Jæja!!!
Ég var að koma úr einum áhugaverðasta bíltúrnum á þessu ári
Vinnufélagi minn var að kaupa sér glænýjan Charger, eini í Lúxembúrg.
Satt best að segja voru væntingar mínar algerlega núllstilltar þegar ég setti í gang, en um leið og 8gata 6.1L HEMI græjan snérist þá fékk ég í hnéin.
Manni líður eins og á Jeppa. Þessi bíll er HUGE! Örugglega svipaður í dimentions og 300C eða Magnum, en virkar minni þar sem hann er rennilegri.
Í bæjaraksktri er mjöööög þægilegt að krúsa um. Fjöðrunin er mjúk og stýrið létt, en á móti eru sætin með ágætis stuðning og stíf.
Mótorinn togar skuggalega, on demand er allt í gangi... 1500rpm og allt er að gerast. við svona 4500 breytist soundið og verður SVALT

eða svalara en á low rpm's.
All in all þá er ég bara mjög impressed. Þessi bíll er náttúrulega EKKERT líkur þýskum bíl að keyra, og mjög langt frá t.d. M5 í akstri. EN hann er mjög skemmtilegur in its own way.
Þessi bíll höfðaði bara nokkuð sterkt til mín, nema útlitið, en fegurðin kemur að innan.
Two thumbs up fyrir Charger!
