Rakst á þetta á öðrum spjallsíðum... Verst að það stefnir í góða leiki á HM annaðkvöld
brimborg wrote:
Sæl
Brimborg ætlar að hafa sérstaka sýningu á Ford GT fyrir netverja fimmtudaginn næstkomandi, 22. júní kl. 18:30 - 20:00. Sýningin verður í sýningarsal Brimborgar við Bíldshöfða 6.
Þarna verður tækifæri til að taka myndir, máta bílinn og skoða hann ofan í kjölinn og spjalla um Ford GT. Á staðnum verður tæknimaður Brimborgar tilbúinn til að svara spurningum ykkar.
Auðvitað fá allir ískalt kók og auðvitað Prins póló og veggspjald af Ford GT með mynd þar sem Ford GT keppir við Arngrím Jóhannsson á listflugvél sinni.
Allir velkomnir.
Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri