bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SALT.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=18167
Page 1 of 1

Author:  HPH [ Sun 29. Oct 2006 21:43 ]
Post subject:  SALT.

Þá er sá viðbjóður kominn á götur borgarinnar. :evil:
Var að keira áðan og sá Saltbílinn að salta.
En öllu slæmu fylgir oftast eitthvað gott með og það er Nú fara þeir bílar inn sem á eitthvað að gera cool við og bíða eftir vorinu :D

Author:  ValliFudd [ Sun 29. Oct 2006 23:43 ]
Post subject: 

og bílar eru víst byrjaðir að brenna aftur líka :lol:
sá einn in flames á háaleitisbrautinni áðan :) löggan kom fljótlega og fór að leika sér með slökkvitækið, en gerði samt takmarkað gagn...

ALLIR AÐ FÁ SÉR SLÖKKVITÆKI Í BURRAN... it's worth it... annað skiptið á nokkrum mánuðum sem ég sé eld að koma upp í bíl, og hlutir hefðu farið MUN betur ef viðkomandi hefði verið með tæki í bílnum..

p.s. nennti ekki að taka mynd, enda var þetta bara renault eða eitthvað svoleiðis dót :)

Author:  Thrullerinn [ Mon 30. Oct 2006 01:08 ]
Post subject: 

Já sá allt saltið, zetan fer því í geymslu og verður aðeins tekinn út í þurru :(

Author:  Schulii [ Mon 30. Oct 2006 01:30 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
og bílar eru víst byrjaðir að brenna aftur líka :lol:
sá einn in flames á háaleitisbrautinni áðan :) löggan kom fljótlega og fór að leika sér með slökkvitækið, en gerði samt takmarkað gagn...

ALLIR AÐ FÁ SÉR SLÖKKVITÆKI Í BURRAN... it's worth it... annað skiptið á nokkrum mánuðum sem ég sé eld að koma upp í bíl, og hlutir hefðu farið MUN betur ef viðkomandi hefði verið með tæki í bílnum..

p.s. nennti ekki að taka mynd, enda var þetta bara renault eða eitthvað svoleiðis dót :)


Já það er góð áminning að vera með slökkvitæki í bílnum. En þetta er nú kannski ekkert gamanmál. Þarna gæti einhver fjölskylda hafa verið að tapa bílnum sínum ótryggð fyrir slíku. Vona að svo hafi ekki verið og viðkomandi fái bílinn bættann.

Author:  ///M [ Mon 30. Oct 2006 01:36 ]
Post subject: 

mr.carebear bara mættur :lol:

Author:  Arnarf [ Mon 30. Oct 2006 02:29 ]
Post subject: 

Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

Author:  ValliFudd [ Mon 30. Oct 2006 02:53 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

undir bílstjórasæti er vinsæll staður.. og fljótlegt að ná í tækið :)
ég er ekki kominn með tæki sjálfur en það er næst á dagskrá.. Iar minnir mig vera með svoleiðis..

Festingar sem boltast bara í sætið held ég..

Author:  Jss [ Mon 30. Oct 2006 13:14 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Arnarf wrote:
Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

undir bílstjórasæti er vinsæll staður.. og fljótlegt að ná í tækið :)
ég er ekki kominn með tæki sjálfur en það er næst á dagskrá.. Iar minnir mig vera með svoleiðis..

Festingar sem boltast bara í sætið held ég..


Það er rétt hjá Valla, ég er líka með svona, mjög þægilegt að vita af þessu þarna.

Author:  jens [ Mon 30. Oct 2006 14:09 ]
Post subject: 

Ég er með tæki í bílnum hjá mér ( E30 ) og eru standard göt í bitanum undir stólnum fyrir tæki, ekkert að bora.

Author:  trolli [ Tue 31. Oct 2006 04:07 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Arnarf wrote:
Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

undir bílstjórasæti er vinsæll staður.. og fljótlegt að ná í tækið :)
ég er ekki kominn með tæki sjálfur en það er næst á dagskrá.. Iar minnir mig vera með svoleiðis..

Festingar sem boltast bara í sætið held ég..


stórefast um að það kæmist slökkvutæki undir sætið hjá mér. held að skottið sé málið

Author:  Einsii [ Tue 31. Oct 2006 08:54 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

Þessi "venjulega" trygging tryggir bara tjón á eigum annara og fólksins innan bílsins.. Hjálpar þér ekkert með bílinn þinn.
Þannig að eina sem reddar brenda bílnum þínum er kaskóið.. Bíll sem er ekki í kaskó er bara bættur ef keyrt er á hann og þá er hann bættur úr tryggingu hins bílsins.

Author:  Thrullerinn [ Tue 31. Oct 2006 12:40 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
Arnarf wrote:
Hvar eruði að geyma slökkvitækin í burrunum ykkar?
Keyptuði "slökkvitækja-festingu" í bílinn ykkar eða?

ps.
Gildir venjuleg trygging ekki ef bílar brenna? Hvað með kaskó?

Þessi "venjulega" trygging tryggir bara tjón á eigum annara og fólksins innan bílsins.. Hjálpar þér ekkert með bílinn þinn.
Þannig að eina sem reddar brenda bílnum þínum er kaskóið.. Bíll sem er ekki í kaskó er bara bættur ef keyrt er á hann og þá er hann bættur úr tryggingu hins bílsins.


Allir breyttir jeppar eiga að vera með slökkvitæki, ég þurfti að endurnýja
mitt fyrir síðustu skoðun.. :roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/