bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17991
Page 1 of 1

Author:  HPH [ Thu 19. Oct 2006 21:56 ]
Post subject:  15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann

http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?A ... 17084/1091
Þetta er Greinin. Tekið af Visir.is
Quote:
NFS, 17. Október 2006 20:49

15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn.
Í fyrsta tilvikinu, að kvöldi sunnudagsins 25. september, stöðvuðu þeir konu í bifreið og sögðust vera frá fíkniefnalögreglunni. Þeir kröfðu konuna um ökuskírteini og bentu henni á að afturljós hennar væri brotið, sem varðaði sektum. Létu þeir konuna blása í rakamæli sem þeir sögðu vera öndunarsýnamæli sem mældi áfengismagn í útöndunarlofti.
Skömmu síðar, sömu nótt, stöðvuðu þeir aðra konu með sömu sögu. Bentu henni á að hún hefði ekki gefið stefnuljós og kröfðu hana um ökuskírteini. Spurðu hana hvort hún væri ölvuð og létu hana blása í sama rakamæli.
Stuttu síðar stöðvuðu ökumann, sögðu honum að hann hefði ekið of hratt og veittum honum tiltal.
Í dómsorði segir að þáttur vinarins hafi verið klofinn í málinu og var lokið með viðurlagaákvörðun. Hinn játaði brot sitt og var krafist vægustu refsingar og að hún yrði skilorðsbundinn. Fram kemur í dómi að maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og fyrir brot gegn umferðalögum.
Var hann síðast dæmdur 11. apríl 2006 og hlaut sekt og var sviptur ökuleyfi í 1 og hálft ár. Refsing nú var ákveðin sem hegningarauki við síðasta dóm og þótti hæfilega ákveðin fangelsi skilorðsbundið í 15 mánuði.


Þetta er smá húmor. :lol:

Author:  Kristjan [ Thu 19. Oct 2006 22:01 ]
Post subject: 

á meðan þeir meiða engan þá finnst mér þetta nú bara spaugilegt.

Author:  gstuning [ Thu 19. Oct 2006 22:04 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
á meðan þeir meiða engan þá finnst mér þetta nú bara spaugilegt.


kannski voru þeir að leita að eiturlyfjum?
Kannski voru þeir að bíða eftir að finna einhverja aura, eða einhverja stelpu til að nauðga??

finnst þér það hlægilegt?

Author:  Kristjan [ Thu 19. Oct 2006 22:50 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Kristjan wrote:
á meðan þeir meiða engan þá finnst mér þetta nú bara spaugilegt.


kannski voru þeir að leita að eiturlyfjum?
Kannski voru þeir að bíða eftir að finna einhverja aura, eða einhverja stelpu til að nauðga??

finnst þér það hlægilegt?


Kannski, kannski?

Lighten up will ya!

Svona getgátur eru bara kjánalegar, kannski voru þeir líka bara að leika sér eitthvað, fávitalegt náttúrulega og þeir fengu viðeigandi refsingu.

Author:  gstuning [ Thu 19. Oct 2006 22:51 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
gstuning wrote:
Kristjan wrote:
á meðan þeir meiða engan þá finnst mér þetta nú bara spaugilegt.


kannski voru þeir að leita að eiturlyfjum?
Kannski voru þeir að bíða eftir að finna einhverja aura, eða einhverja stelpu til að nauðga??

finnst þér það hlægilegt?


Kannski, kannski?

Lighten up will ya!

Svona getgátur eru bara kjánalegar, kannski voru þeir líka bara að leika sér eitthvað, fávitalegt náttúrulega og þeir fengu viðeigandi refsingu.


Fram kemur í dómi að maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og fyrir brot gegn umferðalögum.

Vinalegur gaur eða hvað?

Author:  . [ Tue 24. Oct 2006 01:17 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Kristjan wrote:
gstuning wrote:
Kristjan wrote:
á meðan þeir meiða engan þá finnst mér þetta nú bara spaugilegt.


kannski voru þeir að leita að eiturlyfjum?
Kannski voru þeir að bíða eftir að finna einhverja aura, eða einhverja stelpu til að nauðga??

finnst þér það hlægilegt?


Kannski, kannski?

Lighten up will ya!

Svona getgátur eru bara kjánalegar, kannski voru þeir líka bara að leika sér eitthvað, fávitalegt náttúrulega og þeir fengu viðeigandi refsingu.


Fram kemur í dómi að maðurinn hefur fjórum sinnum áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf og fyrir brot gegn umferðalögum.

Vinalegur gaur eða hvað?



menn geta nú bætt ráð sitt eins og þessir náungar voru greinilega að gera :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/