bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Árekstur og minn réttur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17954 |
Page 1 of 4 |
Author: | Beggi [ Wed 18. Oct 2006 16:17 ] |
Post subject: | Árekstur og minn réttur |
Góðan daginn þannig er mál með vexti að ég á E500 2003 og er að keyra á sunnudaginn seinasta og beygt er fyrir mig þegar ég er að fara yfir ljós (ekki beygjuljós) semsagt og bíllinn hjá mér er frekar mikið klesstur ég hef ekki áhuga á að eiga tjónabifreið þar sem að þessi bíll var 110% standi og ég er í 100% rétti báðir loftpúðar fóru út fossaði olía úr vélinni o.s.f.v hvað get ég gert hef enga reynslu þegar það kemur að tryggingafélögum (vís) sem að konan er tryggð hjá. Með fyrirfram þökkum Kv.Beggi ![]() |
Author: | Kristján Einar [ Wed 18. Oct 2006 16:48 ] |
Post subject: | |
frétti af þessu í dag, frekar súrt maður vona að þeta gangi allt rétt upp |
Author: | Eggert [ Wed 18. Oct 2006 17:00 ] |
Post subject: | |
Ég ætla ekki að segja að ég hafi eitthvað vit á þessu en ég hef aldrei heyrt til þess að tryggingar kaupi bíl af viðskiptavini vegna þess að hann vill ekki eiga tjónabíl. |
Author: | Beggi [ Wed 18. Oct 2006 17:16 ] |
Post subject: | |
nei nei ég veit það alveg en þetta er ekki eins og að ég hafi keyrt á staur og heimtað að fá bílinn minn borgaðan út hvort sem menn gera það viljandi eða óviljandi þarna var keyrt á mig þau segjast ætla bæta tjónið að fullu, en það er bara ekki gert nema með nýjum bíl. eða þið fattið |
Author: | Beggi [ Wed 18. Oct 2006 17:19 ] |
Post subject: | |
og já fékk sent bréf heim frá umferðastofu að löggan mat bílinn minn það mikið skemmdan að hann verður með tjónastimpil á sér bíllinn er ekki í köku það væri alveg hægt að laga hann bara framtjón hleypur samt á 2mills+++ alveg pottþétt málið er bara að ég hef engan áhuga að eiga þennan bíl eftir þetta |
Author: | Eggert [ Wed 18. Oct 2006 17:22 ] |
Post subject: | |
Þá held ég að málið sé bara að selj'ann... Lítið sem tryggingafélagið getur gert fyrir þig. Þetta er bara ein af þeim áhættum sem þú tekur með því að aka um á svona dýrum bíl. |
Author: | Beggi [ Wed 18. Oct 2006 17:30 ] |
Post subject: | |
en hva er enhver % af heildarvirði bílsins sem að hann þarf að vera ónýtur fyrir til að hann sé borgaður út eða? en hef ég ekkert meiri rétt hjá mér Því ég var í rétti því að ég var augljóslega ekki að reyna skemma bílinn hjá mér |
Author: | Jss [ Wed 18. Oct 2006 17:30 ] |
Post subject: | |
Það væri ábyggilega best fyrir þig að ræða þetta beint við tryggingafélagið þitt. Vera bara málefnalegur og reyna að fá bílinn borgaðan út. Hef annars sem betur fer ekki persónulega reynslu af svona málum. (7-9-13) |
Author: | Eggert [ Wed 18. Oct 2006 17:47 ] |
Post subject: | |
Beggi wrote: en hva er enhver % af heildarvirði bílsins sem að hann þarf að vera ónýtur fyrir til að hann sé borgaður út eða?
en hef ég ekkert meiri rétt hjá mér Því ég var í rétti því að ég var augljóslega ekki að reyna skemma bílinn hjá mér Jú, þeir slá þetta inní einhverja formúlu sem þeir hafa og fá þannig út ákvörðun og afstöðu félagsins gagnvart þessu tjóni. Þar sem að (kaskó)tryggingar eru ekki hugsaðar fyrir þá sem vilja keyra á staura og losa sig við sína bíla þá hefuru ekkert á þá með því að minnast á það. Ég myndi halda að ef tjónið er nálægt mörkunum (hvort þeir kaupi hann eða ekki), þá er kannski hægt að díla eitthvað við þá. En ég held það þýði lítið að reyna að græða eitthvað á þessu... ert bara heppinn ef þú færð innflutningsverð. |
Author: | Beggi [ Wed 18. Oct 2006 17:52 ] |
Post subject: | |
haha ég er ekki að reyna græða á þessu þá hefði ég gert etthvað allt annað |
Author: | adler [ Wed 18. Oct 2006 18:18 ] |
Post subject: | |
Ræddu við félagið og sjáðu hvað kemur út úr því og ef að þú ert ekki sáttur þá geturðu talað við þitt félag og fengið þá í lið með þér. Þú getur líka fengið hann útborgaðann úr kaskó strax og síðan semja félögin sín á milli. Það er oft gert ef að það er eithvað vesin og til að flýta fyrir, en best fyrir þig er ef þú hefur áhuga á því að eiga svona bíl áfram að finna annan sambærilegann bíl og láta tryggingarnar kaupa hann fyrir þig. Þessi tjóna stimpill fer af bílnum um leið og það er búið að laga hann ,en ef tryggingarnar kaupa hann þá staðfesta þeir hjá umferðarstofu að þetta sé tjónabíll og þannig er hann svo seldur þegar að hann fer á uppboð. Það er tryggingafélagið sem stjórnar þessu ekki löggan. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Wed 18. Oct 2006 19:53 ] |
Post subject: | |
E500 bara í klessu, fékk þann heiður að prófa þetta kvikindi fyrir nokkrum dögum, enginn smá bíll ![]() En hvort þú fáir hann greiddan út af tryggingafélagi fer alveg eftir því hvað þú ert reiðubúinn að sætta þig við að fá fyrir hann. Tryggingafélagið gerir þér líklega tilboð sem þú segir annaðhvort já eða nei við.. Ef nei þá vilja þeir gera við bílinn. Vonandi gengur þetta vel.. |
Author: | íbbi_ [ Wed 18. Oct 2006 20:00 ] |
Post subject: | |
já þetta var alveg.. smá maskína |
Author: | arnibjorn [ Wed 18. Oct 2006 20:04 ] |
Post subject: | |
Hvernig lítur þessi bíll út? Silfraður? |
Author: | Spiderman [ Wed 18. Oct 2006 20:34 ] |
Post subject: | |
Það er meginregla skaðabótaréttar að tjónvaldur, það er tryggingafélag í þessu tilviki, eigi að bæta þér tjónið þannig að þú verður eins staddur og ekkert tjón hefði orðið. Bentu þeim á það, ef þeir ætla að fara að láta gera við bílinn. Farðu þá bara fram á 10% af andvirði bílsins í eingreiðsu sem er líklega það sama og tryggingafélög lækka bíla þegar þau borga út bíla sem hafa áður lent í tjóni. Þú getur líka bent þeim á að þú sért ekki jafnsettur með Yaris, á meðan þeir gera við bílinn þinn, farðu bara fram á sambærilegan bíl á meðan. |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |