þeir að því að 17-24 ára eru 50% líklegri til að lenda í slysi ef það er einhver með þeim í bílnum. Þá er bara um að gera að minka það hvað´fólk undir 20 getur haft af vinum sínum með sér í bílnum. !! sem er einmitt það sem verið er að tala um !! |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |