bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bankaviðskipti? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16342 |
Page 1 of 2 |
Author: | ValliFudd [ Mon 10. Jul 2006 15:02 ] |
Post subject: | Bankaviðskipti? |
Ég er óánægður hjá núverandi banka og er að fara að færa mig.. Var svona að spá smá, hvaða banka eru menn sáttastir við hérna? ![]() ![]() |
Author: | bimmer [ Mon 10. Jul 2006 15:58 ] |
Post subject: | |
Hver er þín skilgreining á lélegri þjónustu og attitudi? |
Author: | Einsii [ Mon 10. Jul 2006 16:41 ] |
Post subject: | Re: Bankaviðskipti? |
ValliFudd wrote: Ég er óánægður hjá núverandi banka og er að fara að færa mig.. Var svona að spá smá, hvaða banka eru menn sáttastir við hérna?
![]() ![]() Galdurinn að góðum bankaviðskiptum er að þekkja einhvern háttsettann í allavega einu útibúi og svo sér hann bara um öll manns mál ![]() Gott að koma utan af landi þar sem menn eru mikið meira líbó.. ![]() |
Author: | ValliFudd [ Mon 10. Jul 2006 16:46 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Hver er þín skilgreining á lélegri þjónustu og attitudi?
Í flest öll skipti sem maður gengur inn þarf maður að bíða í 10-20 mín lágmark eftir þjónustufulltrúa.. þó maður standi einn inní bankanum. En það er eitthvað sem ég er ekkert að stressa mig mikið yfir ![]() En svo vantaði mig smá pening og bað um hækkun á heimild, sem er nú venjulega ekkert mál.. Ég var ekki yfir á reikningnum eða neitt samkvæmt heimabanka, hringdi inn og fékk þau svör að það væri ekki sjens því ég væri yfir á reikningnum. Ég var ekki með neina stæla eða neitt, bara útskýrði að heimabankinn segði annað, þá fékk ég bara massa attitude "JÁ ÞETTA ER BARA SVONA!!"... ![]() Æji bara alot of little things bothering me... Margt smátt gerir eitt stórt, er búinn að vera smá pirraður útí litla hluti undanfarið en ekkert verið að gera neitt mál útaf því en þetta síðasta bara fékk mig til að nenna þessu ekki lengur.. Fæ misjöfn svör frá fólki og bara vil ekki lengur vera þarna... Svo ég var bara að gá hvar fólki leið best og svona. En maður hefur heyrt slæmar sögur af öllum bönkum en maður veit nú oftast ekki hvað býr að baki. Bankinn sem ég er í er örugglega fínn banki, ég var með frááábæran þjónustufulltrúa í honum fyrir 1-2 árum.. en hún fékk stöðuhækkun fyrir ári og getur ekki þjónustað mig lengur. Og eftir það fór allt til fjandans ![]() ![]() |
Author: | ValliFudd [ Mon 10. Jul 2006 16:48 ] |
Post subject: | Re: Bankaviðskipti? |
Einsii wrote: ValliFudd wrote: Ég er óánægður hjá núverandi banka og er að fara að færa mig.. Var svona að spá smá, hvaða banka eru menn sáttastir við hérna? ![]() ![]() Galdurinn að góðum bankaviðskiptum er að þekkja einhvern háttsettann í allavega einu útibúi og svo sér hann bara um öll manns mál ![]() Gott að koma utan af landi þar sem menn eru mikið meira líbó.. ![]() rétt er það, minn síðasti þjónustufulltrúi sá um ÖLL mín fjármál ![]() ![]() |
Author: | Hannsi [ Mon 10. Jul 2006 18:42 ] |
Post subject: | Re: Bankaviðskipti? |
Einsii wrote: ValliFudd wrote: Ég er óánægður hjá núverandi banka og er að fara að færa mig.. Var svona að spá smá, hvaða banka eru menn sáttastir við hérna? ![]() ![]() Galdurinn að góðum bankaviðskiptum er að þekkja einhvern háttsettann í allavega einu útibúi og svo sér hann bara um öll manns mál ![]() Gott að koma utan af landi þar sem menn eru mikið meira líbó.. ![]() hehe á 2 frænkur sem vinna hjá Glitni önnur er útibústjóri og hin er líka útibústjóri ![]() ![]() ![]() |
