bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Paparazzi bíla síða https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17166 |
Page 1 of 1 |
Author: | Frikki [ Sat 02. Sep 2006 15:38 ] |
Post subject: | Paparazzi bíla síða |
Sælir drengir ! Ég skrifa nú kannski ekki mikið hér á síðuna en ég fer nokkuð oft á hana daglega ![]() Veit ekki hvort þið hafið séð tengil á b2.is á síðuna sem ég og fleiri erum að stjórna en ég ætla að koma með smá kynningu á henni hér ef það er í lagi.. Hún er hlutlaus og við eigum nú allir/öll sameiginlegt að hafa áhuga á bílum en sumir hafa meiri en aðrir ![]() Hún ber heitið Íslensk bíla Paparazzi síða. Þrír flokkar eru undir Paparazzi en það er Sérstakir bílar (unique), Einkanúmer og Ólöglega lagður. Í þessum flokkum er gert ráð fyrir að fólk hafi tekið myndina sjálft og helst á Íslandi. Nú þegar er kominn mjög góður gagnagrunnur ef það er hægt að kalla þetta það með myndum og umræðum um flotta og sjaldgæfa bíla sem eru á klakanum. Á síðunni er einnig gott safn af Reviews og myndir af svona kannski venjulegum en flottum bílum, sama hvort myndin sé tekin í útlöndum eða á íslandi. Ef þið eruð að skoða einhverja bíla síðu og sjáið einhvern geggjaðan bíl og viljið sýna öðrum þá er hægt að setja hana í Bílar undir Bílamyndir. Síðan er ekki komin með lén eins og er en bætt verður úr því fljótlega. Ég vildi nú bara fá smá feedback á síðuna og hvort mönnum lítist eitthvað á þetta hjá okkur. Okkur vantar góða stjórnendur eða einhverja sem eru tilbúnir til að senda inn review eða vera virkir notendur á síðunni. Í dag eru 52 skráðir notendur og síðan er ekki orðin 3 mánaða. Síðan er byggð á sama umhverfi og bmwkraftur og stjarna.is o.fl. þ.e. phpbb þannig hún er mjög einföld og þægileg í notkun. Ég vill bara þakka fyrir góðan vef þ.e. BMW Kraft og ég vona að þessi þráður fái góð viðbrögð. Annars er bara ekki málið að henda honum í ruslið ![]() Slóðin á síðuna er http://frikki.net/bilar En til að gera þetta einfaldara getið þið smellt á logoið eða bannerinn af síðunni hérna fyrir neðan. ![]() |
Author: | srr [ Sun 03. Sep 2006 16:39 ] |
Post subject: | |
Þú veist væntanlega ekki af eftirfarandi lögum.... Persónuverndarlög Það má ekki birta mynd af bíl ef það sést í bílnúmerið á honum, hvort sem það er einkanúmer eða fastanúmerið, nema með leyfi eiganda bílsins. Það er í lagi að birta myndirnar ef þú strokar út bílnúmerið eða ert með leyfi eigandans. Einnig má safna myndum til einkanota annarra en gagnavinnslu og þá er í lagi að númerið sjáist. Þó án þess að birta myndirnar á netinu eða öðruvísi. Trúðu mér, ég sendi persónuvernd email um þetta málefni þegar ég var efins um þetta. Ég safna myndum af íslenskum bílum, hvort sem ég hef tekið þær sjálfur eða fundið annars staðar. Það kom í ljós að það var í lagi ef ég birti þær ekki ![]() |
Author: | Frikki [ Sun 03. Sep 2006 19:20 ] |
Post subject: | |
Það er regla að strika yfir númeraplötur á síðunni. Hinsvegar, er ég alls ekki viss um að þetta sé rétt. Ég er ljósmyndari sjálfur og það ætti að gilda sömu reglur um fólk og ökutæki. Þ.e. að ef þú ert ekki á einkalóð og þar sem Jón Jónsson og frú geta séð þig þá má taka mynd af þér. Hinsvegar, hvernig var það með hann Bubba blessaðan, taldist bíllinn hans ekki sem einka eitthvað? En málið er að það getur hver sem er séð bílinn þinn útá götu og óvart tekið mynd af honum, ekki er það brot á persónuvernd. Þ.e. ef þú ert að taka mynd af vinkonu þinni og það er einhver flottur Porsche í bakgrunni og það sést í plötuna? ![]() Annars þekki ég þetta ekki. Hef samband á morgun, læsi Einkanúmera þræðinum þangað til. Eitt enn, datt í hug á Bílar & Sport þá var Porsche Cayenne Turbo S þar og með einkanúmerið TURBOS hversu margir helduru að hafi tekið mynd af honum og birt á einhverjum miðli ? |
Author: | srr [ Sun 03. Sep 2006 19:24 ] |
Post subject: | |
Hey, ekki drepa sendiboðann. Þetta er bara það sem persónuvernd sagði við mig. |
Author: | Frikki [ Mon 04. Sep 2006 12:19 ] |
Post subject: | |
Hehe, maður drepur ekki sendiboðann ![]() Takk fyrir ábendinguna, ég tjékka á þessu ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |