bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Enn er bætt gráu ofan á svart https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18221 |
Page 1 of 2 |
Author: | IceDev [ Wed 01. Nov 2006 14:13 ] |
Post subject: | Enn er bætt gráu ofan á svart |
Quote: Lýst eftir ræningjum í Reykjavík
Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö auðgunarbrot í borginni. Tildrögin eru þau að í gærmorgun var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi klukkan 5.59 en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg klukkan 7.17. Talið er líklegt að gerendur séu hinir sömu í báðum tilfellum. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga. Hvorugur þeirra var með fjármuni en mennirnir stálu farsímum þeirra. Talið er að ofangreindir menn séu á aldrinum 16-19 ára. Einn var 180-183 cm á hæð með brúnt, stuttklippt hár. Hann er jafnframt sagður sólbrúnn og hugsanlega með brún augu. Hann var í hvítri skyrtu með röndum, hugsanlega köflóttri. Annar þessara manna var um 170 cm á hæð, búlduleitur og brúnhrokkinhærður. Talið er að hann hafi klæðst blárri peysu. Þriðja manninum er lýst jafnháum, eða 170 cm á hæð, en hann er sagður grannleitur með brúnt, stutt hár. Samkvæmt lýsingu voru mennirnir á svartri BMW-bifreið, fjögurra dyra með skyggðar afturrúður. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hverjir kunna að hafa verið þarna að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 843-1214 eða 444-1102. Bölvaðir pappakassar, að ræna vinnandi fólk...og rænandi símum af öllum hlutum! Reyndar finnst mér skrítið að það sé ekki nánari upplýsingar um bílinn, t.d árgerð og týpa. |
Author: | ///MR HUNG [ Wed 01. Nov 2006 14:49 ] |
Post subject: | |
Jæææja...Þá er best að leggja Emma í nokkra daga ![]() |
Author: | Benzer [ Wed 01. Nov 2006 14:49 ] |
Post subject: | |
Ætli það verði ekki þannig að allir á svörtum BMW með dökkar afturrúður verði nú stoppaðir ![]() |
Author: | bjahja [ Wed 01. Nov 2006 14:52 ] |
Post subject: | |
Af hverju horfir fólk ekki frekar á bílnúmerið en merkið á bílnum...... |
Author: | HAMAR [ Wed 01. Nov 2006 14:57 ] |
Post subject: | |
Ég var eltur af löreglunni í vinnuna kl. 1 í gærkvöld. En ekki vildu þeir tala við mig, stoppuðu bara við hliðina á mér fyrir utan vinnuna og bökkuðu svo í burtu. |
Author: | Danni [ Thu 02. Nov 2006 07:08 ] |
Post subject: | |
Haha nóg að gera hjá löggunni framundan. Heill hellingur af svörtum 4 dyra BMW-um með skyggðar afturrúður ![]() |
Author: | HAMAR [ Thu 02. Nov 2006 08:22 ] |
Post subject: | |
Var bíllinn ÖRUGGLEGA á verkstæðinu ALLAN tíman ? ![]() |
Author: | adler [ Thu 02. Nov 2006 11:39 ] |
Post subject: | |
Það er spurning hvort að maður fái ekki starf hjá póstinum í einhverja daga alveg væri ég til í smá-- ![]() |
Author: | RamLing [ Thu 02. Nov 2006 12:24 ] |
Post subject: | |
hmm... bíllin minn á að vera á sölu ![]() |
Author: | ValliFudd [ Thu 02. Nov 2006 12:36 ] |
Post subject: | |
Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun: Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því. Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns. Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L. Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það! vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar.. |
Author: | Stanky [ Thu 02. Nov 2006 12:40 ] |
Post subject: | |
ValliFudd wrote: Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:
Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því. Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns. Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L. Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það! vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar.. Lögreglustjórinn fer yfir þetta líklega með ökumanninum þegar hann sér ökuritann! ![]() kv, haukur |
Author: | Schulii [ Thu 02. Nov 2006 13:32 ] |
Post subject: | |
ValliFudd wrote: Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:
Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því. Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns. Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L. Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það! vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar.. Veist þú eitthvað útaf hverju þeir voru að stoppa þennan bíl? Ertu þú ekki að sýna heimsku þína að þykjast vita betur en lögreglan hvernig þeir eiga að gera hlutina þó að þú vitir ekkert hvað lá að baki þessu aksturslagi þeirra? Jájá, líklegast áttu þeir að vera með ljósin á en veistu, ég bara veit það ekki!! Ég get reynt að ímynda mér hvað er að gerast þegar ég sé lögreglubíl á fleygiferð á eftir öðrum bíl en í raun er ég bara ekki í þeirri aðstöðu að geta fellt endanlegan dóm um málið, hvað þá að fara á internetið og fullyrða að þarna hafi heimskir menn verið á ferðinni!! Mér er farið að þykja standardinn hérna á Bmwkraftur.is ansi lár og hefur farið versnandi undanfarna mánuði. Ég ÍMYNDA mér að það sé kannski útaf lækkandi meðalaldri notenda hérna á spjallinu en í raun VEIT ÉG ÞAÐ EKKI!!! Þannig að ég ætla ekki að fara að fullyrða neitt. |
Author: | gunnar [ Thu 02. Nov 2006 13:35 ] |
Post subject: | |
Skúli, er ekki það minnsta sem lögreglan getur gert að setja upp þessi blessuðu bláu ljós sín? Til hvers eru þeir eiginlega með þau ef þau á ekki að nota til að vara fólk við komu þeirra. Eins með sírenur. Lögreglan á Íslandi þarf ekkert að vera "dulbúin" eins og úti í útlöndum, það er ekkert grín að stinga af lögguna á Íslandi sökum hversu lítið okkar land er. |
Author: | Schulii [ Thu 02. Nov 2006 13:37 ] |
Post subject: | |
Það má vera að það sé rétt. Eins og ég segi þá veit ég það ekki. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum finnst mér hérna á spjallinu þar sem mér finnst menn vera "Góðir á svölunum" eins og einn góður vinur minn orðaði það eitt sinn! |
Author: | gstuning [ Thu 02. Nov 2006 14:02 ] |
Post subject: | |
Schulii wrote: Það má vera að það sé rétt. Eins og ég segi þá veit ég það ekki. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum finnst mér hérna á spjallinu þar sem mér finnst menn vera "Góðir á svölunum" eins og einn góður vinur minn orðaði það eitt sinn!
Lögreglan verður að setja forgangsljós á til að fá forgang, svo einfalt er það |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |