bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 22:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject: 16" gæðadekk
PostPosted: Sun 09. Jul 2006 18:04 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 11. Mar 2004 15:51
Posts: 300
Daginn.

Það er komið að því. Ég er að leita mér að mjög góðum 16" sumardekkjum. Stærðin verður að vera 205/50/16, myndi fara í 45 ef þetta væri 17" og breiðari 8)

Verða vera gripmikil. Vil hafa þau stíf en vil líka hafa þau mjúk.

Mælið þið með einhverri sérstakri tegund?? Verðið er ekkert heilagt, vil fá góð dekk.


Góðar stundir

_________________
Kristján


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 09. Jul 2006 19:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Ég setti undir hjá mér í sumar ný Michelin Pilot Exalto PE2, í 205/50R16.
Mæli hiklaust með þeim. Gripið er úber :shock:
Image

Kostuðu reyndar 84.000 kr en auðvitað smá afsláttur af því að vinna hjá dekkjaheildsölu :lol:
Samt úber dýrt en ég held það sé þess virði til lengdar.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 09. Jul 2006 22:23 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 11. Mar 2004 15:51
Posts: 300
Já skil það að þú sér sáttur. En hvernig er það, það er gott að vinna á heildsölu. En er ekki líka gott að vita um einhvern sem vinnur þar líka :lol:


Góðar stundir

_________________
Kristján


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 02:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Fjarki wrote:
Já skil það að þú sér sáttur. En hvernig er það, það er gott að vinna á heildsölu. En er ekki líka gott að vita um einhvern sem vinnur þar líka :lol:


Góðar stundir

Heh, góð tilraun. Við megum ekki selja í smásölu svo ég verð að segja nei.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 21:28 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 11. Mar 2004 15:51
Posts: 300
Svoldið gaman að þessu eða sorglegt, veit ekki hvort. Annaðhvort veit enginn neitt, eða þetta er svona eins og ég hef alltaf haldið um þetta spjall. Ef maður er ekki í groupuni þá er maður bara niðrí í horni.


Góðar stundir

_________________
Kristján


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 22:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 04. Mar 2006 18:24
Posts: 868
Location: Kópavogur
Ég hef bara ekkert vit á dekkjum, því miður :?

Vildi frekar þegja en að bulla tóma þvælu 8)

_________________
e36 316 Touring 1998
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 22:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Ég myndi bara fá mér Toyo TR1. Þvílíkt sáttur við mín þó ég viti ekki hversu hörð eða mjúk þau eru. Fást í Nesdekk og hjá GSTuning.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 23:39 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Fjarki wrote:
Svoldið gaman að þessu eða sorglegt, veit ekki hvort. Annaðhvort veit enginn neitt, eða þetta er svona eins og ég hef alltaf haldið um þetta spjall. Ef maður er ekki í groupuni þá er maður bara niðrí í horni.


Góðar stundir


Ef ég skil þetta rétt sem þú ert að reyna að koma frá þér þá getur þú ekki ætlast til þess að hann reddi þér einhverjum dekkjum á heildsöluverði og eigi hættu að missa vinnuna við það.

Kv, palli


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Jul 2006 23:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
trapt wrote:
Fjarki wrote:
Svoldið gaman að þessu eða sorglegt, veit ekki hvort. Annaðhvort veit enginn neitt, eða þetta er svona eins og ég hef alltaf haldið um þetta spjall. Ef maður er ekki í groupuni þá er maður bara niðrí í horni.


Góðar stundir


Ef ég skil þetta rétt sem þú ert að reyna að koma frá þér þá getur þú ekki ætlast til þess að hann reddi þér einhverjum dekkjum á heildsöluverði og eigi hættu að missa vinnuna við það.

Kv, palli


Held að blessaður maðurinn sé nú að tala um spurninguna sína og skort á svörum en ekki það að "srr" geti ekki reddað honum dekkjum :)

Kv. Stjáni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 00:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Fjarki wrote:
Svoldið gaman að þessu eða sorglegt, veit ekki hvort. Annaðhvort veit enginn neitt, eða þetta er svona eins og ég hef alltaf haldið um þetta spjall. Ef maður er ekki í groupuni þá er maður bara niðrí í horni.


Góðar stundir


Hehehehe, þetta er nú meira bullið.

Hvernig má það vera að "þeir sem eru í grúppunni" sjái eitthvað meira af spjallinu en þú? Hér sjá allir jafn mikið af öllum umræðum og það er engin elíta hérna.

Hér eru allir með sem hafa góðan móral og eru tilbúnir að skrifa inn á spjallið, mæta á samkomur með bros á vör og eru lausir við fordóma, merkilegheit og stæla.

Ef þú ert ekki sáttur við að fá þá umræðu sem þú fékkst, þá mæli ég með að þú farir og vinnir þína vinnu sjálfur. Farðu á google, tirerack, discounttire osfrvs. og skoðaðu dóma.

Það er þegar búið að segja þér til með það besta sem þú getur fengið að mínu mati, Michelin. Það er líka búið að mæla með Toyo sem er mjög gott miðað við verð að mínu mati. Hvað meira viltu heyra? Viltu fá ritgerð um dekk bara fyrir þig?

Þú hefur ekki spurt eina einustu spurningu um það sem er búið að mæla með, hvernig væri að taka þátt í umræðunni og stjórna henni í stað þess að væla um hversu lítið er sagt. Þú byrjaðir þráðinn og ættir þá að sjá sóma þinn í að spyrja áfram ef þér finnst ekki nóg vera komið.