Author: | Benzari [ Mon 10. Jul 2006 19:08 ] |
Post subject: | |
Sparisjóður Kópavogs frá upphafi (m.a.s. sama bók ennþá ![]() Hef ekki séð neina ástæðu til að leita annað. |
Author: | krullih [ Mon 10. Jul 2006 19:21 ] |
Post subject: | |
Er hjá Glitni núna... aldrei fengið jafn lágkúrulega þjónustu, stæla og vanvirðing til míns vegna aldurs (unglinga-syndromið) Var hjá isb í keflavík áður og fékk massa góða þjónustu, hérna í HFJ virðast plebbar safnast saman...hef mikið verið að spá í kb banka... |
Author: | Kristjan [ Mon 10. Jul 2006 19:52 ] |
Post subject: | |
Ég er hjá KBBanka og þeir eru mjög öflugir í að bjóða mér kurteisilega að fara á hausinn. Svo mér finnst ekkert að því að bankar banni fólki að fá hærri yfirdrátt. |
Author: | Hannsi [ Mon 10. Jul 2006 19:54 ] |
Post subject: | |
hahah ![]() minn banki bannar mér það ekki ég veit bara mín takmörk ![]() |
Author: | ValliFudd [ Mon 10. Jul 2006 19:56 ] |
Post subject: | |
Kristjan wrote: Ég er hjá KBBanka og þeir eru mjög öflugir í að bjóða mér kurteisilega að fara á hausinn. Svo mér finnst ekkert að því að bankar banni fólki að fá hærri yfirdrátt.
hehe.. nei það var ekki það... ég hefði alveg samþykkt það að fá nei við yfirdrætti ![]() ![]() EDIT: og ég er þá ekki að tala um KBbanka ![]() |
Author: | bragi1 [ Mon 10. Jul 2006 21:09 ] |
Post subject: | |
Var hjá Íslandsbanka á Ísafirði, þar er liðið nánast ekkert nema almennilegheitinn. Flutti í Hafnarfjörðinn og fór þá bara í Glitni þar. Í mínum viðskiptum þar líður mér pínulítið eins og ég eigi ekki að vera þess virði að vera í viðskiptum við þá. |
Author: | ValliFudd [ Mon 10. Jul 2006 21:19 ] |
Post subject: | |
mér finnst það stundum svoleiðis hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum.. að þeir séu að gera okkur greiða með að hafa fyrir því að selja okkur þjónustu og vörur ![]() |
Author: | IngóJP [ Mon 10. Jul 2006 21:21 ] |
Post subject: | |
Ég er hjá Landsbankanum og ég er alls ekki sáttur...... Fæ allt sem ég bið um góða vexti af öllu öllu alltaf reddað en á einni hæðinni leynist kona sem kom mér í heiminn og dæmi ég.. er að versla föt... hún hringir og spyr hvar ég er ef ég er í smáralind eða what ever þá liggur hún á reikningnum... ![]() Reyndar með mínu leyfi en þetta getur verið bögg |
Author: | Schulii [ Mon 10. Jul 2006 21:37 ] |
Post subject: | |
Ég er hjá Landsbankanum í Mjóddinni og er mjög mjög ánægður. Reyndar eins og einn orðaði það svo skemmtilega eru þau alveg dugleg að hjálpa mér að eyða miklum peningum ef það er það sem ég vill. Hinsvegar veit ég að það eru breyttar áherslur í bönkum í dag. Það eru að koma skilaboð til þeirra um að reyna að draga úr útlánum til að sporna við þenslu/verðbólgu. En málið er að við erum orðnir eins og ofaldir grísir sem finnst allt ómögulegt og handónýtt ef við getum ekki fengið að skuldsetja okkur í kaf ![]() Þarna er ég samt ekki að skjóta á þann sem stofnaði þennan þráð, auðvitað á maður að fá kurteis og almennileg svör og allt það. Þetta eiga auðvitað að vera viðskipti sem allir njóta góðs af. Ég kannast nefnilega alveg við það að líða þannig sjálfum að vera bara rosa þakklátur bankanum mínum fyrir að hann skuli vera svona almennilegur að græða svona mikið á mér með VISA, yfirdrætti, lánum, debetkortafærslum, lífeyrissjóði, greiðsluþjónustu og fl. og fl. Og er svo bara alveg eins og kleina þegar ég kem að spyrja þá kurteisilega hvort það sé séns að ég megi fá eitthvað svo þau geti grætt meira af mér. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |