bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Borg óttans??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16555
Page 1 of 1

Author:  Bjarkih [ Sat 22. Jul 2006 23:57 ]
Post subject:  Borg óttans??

Ég var spurður að því í kvöld af hverju menn kölluðu Reykjavík oft borg óttans. Og þá uppgötvaði ég það að ég vissi ekki hvaðan þetta er upprunnið, er einhver hér sem man það?

Author:  HAMAR [ Sun 23. Jul 2006 00:04 ]
Post subject: 

Var ekki Reykjavík kölluð borg óttans í kvikmyndinni Sódóma ?
Mig mynnir það.

Author:  Bjarkih [ Sun 23. Jul 2006 00:16 ]
Post subject: 

Hvar þá, ég man nefnilega ekki eftir því þaðan.

Author:  Aron Andrew [ Sun 23. Jul 2006 00:18 ]
Post subject: 

Nei ekki sódóma, það var eitthvað annað

Author:  HAMAR [ Sun 23. Jul 2006 01:18 ]
Post subject: 

Bíddu bíddu, Fóstbræður, Egill Ólafsson(sem leigubílstjóri) segir þetta við saklausu sveita stúlkuna (Helgu Brögu) þegar hún tekur leigubíl við umferðamiðstöðina komandi í fyrsta skipti til Reykjavíkur.
Jón Gnarr fer á kostum í þessum þætti, grenjandi alsber úti í horni segjandi " ég er svo ljótur ".

Author:  Benzari [ Sun 23. Jul 2006 06:33 ]
Post subject: 

HAMAR wrote:
Bíddu bíddu, Fóstbræður, Egill Ólafsson(sem leigubílstjóri) segir þetta við saklausu sveita stúlkuna (Helgu Brögu) þegar hún tekur leigubíl við umferðamiðstöðina komandi í fyrsta skipti til Reykjavíkur.
Jón Gnarr fer á kostum í þessum þætti, grenjandi alsber úti í horni segjandi " ég er svo ljótur ".


8)
Fullt hús stiga.......

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/