Sorrý en mér finnst þetta bara ekki mjög þroskað viðhorf.

Góðar stundir á móti.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 00:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Þetta er nú ekki beint í fyrsta skipti sem menn eru að spyrja um dekk, spurning að nenna eyða smá tíma í leitina góðu.

Annars er oftast talið að Michelin Pilot Sport PS2 eða Goodyear Eagle F1 GSD3 séu bestu dekkin. Ég hef prófað bæði, bara eldri pilot sport samt, og get sagt að þau eru bæði mjög góð.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 00:12 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Sæll og blessaður Sæmi. Núna þekki ég "Fjarki" ekki neitt en mig langaði að segja aðeins frá skoðun minni.

Nú ertu einstaklega málefnalegur í svörum þínum á þessum vef en mig langaði að benda þér á að broskall hér og þar skaðar engan :) Núna get ég aðeins miðað við það sem þú skrifar á þennan vef en oft finnst mér þú virka svolítið önugur í annars málefnalegum svörum.

Er það á rökum reyst hjá mér eða er ég bara að pissa upp í vindinn? ;)

Með vinsemd og virðingu,
Kristján Örvar, Stjáni.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 00:15 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Þú ert að pissa uppí vindinn því Sæmi er þvílíkur bangsapabbi :loveit:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 00:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Það er margt hægt að segja um Sæma en að segja að hann sé önugur er verulega langsótt.

Það sem er sorglegt við þetta er að Fjarki er með stæla af því að hann fær ekki þau svör eða þann fjölda af svörum sem honum hentar á rétt rúmum sólarhring. Held að hann ætti aðeins að slaka á.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 01:01 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það má alveg setja þarna inn broskalla, kannski að e-m finnist það betra þannig. En það er ekki minn stíll. Eins og sumir segja.. "þá verður bara stundum að segja hlutina eins og þeir eru". Ég sé engan tilgang í því að vera að tjá mig um ummæli e-s og svo setja broskall þar inn eins og ég sé eitthvað að draga í land eða grínast með þetta.

Ég hef alls ekkert út á "fjarka" að setja, hann hefur fullan rétt á sínum skoðunum. Ég er ekkert reiður honum, mun aldrei erfa það við hann né neinn það sem hann skrifar hingað inn og ég er ekki sammála. En það er af og frá að ég fari ofan af þeirri skoðun minni og fari að fegra málið e-ð bara til að honum líði betur.

Ef menn eru ekki tilbúnir til að taka gagnrýni, annað hvort að hafa bein í nefinu til að standa við þá skoðun sem þeir hafa, eða að sjá málið í öðru ljósi, þá eru þeir illa á vegi staddir. Það gagnast engum að fá blásið sólskini upp í óæðri endan bara svona til að fá ekki að heyra neitt slæmt, eða heyra smá gott með þessu slæma.

Þetta eru bara skoðanaskipti og á meðan fólk heldur sig á málefnalegum nótum og er ekki að bulla þá er þetta bara í besta lagi :) (sko broskall).

Varðandi það að ég virðist stundum önugur í svörum mínum, þá held ég að það sé hárrétt hjá þér Kristján.

Ég er nefnilega þannig af guði gerður, hvort sem það er gott eða slæmt (held reyndar að það sé slæmt), að ég pirrast mjög á fólki sem: hugsar lítið, er með frekju, tilætlunarsamt, bullar, þykist vita allt og þar fram eftir götunum. Oft eru þetta bestu sálir sem ég annað hvort misskil, eru ekki orðnir þroskaðri en þetta, missa þetta út úr sér osfrvs. Oftast læt ég þetta sem vind um eyru þjóta, en ég á það til að taka stundum upp hanskann og reyna að taka til þegar þarf að hreinsa til að mínu mati. Þetta gerir það að verkum að fólk setur mig alveg út í kant við fyrstu kynni þegar það sér þessa hlið á mér. Ekki gott sem byrjun í að kynnast fólki.

Kannski ekki það gáfulegasta upp á vinsældir en hjartað í mér segir bara stopp stundum. Ég veit að þetta gerir svosem ekki mikið gagn þetta spjall hérna upp á heimsmálin í framtíðinni. En ... þetta er spjallið okkar og mér þykir vænt um það :) Finnst þess vegna ekki gaman þegar fólk sem kemur hingað inn er að fara með rangt mál (að mínu mati) varðandi þá sem hér eru fastagestir og það sem þeir láta frá sér.

Ég hef ekki ennþá séð hérna inni einstakling sem helst inni í hópnum, sem tekur þátt í umræðunum og lætur sjá sig á samkomum sem er ekki vel talað um meðal flestra hér inni. Kannski er það slatti af heppni hvað hér safnast saman gott fólk. En ég held samt að aðalatrið sé að hérna er fastur kjarni frá upphafi sem passar upp á að hér þrífist aðeins góðir hlutir og kæfi þá slæmu í fæðingu. Það væri ekkert gaman að vera á leikskóla þar sem eru engar fóstrur! Það væri rosa gaman í einn dag.... en síðan færi gamanið að kárna :D

Mér finnst mjög gott að fá ummæli eins og frá Kristjáni PGT, það er um að gera að tala um hlutina. En menn verða líka að vera tilbúnir til að standa við það sem þeir segja og meina það. Annars verður þetta bara eins og leikskóli þar sem er enginn fóstra :!:

P.S. :lol:

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 49 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group