bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvusagan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15957
Page 1 of 2

Author:  bimmer [ Sun 11. Jun 2006 18:30 ]
Post subject:  Tölvusagan

Stofnaði sér þráð um fornar tölvur til að ONNO þráðurinn fari ekki í algjört OT.

==============================================

Fyrsta tölvan mín var BIT 90:

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?st=1&c=93

Þessi tölva fékkst í Radíóbúðinni sem ma. seldi á þessum tíma gríðarlega vinsælar bronslitaðar Marantz græjur. Leikirnir komu að sjálfsögðu á spólum sem að virkuðu stundum og stundum ekki. Á þessa tölvu lærði maður sína fyrstu forritun - BASIC, en mest var hún notuð í leiki.

2-3 árum seinna var öppgreidað í hina frægu AMSTRAD CPC-464:

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?st=1&c=84

Amstradinn var keyptur í Bókabúð Braga sem var jú stórveldi á þessum tíma.
Þessi græja var beyond hot - innbyggt segulband (mega cool) og skjár fylgdi (ekkert harlem dæmi við sjónvarp hér!!)
Hér steig maður sín fyrstu skref í grafískri forritun ásamt óhóflegri leikjaspilun.

Man ekki nákvæmlega hvað ég átti Amstradinn lengi en næst í röðinni kom Commodore 128:

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?st=1&c=96

Hér var náttúrulega um að ræða high tech - það var meira að segja diskettudrif!!! Þessi vél gat keyrt CP/M stýrikerfið. Mikið til af góðum leikjum fyrir Commodore 64/128 og svo var eitthvað verið að dunda í forritun (peek and poke anyone?!?!?!).

Eftir þetta kom langt hlé í tölvueign hjá mér. Seldi Commodorinn áður en ég fór til bandaríkjanna sem skiptinemi 1986.

Úti notaði ég Apple tölvur í skólanum. Eftir að heim var komið þá lærði maður á Word Perfect í DOS í Versló ásamt hinu legendary "TRUE BASIC" sem Baldur Sveinsson kenndi.

Það var ekki fyrr en ég var kominn í Háskólann í verkfræði sem ég fékk mér aftur tölvu og það var helmössuð Silicon Valley 486/33 vél frá Kjarna (já sultukompaníinu). Það sem ég man helst eftir varðandi þessa vél er að ég var í stanslausu plássveseni, var með 200meg disk sem var alltaf fullur. Maður þurfti oft að henda út forritum til að geta sett inn forritið sem maður þurfti að nota. Autocad 11 fyrir dos og 3d studio 3 fyrir dos voru helstu forritin sem notuð voru.

Næsta græja var sérpöntuð frá USA. Þetta var Micron Pentium 90 vél sem var slíkur gripur að öll vinna lagðist niður í VRII í háskólanum þegar hún mætti á svæðið - menn streymdu að til að skoða þetta supercomputer. Minnir að þetta hafi verið 1992 eða 1993. Vélin var með 24mb ram, 1gb scsi disk, Matrox 4mb skjákorti (win), 1mb Hercules skjákort (dos), 21" IDEK skjá, 4xSCSI geisladrif. Keyrði á DOS og Win3.11 í byrjun en svo NT 3.51 og NT4. Þetta var SVAÐALEG græja á sínum tíma. Þessi vél er fyrsta vélin sem notuð var í ONNO ehf. og er enn til í gangfæru ástandi.

Síðasti gripurinn sem ég tel upp var pöntuð að utan rétt eftir að ONNO var stofnað, ca. 1996, og var Dual Pentium Pro 200mhz, 128mb ram, 9gb scsi diskur, 8mb nvidia skjákort, 8xscsi geisladrif. Þessi vél var í risa server kassa. Það voru pantaðar 2 svona og önnur þeirra er enn til í gangfæru ástandi.

Author:  Hemmi [ Sun 11. Jun 2006 19:02 ]
Post subject:  Re: Tölvusagan

magnað hvað tímarnir eru fljótir að breytast :)

Author:  Aron Andrew [ Sun 11. Jun 2006 19:41 ]
Post subject: 

Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:

Author:  Kristján Einar [ Sun 11. Jun 2006 19:44 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:


ég átti svona maca.. sem var tölva og skjár í einu, var alltaf í teiknileik sem hét kidpix :P

eða well.. pabbi og mamma áttu hann en hún fór inn til mín á endanum..

svo man ég að mamma átti eina fyrstu ferðatölvuna... IBM "portable" sem var svo þung að þú þurftir lyftara fyrir :D

Author:  zazou [ Sun 11. Jun 2006 19:52 ]
Post subject: 

Brill. Mín fyrsta tölva er svo gömul að það er ekki til mynd af henni, bara úr sömu línu. Yessica MSX:
Image

Svo var það ST512 sem ég lét síðar öppgreida í floppydrif sem les BÁÐAR hliðar:
Image

Author:  srr [ Sun 11. Jun 2006 22:04 ]
Post subject: 

Ég og Gunni gst bróðir áttum eftirfarandi á okkar uppeldisárum:

AMSTRAD CPC-464
Áttum þessa þegar við vorum sennilega 8 og 10 ára.
Fengum hana af "skiptimarkaði" sem var í Skipholti 50 á þeim árum.
Ég man alltaf þegar við fórum að kaupa hana, sérstaklega eftir þessum
skiptimarkaði. Þarna voru allskonar tæki, sjónvörp, vhs/beta, græjur etc..
Þótt ég hafi verið aðeins 8 ára gamall þarna, þá fannst mér svo gaman að skoða þetta dót, að manni langaði bara ekkert að fara.
En allavega, áttum þessa tölvu í nokkur ár. Notuð eingöngu i leiki :)

Svo nokkrum árum seinna gaf afi okkur IBM PC 086, með öflugum 6,66mhz örgjörva, 5.25" floppy drifi, 21mb hörðum diski
og 12-13" CGA skjár fylgdi græjunni.
Upphaflega var í henni DOS 2.0 eða 3.0 og svarthvítt Windows 3.0.
Það voru ekki litir í Windowsinu heldur mismunandi köflóttir svartir fletir notaðir til að skilgreina hina ýmsu hluti.
Sama vandamál hrjáði okkur og Þórð, það var diskaplássið. Eingöngu 21mb 5.25" harður diskur (Algjör hlunkur btw, vegaði eflaust 1 kg).
Við gerðum tilraunir með drivespace, sem þjappaði gögnin á disknum til að
koma sem mestu í hverja clustera.
Drivespace var óttarlega minnisfrekt apparat og það er slæmt þegar maður hefur um 512kb í minni :lol:
Við náðum nú samt einhverjum 80mb út úr þessum harða disk, með drivespace.
Svo endaði þessi græja með Windows 3.11 og Dos 4/5.

Þar á eftir keyptum við okkur sitthvora tölvuna.
Nota bene, vorum aðeins 12 og 14 ára gamlir þannig að fjármögnunin fór
fram í boði glitnis og við borguðum skuldabréfin með blaðburðarpeningum :wink:
Við þræddum alla Reykjavík nokkrar helgarferðirnar í röð í leit að bestu tölvunni.
Fyrir valinu varð 100 Mhz Leo Predator vél frá ACO í Skipholti, þegar það lifði þar. 100 Mhz Intel pentium örgjörvi, 1 gb Seagate diskur, 3.5" floppy, QUAD speed Creative cd drif, 4mb Virge DX skjákort, Windows 95.
Hvor um sig kostaði árið 1995 um 215.000 kr svo við vorum fastir í blaðburði í nokkur ár. En það var þess virði :lol:
Ekki má gleyma því að árinu seinna versluðum við Multitech 28.8kpbs Multitech módem, sem kostaði litlar 27.000 kr

Gömlu góðu dagarnir sko 8)

Þórður, í þessari nostalgíu, ekki gleyma tilkomu Trumpet Winsock :alien: :wink:

Author:  íbbi_ [ Sun 11. Jun 2006 22:26 ]
Post subject: 

fyrst var það amstrad, síðan kom einhvern 75mhz pentinum1 ofurtölva síns tíma, og svo kom 1100mhz krappið sem ég er í í dag

Author:  iar [ Sun 11. Jun 2006 23:03 ]
Post subject: 

Þetta OT í Avus þræðinum er líklega með allra besta OT hér á spjallinu! :lol:

Mín tölvueign byrjaði á Sinclair Spectrum 48K

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?c=223

GO SUB / RETURN anyone? :-D

Snilldar tölvur og fékk eina í góðu standi gefins á Partalistanum fyrir nokkrum árum og sú hangir núna uppá vegg. :oops: :lol: Sú vél var reyndar nokkuð sniðug, sá sem átti hana hafði mixað hana með öllu saman (powersupply, kassettutæki, joystick tengi) ofan í Amstrad kassa, líklega svona CPC græju. Nokkuð svöl smíði. 8)

Næst var það vinkonan góða Amiga 500

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?c=65

Þessi mynd er reyndar villandi því vélin var auðvitað með innbyggðu diskettudrifi 8) hitt var aukahlutur sem þótti ansi svalt að vera með. Amigan var með alveg stórkostlegt stýrikerfi, ég fattaði aldrei þessa PC vitleysu þar sem aðeins var hægt að keyra eitt forrit í einu og grafík var ömurleg. Á meðan var ég í Amigunni á irkinu og Deluxe Paint í einu á meðan eitthvað skemmtilegt var að rendera á bakvið í Real3D :-)

En svo það síðasta áður en maður fór í PC heiminn var svakalegur vinnuhestur, Amiga 3000:

Image
http://www.old-computers.com/museum/computer.asp?c=30

Þessi var svakaleg, með 12MB minni og 50MB SCSI disk. Bætti seinna við 120MB diski en einhvernvegin fylltist þetta allt saman. :hmm: Þessi eyddi ómældum nóttum í að rendera eitthvað á "bara" nokkrum dögum sem 500 vélin hefði verið margar vikur að. :lol:

Það sem mér finnst óendanlega gaman er að í dag er maður að sjá hluti vera að koma inn í Windows sem voru til frá upphafi í AmigaOS. :-)

Þarna fór maður svo að kynnast Linux og sá að ekki var öll von úti með PC vélarnar og keypti mér því forláta 486 vél með held ég 16 eða 32MB minni og ca. 200MB hörðum disk. Og svo tók við innsetning á Slackware af dágóðum bunka af diskettum.

Author:  arnibjorn [ Sun 11. Jun 2006 23:34 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:

Hlýtur nú að hafa átt nintendo maður :lol:
Það var mín fyrsta tölva 8) :lol:

Author:  srr [ Sun 11. Jun 2006 23:39 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Aron Andrew wrote:
Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:

Hlýtur nú að hafa átt nintendo maður :lol:
Það var mín fyrsta tölva 8) :lol:

Iss, ekki nóg að segja Nintendo
Ég átti Nintendo NES 8 bita, Nintendo SNES 16 bita, Nintendo 64.....
og ekki gleyma Gameboy'inu sem ég átti (og á ennþá!!)

Author:  arnibjorn [ Sun 11. Jun 2006 23:45 ]
Post subject: 

srr wrote:
arnibjorn wrote:
Aron Andrew wrote:
Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:

Hlýtur nú að hafa átt nintendo maður :lol:
Það var mín fyrsta tölva 8) :lol:

Iss, ekki nóg að segja Nintendo
Ég átti Nintendo NES 8 bita, Nintendo SNES 16 bita, Nintendo 64.....
og ekki gleyma Gameboy'inu sem ég átti (og á ennþá!!)

Sýnir hvað ég veit!! :lol: :lol: :oops:

Author:  fart [ Mon 12. Jun 2006 06:52 ]
Post subject: 

Ég byrjaði með Commodore64 sem ég keytpi mér fyrir sumarvinnupeningana, splæsti líka í commodore litaskjá (14).

Maður lærði forritun og allem á þennan viðbjóð.

Author:  Hannsi [ Mon 12. Jun 2006 18:37 ]
Post subject: 

Mín fyrsta tölva var nintendo snes 16 bita 8)

Author:  ValliFudd [ Mon 12. Jun 2006 19:02 ]
Post subject: 

áttuði ekki Sega Megadrive? 8)

Author:  Aron Andrew [ Mon 12. Jun 2006 21:31 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Aron Andrew wrote:
Gömlu kallar, fyrsta tölvan mín var Playstation :lol:

Hlýtur nú að hafa átt nintendo maður :lol:
Það var mín fyrsta tölva 8) :lol:


Jú gleymdi því, ég átti Nintendo Gameboy :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/