bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mín jól komu snemma....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16953
Page 1 of 2

Author:  Twincam [ Mon 21. Aug 2006 14:57 ]
Post subject:  Mín jól komu snemma....

Ójá... er SVO ánægður núna.. finnst eins og jólin hafi komið snemma.. :oops:


Þó mörgum ykkar finnist það vafalaust lítilsvert.. þá er þetta mikils virði fyrir mig...

eeennn... LOKSINS fékk ég gömlu elskuna mína aftur... :P



Keypti s.s. gömlu AE86 Corolluna mína aftur, hef séð svo mikið eftir því að hafa selt hana á sínum tíma að það lá við að það truflaði svefn hjá mér.
Image
:loveit: :loveit:

En eins og einhverjir ykkar vita líklegast, þá þarf að gera MIKIÐ í henni til að klára uppgerðina á henni.. og það kemur allt með kalda vatninu, aðalatriðið var nú bara að koma höndum yfir hana aftur :)

Hendi kannski inn myndum annað slagið þegar eitthvað gerist...

Author:  HPH [ Mon 21. Aug 2006 15:28 ]
Post subject: 

Ekki er þetta bíllinn sem einhverjir kvartmílu gæjar settu Turbínu í?

Author:  Twincam [ Mon 21. Aug 2006 15:31 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Ekki er þetta bíllinn sem einhverjir kvartmílu gæjar settu Turbínu í?

Nei, það hafa engir kvartmíluhommar komið nálægt þessum bíl... :x


Hún stendur núna berstrípuð inni í skemmu fyrir norðan... og búin að gera það síðustu 2 ár eða svo :wink:

Author:  jens [ Mon 21. Aug 2006 15:32 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn, hlítur að vera gott að vera kominn með hann aftur.

Author:  Twincam [ Mon 21. Aug 2006 15:34 ]
Post subject: 

jens wrote:
Til hamingju með bílinn, hlítur að vera gott að vera kominn með hann aftur.
Mér líður mjög vel.. verst að veskið mitt er komið á valíum við tilhugsunina um hvað það mun kosta að klára að gera hana almennilega upp :lol:

Author:  jens [ Mon 21. Aug 2006 17:15 ]
Post subject: 

Hey þú ert kominn með bílinn svo eftirleikurinn tekur bara tíma, ekkert liggur á er það. Ef ég fer að hugsa um allt það sem ég á eftir í mínum þá sofna ég ekki en það verður allt gleymt þegar það er búið. Hvaða model er þetta og hvað er í bílnum td. drif og svoleiðis.

Author:  Jón Ragnar [ Mon 21. Aug 2006 19:26 ]
Post subject: 

Til hamingju! :D


Hlakka til að fá að vinna í þessum með þér 8)

Author:  zazou [ Mon 21. Aug 2006 22:51 ]
Post subject: 

Ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem eiga sér einn svona drauma drauma bíl. Rúnar þú gerir þennan tip top :!:

Author:  mmc_evo8 [ Mon 21. Aug 2006 22:55 ]
Post subject: 

Til hamingju :) hvað er eiginlega langt síðan að þú seldir hann?

Author:  Jss [ Mon 21. Aug 2006 23:21 ]
Post subject: 

Innilega til hamingju með þetta, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. ;)

Author:  Twincam [ Tue 22. Aug 2006 05:10 ]
Post subject: 

jens wrote:
Hey þú ert kominn með bílinn svo eftirleikurinn tekur bara tíma, ekkert liggur á er það. Ef ég fer að hugsa um allt það sem ég á eftir í mínum þá sofna ég ekki en það verður allt gleymt þegar það er búið. Hvaða model er þetta og hvað er í bílnum td. drif og svoleiðis.

1987 árgerð, 1600 4A-GE mótor náttúrulega, ólæst drif í henni sem stendur, en ég var búinn að verða mér úti um læst drif í hana sem ég lét með.. og fæ aftur með henni. Svo það verður keyrt á orginal læsingu til að byrja með, svo þegar margt annað verður komið, þá fer maður að skoða TRD og álíka dót :wink:

Jón Ragnar wrote:
Til hamingju! :D

Hlakka til að fá að vinna í þessum með þér 8)

Þakka þér.. og já.. nú verða "ég þarf að gera ?? með konunni" afsakanir ekki lengur teknar gildar.. þú verður píndur áfram :twisted:

zazou wrote:
Ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem eiga sér einn svona drauma drauma bíl. Rúnar þú gerir þennan tip top :!:

Þó öðrum finnist þetta undarlegur draumabíll, þá er mér bara alveg sama um þeirra skoðun. Ég veit hvað mér finnst og stend fast við það 8)
Og það verður ekkert gert í þessum bíl nema það sé til fé til að gera það almennilega. Ekkert hálfkák eða skítamix. Enda ekki minn stíll yfirhöfuð að skítmixa.. :wink:

mmc_evo8 wrote:
Til hamingju :) hvað er eiginlega langt síðan að þú seldir hann?

3-3&1/2 ár eða eitthvað um það bil, minnir mig.

Jss wrote:
Innilega til hamingju með þetta, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. ;)

Þetta kemur til með að verða langt og hægt ferli.. en ólíkt því sem gerðist með BMW bílana... þá mun ég EKKI missa áhugann á að gera þessa góða :wink: :lol:

Author:  JOGA [ Tue 22. Aug 2006 11:29 ]
Post subject: 

Til hamingju með þetta.

Kannast við svona tilfinningar. Sé mikið eftir 3-4 200sx bílum sem ég hef átt :cry:

En er ekki orginal læsingin í AE86 1,5 way LSD. Hélt það í það minnsta og skilst að það sé með betri orginal læsingum sem völ er á. Þannig að hún hlýtur nú að duga eitthvað.


Gangi þér vel :!:

Author:  Twincam [ Thu 24. Aug 2006 19:59 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Til hamingju með þetta.

Kannast við svona tilfinningar. Sé mikið eftir 3-4 200sx bílum sem ég hef átt :cry:

En er ekki orginal læsingin í AE86 1,5 way LSD. Hélt það í það minnsta og skilst að það sé með betri orginal læsingum sem völ er á. Þannig að hún hlýtur nú að duga eitthvað.


Gangi þér vel :!:

Læsingarnar eru mjög góðar.. það er aðallega bara þegar menn eru að spóla af stað sem þeir steikja læsingu/kamb og pinjón.

En ef þú hefur smá baunir og spólar ekki af stað úr kyrrstöðu og lætur þér nægja að spóla út á hlið í beygjum, þá endist þetta von úr viti. Snýrð í mesta lagi upp á öxulendan.. :lol:

Author:  adler [ Fri 25. Aug 2006 02:10 ]
Post subject: 

:lol: :lol: :lol: :lol:

Image

Author:  Twincam [ Fri 25. Aug 2006 07:59 ]
Post subject: 

adler wrote:
:lol: :lol: :lol: :lol:

Image

Safe Sex :lol: :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/