bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Benzinn minn Update, nýjar myndir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=16194
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Wed 28. Jun 2006 00:49 ]
Post subject:  Benzinn minn Update, nýjar myndir

jæja nú loksins lét ég vaða á einn slíkann. búinn að bíða alltof lengi með það..

þetta er kannski ekki bíllin sem ég bjóst við að kaupa.
en þetta er 240E með 2.6l v6, 175hö.

vanalega vill ég ekki sjá þá án leðurs og sem mest aukabúnaðar, en það fyndna er að þessi bíll er í classic útgáfu og er því laus við nánast allt sem heitir aukabúnaður, ástæðan hinsvegar fyrir því að ég keypti hann er að þessi bíll er eitt af þeim allra bestu eintökum af notuðum bíl sem ég hef séð. hann er bókstaflega eins og hann hafi verið að koma úr kassanum fyrir nokkrum mánuðum en ekki árum, og ofan á það er hann ekki ekinn nema 99k og það er búið að staðfesta þá tölu, bíllin er samt með smá aukabúnað, eins og Xenon, glertopplúgu,krús kontról, AC, litað gler og sona smotterí,

eins og við flestir með okkar sjúkdóm þá skýtur manni ekki skökku við og er ég strax búin að mölva sparigrísin og kaupa glingur á bílinn,
ég fékk í dag í hann fjöðrun í avantgarde bíl með sportfjöðrun en það er dýrasta og lægsta fjöðrunin í þá,
pantaði í gær 18" amg replicur undir hann og avantgarde grill, og ætla mér að láta filma hann,
svo ætla ég með hann til sprautara sem ég þekki og láta hann fara yfir hann með smásjá, en það eina sem sér á honum er smá steinkast á framstuðaranum,

hérna eru nokkrar myndir sem ég smellti af rétt eftir að ég fékk hann óþvegnum og alles, kem með betri myndir þegar dótið fer að detta inn

þetta er btw.. ekki ég þarna undir stýri

Image

Image

ekkert smá flott að lýta ofan í húddið.. maður gæti borðað af flestu þarna, sólin blöffar aðeins.
Image

hérna sést nú hversu sléttur hann er.. góð speglun..

Image

Author:  srr [ Wed 28. Jun 2006 01:05 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn.
Lítur mjög vel út :wink:

Author:  Kristján Einar [ Wed 28. Jun 2006 07:45 ]
Post subject: 

til hamingju :D

Author:  Þórir [ Wed 28. Jun 2006 08:14 ]
Post subject:  Til hamingju.

Innilega till hamingju með bílinn, lítur út fyrir að vera gott eintak. Gæti orðið virkilega smekklegur á 18".

Til hamingju.

Kv.
Þórir I.

Author:  íbbi_ [ Wed 28. Jun 2006 09:42 ]
Post subject: 

þakka þér kærlega, já mig hlakkar mikið til að sjá hann á 18" hann er dáldið afalegur eins og hann er,

hérna er ein af mælaborðinu

Image

minnir mig dáldið á sona oldschool benz.. alveg loaded með tækni, en hún er algjörlega ósýnileg, finnst einmitt dáldið fyndið að t.d miðstöðin sé tölvu/rafstýrð en bara með gamla takka lúkkinu,

Author:  Djofullinn [ Wed 28. Jun 2006 10:33 ]
Post subject: 

Til hamingju 8) Svalur

Author:  íbbi_ [ Thu 29. Jun 2006 09:20 ]
Post subject: 

Image

Image

grillið var reyndar því miður gallað.. eða það hlýtur að vera allt skakkt og beygla á því.. þannig að ég þarf að skila því

Author:  noyan [ Fri 30. Jun 2006 10:18 ]
Post subject: 

Mjög flottur, verður gaman að sjá hann á 18"

Author:  íbbi_ [ Fri 30. Jun 2006 10:47 ]
Post subject: 

þakka þér 8) ég er eiginlega spenntastur fyrir nýju gormunum, þ.e.a.s að prufa að keyra hann á þeim, þetta eru "sportfjöðrunar" sem er dýrasta optinal fjöðrunin í þessa bíla, hann er samt svo mjúkur og ljúfur eitthvað núna að það er hálfgerð synd að skemma það

Author:  Danni [ Fri 30. Jun 2006 10:52 ]
Post subject: 

Bara nettur bíll. Til hamingju með hann ;)

Author:  íbbi_ [ Sat 01. Jul 2006 00:59 ]
Post subject: 

nýjar og betri myndir! enjoy

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

bara slétt lakkið
Image

vélin..
Image

Image

Author:  jens [ Sat 01. Jul 2006 08:28 ]
Post subject: 

Til lukku með bílinn, mjög fallegur.

Author:  D@BBI [ Sat 01. Jul 2006 18:50 ]
Post subject: 

MYNDARlegur bíll hjá þér :D

Author:  íbbi_ [ Sat 01. Jul 2006 19:56 ]
Post subject: 

reyndar alveg merkilegt, fyrstu myndirnar sem ég tók sem eru efst ertu teknar á canon 350d eða hvað sem hún heitir, en þessar neðri eru teknar á hræódýra og ómerkilega olympus vél og ég er ekkert búinn að eiga við þær nema minka þær, ljósopið er bara dáldið lengi opið.. vonlaust að taka myndir án fótar..

Author:  iar [ Sun 02. Jul 2006 12:32 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
reyndar alveg merkilegt, fyrstu myndirnar sem ég tók sem eru efst ertu teknar á canon 350d eða hvað sem hún heitir, en þessar neðri eru teknar á hræódýra og ómerkilega olympus vél og ég er ekkert búinn að eiga við þær nema minka þær, ljósopið er bara dáldið lengi opið.. vonlaust að taka myndir án fótar..


Kannski er það bara skjárinn hjá mér en mér finnst fyrri myndirnar mun betri. Þær seinni eru svo bláar/flatar/kaldar eitthvað.

Btw. til hamingju með bílinn. :-D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/