bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bílaleigubílar og fleira í Þýskalandi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=17157 |
Page 1 of 1 |
Author: | Svessi [ Fri 01. Sep 2006 21:39 ] |
Post subject: | Bílaleigubílar og fleira í Þýskalandi |
Ég er að fara til Þýskalands og leika mér eftir nokkrar vikur og ætla mér að vera í 2 vikur. Ég ætla að taka mér bílaleigubíl en nenni ekki að druslast á Ford Mondeo eða álíka, langar að vera með eitthvað almennilegt en það verður að vera 4 sæta bíll en skottstærð skiptir nánast engu máli og ég bara tími ekki að borga 140 þús kr á dag fyrir ferrari 612. Það sem ég var að spá í hvort einhver vissi um einhverja bílaleigu í Berlín sem væri svona þokkalegt, þá með sæmilega BMW, Benz jafnvel Porsche, semsagt eitthvað sem skemmtilegt er að vera á, á hraðbrautunum. Eitthvað innan við 80 þús fyrir tvær vikur með öllum tryggingum. Endilega ef þið vitið um einhverjar heimasíður eða eitthvað. Svo væri vel þegið ef einhver vissi um góðann BMW dealer eða “bílanaust” verslanir nálægt Berlín. Og einnig ef þið vitið um eitthvað skemmtilegt raceing dót sem hægt er að fara í, í þýskalandi. Hef aðeins verið að skoða Nurburgring en það er bara svo langt að fara. Svo auðvitað bara ef þið vitið um eitthvað annað skemmtilegt til að kíkja á í Þýskalandi endilega póstið því hérna inn. Allað uppástungur vel þegnar. Með fyrirframm þökkum, Sverrir. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |