bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pæling um belti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16215
Page 1 of 1

Author:  Geirinn [ Thu 29. Jun 2006 22:52 ]
Post subject:  Pæling um belti

Var að pæla, lenti í umræðu um bílslys og upp kom spurningin um hvort belti væru í raun einnota ? Þ.e. ef belti hefur lent í hörðum árekstri hvort maður þyrfti að skipta um það eða hvort það væri í lagi eftirá ? Segjum ef áreksturinn er á 80+ ?

Ég hélt sjálfur að þau myndu ekki eyðileggjast við svoleiðis högg en hvað segið þið ?

Vitið þið fyrir hversu mörg tonn belti slitna í árekstri ? Eru dæmi um að belti hafa slitnað ?

Aldrei heyrt um að skipt hafi verið um belti eftir bílslys.

Bara smá pæling, kveðja, Geiri.

Author:  srr [ Thu 29. Jun 2006 23:10 ]
Post subject: 

Eru ekki margir nýrri bílar komnir með SRS belti ?
Þau eru einnota ef SRS kerfið fer í gang

Author:  e30Fan [ Thu 29. Jun 2006 23:30 ]
Post subject: 

tjahh vinur minn(100 kg) lenti í aftanákeyrslu(60km/klst), var í nissan micru... og festingin fyrir beltið í karminum slitnaði úr og hann hamraði stýrið :o

Author:  mjamja [ Fri 30. Jun 2006 10:53 ]
Post subject: 

Ég er ekki alveg viss á þessu, þ.a. vinsamlegast að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál.

en mig minnir að ég hafi heyrt einhversstaðar að beltin gefa e-ð eftir í árekstri og að það sé skipt um belti einfaldlega vegna þess að það má ekki taka sénsinn að þau virki áfram eins og þau eiga að gera.

En ég held að það sé alltaf skipt um belti eftir bílslys

Author:  Einarsss [ Fri 30. Jun 2006 10:56 ]
Post subject: 

án þess að ég viti nokkuð um þá gæti ég ímyndað mér að það þyrfti að skipta um belti eftir áreksur á 50-60km+ .... efast um að það sé mikið eftir af bílnum sem er í lagi ef að áreksturinn er á 80+

Author:  Einsii [ Fri 30. Jun 2006 10:58 ]
Post subject: 

Ökuskólinn sagði að beltin teigðust (samt ekki þannig að augað tæki eftir því) og það Verður að skipta um þau ef bíllinn lendir í árekstri.. það er að seigja meira en bara smá stuð..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/