bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pointless þráður - en gaman að svona hlutum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17909
Page 1 of 2

Author:  IceDev [ Mon 16. Oct 2006 21:57 ]
Post subject:  Pointless þráður - en gaman að svona hlutum

Image

Vill sjá myndina af bílnum með NY 911

Author:  freysi [ Mon 16. Oct 2006 23:51 ]
Post subject: 

Skráningarnúmer:NY911
Fastanúmer :NY911
Tegund :MITSUBISHI
Undirtegund :LANCER
Litur :Rauður
Fyrst skráður :11.08.1994

Author:  hlynurst [ Tue 17. Oct 2006 03:32 ]
Post subject: 

Man líka eftir einum Hyundai Coupe með númerið NR-001.

Flott númer á ljótum bíl. :)

Author:  Schulii [ Tue 17. Oct 2006 10:10 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Man líka eftir einum Hyundai Coupe með númerið NR-001.

Flott númer á ljótum bíl. :)


Júbb.. það var Hallur á Players sem átti þann bíl. Það er nú búinn að lagast hjá hinum smekkurinn. Hann ekur núna um á 745i E65.

Author:  Stefan325i [ Tue 17. Oct 2006 12:27 ]
Post subject: 

ég sá Nissan micra með svalt númer sem endaði á 000 minnir að það hafi verið VR-000 ekki vissi ég að þeir notuðu 0 ið en samt svoldið kúl

Author:  Stanky [ Tue 17. Oct 2006 12:38 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
ég sá Nissan micra með svalt númer sem endaði á 000 minnir að það hafi verið VR-000 ekki vissi ég að þeir notuðu 0 ið en samt svoldið kúl


Mig minnti að það ætti alltaf að vera "001" "002" etc... Semsagt, ekki 000... en það getur verið til :)

Author:  Schulii [ Tue 17. Oct 2006 12:53 ]
Post subject: 

Jú það er rétt, ég tók nýlega eftir 000 sem mér fannst einmitt skrýtið..

Author:  saemi [ Tue 17. Oct 2006 13:07 ]
Post subject: 

Talandi um númer. Ég var að aka um í fyrradag, á mínum bíl sem var þá á erlendum númerum. Var búinn að fá úthlutað númeri til að tolla bílinn á, viti menn, bíllinn fyrir framan mig VAR MEÐ SAMA NÚMER!!!

Ég var bara !!!!!!!!!HVAÐA!!!!!!!!!!

Númerið á gripnum fyrir framan var UO 696 og það var mitt númer. Svo þegar ég fór að athuga þetta, þá kom náttúrulega í ljós að númerið mitt er OU 696.....

En þvílík tilviljun að lenda í þessu :D

Author:  Svezel [ Tue 17. Oct 2006 15:21 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Talandi um númer. Ég var að aka um í fyrradag, á mínum bíl sem var þá á erlendum númerum. Var búinn að fá úthlutað númeri til að tolla bílinn á, viti menn, bíllinn fyrir framan mig VAR MEÐ SAMA NÚMER!!!

Ég var bara !!!!!!!!!HVAÐA!!!!!!!!!!

Númerið á gripnum fyrir framan var UO 696 og það var mitt númer. Svo þegar ég fór að athuga þetta, þá kom náttúrulega í ljós að númerið mitt er OU 696.....

En þvílík tilviljun að lenda í þessu :D


djöfulsins göltur! :wink: :lol:

Author:  JOGA [ Tue 17. Oct 2006 20:58 ]
Post subject: 

Ég flutti inn Nissan 200sx árið 2004.

Fékk númerið SX-100. Þeim sem afgreiddi mig í Umferðarstofu fannst þetta voða sniðugt :lol:

(Og mér líka :o )

Author:  IvanAnders [ Tue 17. Oct 2006 21:41 ]
Post subject: 

Ég átti IL 001, fyrsti bíllinn minn og númerið hangir útí skúr :wink:

Author:  ///MR HUNG [ Tue 17. Oct 2006 23:09 ]
Post subject: 

Hef séð 2 focusa með númer sem enda á 000.

Author:  Danni [ Wed 18. Oct 2006 02:26 ]
Post subject: 

Ég sá einusinni Jeep Cherokee með númerið MR-666. Man ekki hvar eða hvenar, bara að númerið var MR-666 :lol:

Author:  HPH [ Wed 18. Oct 2006 02:51 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Ég sá einusinni Jeep Cherokee með númerið MR-666. Man ekki hvar eða hvenar, bara að númerið var MR-666 :lol:

var það ekki hr-666? hann var dökkgrænn og stóð í rúma 2mánuði á bíla sölunu fyrir ofan gamla ikea

Author:  Kristján Einar [ Wed 18. Oct 2006 08:40 ]
Post subject: 

talandi um 0.. hvenar fer maður með bílinn í skoðunn ef númerið endar á 0?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/