Það má alveg setja þarna inn broskalla, kannski að e-m finnist það betra þannig. En það er ekki minn stíll. Eins og sumir segja.. "þá verður bara stundum að segja hlutina eins og þeir eru". Ég sé engan tilgang í því að vera að tjá mig um ummæli e-s og svo setja broskall þar inn eins og ég sé eitthvað að draga í land eða grínast með þetta.
Ég hef alls ekkert út á "fjarka" að setja, hann hefur fullan rétt á sínum skoðunum. Ég er ekkert reiður honum, mun aldrei erfa það við hann né neinn það sem hann skrifar hingað inn og ég er ekki sammála. En það er af og frá að ég fari ofan af þeirri skoðun minni og fari að fegra málið e-ð bara til að honum líði betur.
Ef menn eru ekki tilbúnir til að taka gagnrýni, annað hvort að hafa bein í nefinu til að standa við þá skoðun sem þeir hafa, eða að sjá málið í öðru ljósi, þá eru þeir illa á vegi staddir. Það gagnast engum að fá blásið sólskini upp í óæðri endan bara svona til að fá ekki að heyra neitt slæmt, eða heyra smá gott með þessu slæma.
Þetta eru bara skoðanaskipti og á meðan fólk heldur sig á málefnalegum nótum og er ekki að bulla þá er þetta bara í besta lagi

(sko broskall).
Varðandi það að ég virðist stundum önugur í svörum mínum, þá held ég að það sé hárrétt hjá þér Kristján.
Ég er nefnilega þannig af guði gerður, hvort sem það er gott eða slæmt (held reyndar að það sé slæmt), að ég pirrast mjög á fólki sem: hugsar lítið, er með frekju, tilætlunarsamt, bullar, þykist vita allt og þar fram eftir götunum. Oft eru þetta bestu sálir sem ég annað hvort misskil, eru ekki orðnir þroskaðri en þetta, missa þetta út úr sér osfrvs. Oftast læt ég þetta sem vind um eyru þjóta, en ég á það til að taka stundum upp hanskann og reyna að taka til þegar þarf að hreinsa til að mínu mati. Þetta gerir það að verkum að fólk setur mig alveg út í kant við fyrstu kynni þegar það sér þessa hlið á mér. Ekki gott sem byrjun í að kynnast fólki.
Kannski ekki það gáfulegasta upp á vinsældir en hjartað í mér segir bara stopp stundum. Ég veit að þetta gerir svosem ekki mikið gagn þetta spjall hérna upp á heimsmálin í framtíðinni. En ... þetta er spjallið okkar og mér þykir vænt um það

Finnst þess vegna ekki gaman þegar fólk sem kemur hingað inn er að fara með rangt mál (að mínu mati) varðandi þá sem hér eru fastagestir og það sem þeir láta frá sér.
Ég hef ekki ennþá séð hérna inni einstakling sem helst inni í hópnum, sem tekur þátt í umræðunum og lætur sjá sig á samkomum sem er ekki vel talað um meðal flestra hér inni. Kannski er það slatti af heppni hvað hér safnast saman gott fólk. En ég held samt að aðalatrið sé að hérna er fastur kjarni frá upphafi sem passar upp á að hér þrífist aðeins góðir hlutir og kæfi þá slæmu í fæðingu. Það væri ekkert gaman að vera á leikskóla þar sem eru engar fóstrur! Það væri rosa gaman í einn dag.... en síðan færi gamanið að kárna
Mér finnst mjög gott að fá ummæli eins og frá Kristjáni PGT, það er um að gera að tala um hlutina. En menn verða líka að vera tilbúnir til að standa við það sem þeir segja og meina það. Annars verður þetta bara eins og leikskóli þar sem er enginn fóstra
P.S.
