bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Veltið þessu fyrir ykkur :)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17482
Page 1 of 1

Author:  Einsii [ Wed 20. Sep 2006 08:09 ]
Post subject:  Veltið þessu fyrir ykkur :)

Þrír menn koma á hótel, taka þrjú herbergi á leigu fyrir 10.000kr hvert. Samtals 30.000kr
Svo fara þeir upp á herbergin en þá fattar hótelstjórinn að hann gleimdi að gefa þeim afslátt og dregur 5.000kr upp úr kassanum og seigir einum þjóninum að láta þá fá hvern sinn hlut af því.
En þjóninum finnst svo erfitt að reikna að hann stingur 2.000kr í vasann og lætur mennina þrjá fá 1.000kr hvern.
Þannig að þeir borguðu með þessum afslætti 9.000 fyrir herbergið sem gerir samtals 27.000 kr. Þjónnin er með 2.000kr í vasanum og þá er kominn 29.000kr hvar er þúsundkallinn sem vantar uppá í upprunalega 30.000kr ?

Author:  Djofullinn [ Wed 20. Sep 2006 08:58 ]
Post subject: 

2000 kallinn kemur þessu ekki við, 3000 kallinn sem gaurarnir fengu er það sem vantar uppá frá 27 þús upp í 30 þús ;)

Author:  grettir [ Wed 20. Sep 2006 10:53 ]
Post subject: 

Það sem Djofullinn sagði..
Þeir borga 27.000 og innifalið í því er "greiðsla" þjónsins, svo það er ekki rétt að leggja þann pening við aftur til að fá 29.000
25.000 fyrir herbergin, 2000 til þjónsins og fá 3000 tilbaka.

25+2+3 = 30

Þetta er hljómar fyrst eins og galdrar :)

Author:  Einsii [ Wed 20. Sep 2006 12:08 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Það sem Djofullinn sagði..
Þeir borga 27.000 og innifalið í því er "greiðsla" þjónsins, svo það er ekki rétt að leggja þann pening við aftur til að fá 29.000
25.000 fyrir herbergin, 2000 til þjónsins og fá 3000 tilbaka.

25+2+3 = 30

Þetta er hljómar fyrst eins og galdrar :)

hehe jebb.. það er galdurinn ;)

Author:  Kristjan [ Wed 20. Sep 2006 12:13 ]
Post subject: 

Maður þarf nú að vera nett skertur til að fatta þetta ekki. :lol:

Þetta hljómar eins og trikkið með þumalinn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/