bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þinn uppahálds driftmachine?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16919
Page 1 of 1

Author:  ta [ Sat 19. Aug 2006 00:58 ]
Post subject:  Þinn uppahálds driftmachine?

Hér er listi yfir nokkra vinsæla drift-akstursbíla.
Kjósið ykkar uppáhalds driftmobile, eða segið frá
ef hann er ekki á listanum, endilega rökstyðjið,,,
Ef bíl vantar á listann , let me know,,,

Mér datt fyrst í hug þessi efsti supra turbo, en sá
bíll er mjög dýr.
Eins er hann varla fáanlegur beinskiptur.

Lexus SC400, eitthvað af þessum sást hér á
götum , vafalaust sjálfskiptir, ólæstir....
en sem Soarer, einn sá vinsælasti í sportinu.

Lítið um USA bíla, en úr því má bæta.
Gaman væri að gera svona drifters buyersGuide....
Allavega,, check it:

allar upplýsingar vel þegnar.
1-verð
2-varahlutir
3-handling
4-rekstur
5-realability
6-fun to drive

etc..
og ég veit að
það eru marga undirtýpur til af tegungum,
þess vegna væri fínnt að fá athugasemdir frá
þeim sem til þekkja, ég væri allavegana áskrifandi af
svona þræði, ef ég væri að leita að leiktæki fyrir komandi
kappakstursbraut.


þetta er svona með drift í huga, gera mætti eins
könnun með besta tíma í huga...Og það eru takmarkaður
fjöldi möguleika
Image

Author:  Svezel [ Sat 19. Aug 2006 02:32 ]
Post subject: 

ætli það sé ekki bara 750 :lol:

Author:  JOGA [ Sat 19. Aug 2006 11:54 ]
Post subject: 

Ég hef átt marga 200sx bíla og verð að segja að það er mjög góður grunnur
í góðan "flakkara".

S13:
Það er örlítið lengra á milli hjóla í honum en E30 og aðeins auðveldara að halda honum á ská fyrir vikið. Hann er samt með mjög takmarkaðar læsingar orginal (eða engar í sumum tilvikum) þannig að ég myndi láta það vera mit fyrsta verk að fjárfesta í fjöðrun og læsingu ef ég ætlaði að búa til drift maskínu úr þannig bíl.

S14:
Sama og að ofan en örlítið meiri kraftur orginal.


E30 er svo æðislegur í þetta brúk og læsingarnar eru miklu, miklu betri en í 200sx. Hann er reyndar ekki með alveg nógu hraða svörun í stýri (man aldrei hvað þetta heitir) en það má laga hef ég heyrt. Hann er örlítið erfiðari á limitinu en 200sx en maður hefur séð marga gera góða hluti án teljandi vandræða. Vonandi gengur það jafn vel hjá mér. Ég hef einu sinni keyrt E30 M3 og það er SVAKALEGT tæki.

Author:  gstuning [ Sat 19. Aug 2006 12:16 ]
Post subject: 

Ég verð að segja E30 af þessu þar sem það er eina sem ég hef keyrt

Á Íslandi er E30 málið útaf,

varahluta mál eru best af öllum þessum bílum,
næstum allt hægt að kaupa í umboði/bílanaust/tb og svo framvegis

Fyrir utan það að sama á við um race trackið sem á að fara smíða,
E30 verður ódýr RWD bíll sem verður auðvelt að viðhalda og eiga
annað enn rándýra STI og Evo´s og eitthvað af því taginu.

Author:  Twincam [ Sun 20. Aug 2006 11:56 ]
Post subject: 

Þarf svo sem ekki að spyrja mig að því hvað ég vel....

AE86 ALL THE WAY! 8)

Og afhverju?
Nú í fyrsta lagi vegna þess að ég ELSKA þessa bíla... og í öðru lagi vegna þess að þetta eru svo yndislega skemmtilegir bílar til að leika sér á ef maður kann að fara með þá :wink:

Author:  fart [ Sun 20. Aug 2006 13:44 ]
Post subject: 

Auðveldasti flatreki sem ég hef ekið er E60M5. Uberballance og powers galore.

Annars hef ég einhvernvegin mikla trú á 350Z, og þeir sounda virkilega nice. Ég hef samt ekki ekið þannig bíl

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/