bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensínverð á Íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15972
Page 1 of 2

Author:  ValliFudd [ Mon 12. Jun 2006 17:45 ]
Post subject:  Bensínverð á Íslandi

http://www.pjus.is/iar/bilar/bensin/
Bensínverðið í dag passar ekki einu sinni inn á þetta graf.. langt upp fyrir :?

Frekar svekkjandi að spá í þessu.. tók bensín í gær:
Image

Author:  Bjarkih [ Mon 12. Jun 2006 18:06 ]
Post subject: 

Samt ertu ekki að taka V-power, þá myndiru sko kvarta :evil:

Author:  HPH [ Mon 12. Jun 2006 18:09 ]
Post subject: 

WOW það kostar mig minsta kosti 7500 að fylla minn 60L tank.
*edit* ég miðaði þetta verð við það sem er verið að sína á myndinni.
það kostar mig í kringum 10.000kallinn að filla minn af 98OKT.

Author:  StoneHead [ Mon 12. Jun 2006 18:16 ]
Post subject: 

Ísland er á góðri leið til helvítis, það fer ekkert á milli mála.

Author:  Hannsi [ Mon 12. Jun 2006 18:32 ]
Post subject: 

Kostar mig um 9900kr að fylla 80l tank af 98 oct

annars er 95 oct á 123.5 í kef vegna brunans :) eða var það allavega í gær

Author:  Jss [ Mon 12. Jun 2006 21:12 ]
Post subject: 

Bjarkih wrote:
Samt ertu ekki að taka V-power, þá myndiru sko kvarta :evil:


V-Power fæst bara hvergi annars staðar en á Akureyri mér til mikillar gremju, kláraðist við vesturlandsveginn í síðustu viku. :(

Author:  Schulii [ Mon 12. Jun 2006 22:45 ]
Post subject: 

StoneHead wrote:
Ísland er á góðri leið til helvítis, það fer ekkert á milli mála.


Er bensínverð eitthvað hærra hér en annarsstaðar??

Author:  Henbjon [ Mon 12. Jun 2006 23:53 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
StoneHead wrote:
Ísland er á góðri leið til helvítis, það fer ekkert á milli mála.


Er bensínverð eitthvað hærra hér en annarsstaðar??


Uuuu já?

Author:  bjahja [ Tue 13. Jun 2006 00:07 ]
Post subject: 

BmwNerd wrote:
Schulii wrote:
StoneHead wrote:
Ísland er á góðri leið til helvítis, það fer ekkert á milli mála.


Er bensínverð eitthvað hærra hér en annarsstaðar??


Uuuu já?


Ekkert rosalega

Author:  nitro [ Tue 13. Jun 2006 00:10 ]
Post subject: 

verðið er nokkuð svipað í evrópu, það þarf náttla lika að flytja þetta hingað með skipum og svona.. en td í sviþjóð er meðalverð 12.2 kr SEK, sem er samkvæmt kbbanka 123,46KR ISK.. svo mikill munur er það ekki...

Kaninn er að borga rúmar 60kr fyrir líterinn.. (meðalverð ca $3US=222,5KR ISK 222,5/3,78 = ca 60Kr isk)

Sem er btw regular, er það ekki verra en 95 sem við erum með? 93 eða álika?

En eitt addon, USA er að borga jafn mikið fyrir gallonið núna og þeir gerðu 1980 (miðað við verðbolgu). Var það ekki þessi ár sem allir bílaframleiðendur hættu að gera stóra muscle cars?

Nú ekkert svo óliklegt að það falli aftur er það nokkuð?

Author:  IceDev [ Tue 13. Jun 2006 00:42 ]
Post subject: 

Það er frekar ólíklegt að bensínverð falli í verði held ég

Author:  Lindemann [ Tue 13. Jun 2006 00:48 ]
Post subject: 

kostar ekki rassgat.........hækka þetta helvíti sem fyrst!!

Author:  grettir [ Tue 13. Jun 2006 09:07 ]
Post subject: 

Ég var úti í USA í maí, rétt hjá Washington og það var hending ef maður sá SUV eða stóran pickup.. það eru nánast allir á "venjulegum" bílum, enda keyra kanar allt sem þeir fara og keyrsla í vinnu er vanalega töluvert lengri vegalengd en flestir eiga að venjast.

Svo 60 kr. líterinn er fokk mikið á þeirra mælikvarða.

Maður fær sér dísel BMW næst :wink:

Author:  fart [ Tue 13. Jun 2006 11:02 ]
Post subject: 

Bensínverð á íslandi er ekkert mikið hærra en annarstaðar.

Í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Sviss og Ítalíiu kostar líterinn af bensíni á bilinu €1.40 til €1.45 sem samsvarar 130-135 íslenskum eðalkrónum.

Author:  Schulii [ Tue 13. Jun 2006 22:15 ]
Post subject: 

fart wrote:
Bensínverð á íslandi er ekkert mikið hærra en annarstaðar.

Í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Sviss og Ítalíiu kostar líterinn af bensíni á bilinu €1.40 til €1.45 sem samsvarar 130-135 íslenskum eðalkrónum.


Takk fyrir, þetta var það sem ég hélt!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/